Vildi fá sjöunda gullið Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2014 06:00 Hafdís með ein af sex gullverðlaunum sínum í Krikanum í gær. vísir/daníel Hafdís Sigurðardóttir, UFA, kom sá og sigraði á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Kaplakrikavelli um helgina. Þessi magnaða norðlenska íþróttakona hlaut hvorki fleiri né færri en sex gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Eðlilega var hún í skýjunum yfir árangrinum í Krikanum. „Tilfinningin er rosalega góð. Þetta var rosalega erfið helgi. Erfið, en ánægjuleg,“ sagði hún en Hafdís var þó ekki að niðurlotum komin þrátt fyrir að keppa í sjö greinum. „Alls ekki. Þetta tekur bara á líkamann. Svo stífnar maður upp við að sitja í bíl norður. Ég gæti samt alveg hlaupið meira ef einhver myndi biðja mig um það, eða ef einhver gull væru í boði,“ segir hún og hlær við. Árangurinn kom Hafdísi ekkert svakalega á óvart. „Ég var að gæla við þennan fjölda – ég lýg því ekkert. Ég vissi samt alveg að þetta yrði hörð keppni eins og gegn Hrafnhildi Eir í 200 metra hlaupinu. Hún er í bætingarformi, en það er skemmtilegra að hafa einhverja við hliðina á sér.“vísir/daníelHafdís hljóp síðasta sprettinn fyrir UFA í 4x400 metra boðhlaupinu en laut í gras fyrir AnítuHinriksdóttur sem hljóp síðasta sprettinn fyrir ÍR. Var erfitt að sjá á eftir sjöunda gullinu? „Auðvitað hefði ég viljað fá eitt gull til viðbótar, en Aníta er ansi hörð. Ég vissi að það yrði dálítið langsótt að ég myndi ná henni. En ég reyndi mitt allra besta,“ segir Hafdís. Frjálsíþróttadrottningin átti nokkra klukkutíma eftir í bíl áður en hún lenti á Akureyri þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Það var alveg klárt hvað átti að gera um leið og heim væri komið. „Ég fæ mér auðvitað Brynjuís. Og ef ég verð ekki mætt fyrir lokun þá læt ég kærastann bara fara og kaupa þannig að ísinn bíði eftir mér heima,“ segir Hafdís Sigurðardóttir, drottningin á Meistaramótinu 2014. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sex gull hjá Hafdísi í Krikanum Hafdís Sigurðardóttir fer hamförum á Meistarmóti Íslands í frjálsíþróttum. 13. júlí 2014 14:59 Yfirburðarsigur ÍR á Meistaramótinu Sveit ÍR setti nýtt stigamet á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum. 13. júlí 2014 17:07 Myndasyrpa frá Meistaramótinu í frjálsum Vel heppnað 88. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram í Kaplakrika um helgina. 13. júlí 2014 19:35 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Sjá meira
Hafdís Sigurðardóttir, UFA, kom sá og sigraði á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Kaplakrikavelli um helgina. Þessi magnaða norðlenska íþróttakona hlaut hvorki fleiri né færri en sex gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Eðlilega var hún í skýjunum yfir árangrinum í Krikanum. „Tilfinningin er rosalega góð. Þetta var rosalega erfið helgi. Erfið, en ánægjuleg,“ sagði hún en Hafdís var þó ekki að niðurlotum komin þrátt fyrir að keppa í sjö greinum. „Alls ekki. Þetta tekur bara á líkamann. Svo stífnar maður upp við að sitja í bíl norður. Ég gæti samt alveg hlaupið meira ef einhver myndi biðja mig um það, eða ef einhver gull væru í boði,“ segir hún og hlær við. Árangurinn kom Hafdísi ekkert svakalega á óvart. „Ég var að gæla við þennan fjölda – ég lýg því ekkert. Ég vissi samt alveg að þetta yrði hörð keppni eins og gegn Hrafnhildi Eir í 200 metra hlaupinu. Hún er í bætingarformi, en það er skemmtilegra að hafa einhverja við hliðina á sér.“vísir/daníelHafdís hljóp síðasta sprettinn fyrir UFA í 4x400 metra boðhlaupinu en laut í gras fyrir AnítuHinriksdóttur sem hljóp síðasta sprettinn fyrir ÍR. Var erfitt að sjá á eftir sjöunda gullinu? „Auðvitað hefði ég viljað fá eitt gull til viðbótar, en Aníta er ansi hörð. Ég vissi að það yrði dálítið langsótt að ég myndi ná henni. En ég reyndi mitt allra besta,“ segir Hafdís. Frjálsíþróttadrottningin átti nokkra klukkutíma eftir í bíl áður en hún lenti á Akureyri þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Það var alveg klárt hvað átti að gera um leið og heim væri komið. „Ég fæ mér auðvitað Brynjuís. Og ef ég verð ekki mætt fyrir lokun þá læt ég kærastann bara fara og kaupa þannig að ísinn bíði eftir mér heima,“ segir Hafdís Sigurðardóttir, drottningin á Meistaramótinu 2014.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sex gull hjá Hafdísi í Krikanum Hafdís Sigurðardóttir fer hamförum á Meistarmóti Íslands í frjálsíþróttum. 13. júlí 2014 14:59 Yfirburðarsigur ÍR á Meistaramótinu Sveit ÍR setti nýtt stigamet á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum. 13. júlí 2014 17:07 Myndasyrpa frá Meistaramótinu í frjálsum Vel heppnað 88. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram í Kaplakrika um helgina. 13. júlí 2014 19:35 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Sjá meira
Sex gull hjá Hafdísi í Krikanum Hafdís Sigurðardóttir fer hamförum á Meistarmóti Íslands í frjálsíþróttum. 13. júlí 2014 14:59
Yfirburðarsigur ÍR á Meistaramótinu Sveit ÍR setti nýtt stigamet á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum. 13. júlí 2014 17:07
Myndasyrpa frá Meistaramótinu í frjálsum Vel heppnað 88. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram í Kaplakrika um helgina. 13. júlí 2014 19:35