Heilbrigðiskerfið.is Teitur Guðmundsson skrifar 1. júlí 2014 07:00 Það hefur verið mikil umfjöllun um heilbrigðiskerfið á undanförnum árum og hefur umræðan gjarnan verið frekar neikvæð, því miður. Þar kemur margt til og snertifletir kerfisins við okkur almenning og fagfólkið eru margir. Mjög oft er talað um peninga í sömu andrá og þá sérstaklega kostnað, niðurskurð og þykir lítið fréttnæmt nema þegar illa gengur. Sjaldnar koma fréttir af frábærum árangri, góðum starfsanda og samheldni starfsfólksins sem er límið í kerfinu. Það er kannski skiljanlegt þegar kreppir að, tæki og tól vantar, húsnæði er úr sér gengið og jafnvel skaðlegt þeim sem þar starfa og fagfólkið kýs að starfa frekar á erlendum vettvangi.Gerum miklar kröfur Raunveruleikinn er súr, við erum í vanda og þurfum að bregðast við með einhverjum hætti en það má á sama tíma ekki gleyma því að íslenska heilbrigðiskerfið er gott, við gerum miklar kröfur og gleymum því stundum að við erum agnarsmá í alþjóðlegu tilliti. Íslendingar eru þrátt fyrir allt í efstu sætum í nánast öllum mælingum sem gerðar eru varðandi slíkan samanburð og getum verið býsna stolt af þeim árangri. Hann er þó ekki sjálfsagður og vitum við að það eru enn frekari erfiðleikar framundan. Við lifum lengur, meðferðar- og lyfjakostnaður eykst og lífsstílssjúkdómar herja á okkur meira en nokkru sinni fyrr og virðumst við ekki frekar en aðrar þjóðir ná að sporna nægilega við þeim. Breytinga er þörf, vestræn ríki eru öll í sömu stöðu og keppast við að reyna að ná tökum á framtíðarvanda sínum. Umræðan er víðast hvar sú sama og snýst um vaxandi kostnað og aukin útgjöld, burtséð frá því hvort um ríkisrekstur eða heilbrigðistryggingar er að ræða. Kerfin eru ekki sjálfbær. Við þurfum að fá fólkið með og endurhugsa kerfið uppá nýtt. Það á ekki að gefa neinn afslátt af meðferð og möguleikum sem nútíma læknisfræði hefur uppá að bjóða, það á heldur ekki að gefa neinn afslátt af því hvað forvarnir og breytt hegðunarmynstur heilu þjóðanna getur gert. Það er líklega eina færa leiðin í stöðunni, því við viljum geta veitt öllum bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.Opinn vettvangur Ég er hins vegar ekki viss um að við viljum gera það algerlega óháð þeim tilkostnaði sem þarf til að ná þeim árangri. Ef útgjöld hækka áfram sem er öruggt miðað við aldurssamsetningu þjóðarinnar og þá þróun sem orðin er í meðferð sjúkdóma og hvers konar kvilla, gömlum og góðum lyfjum er skipt út fyrir nýrri vegna hagnaðarvonar og kröfur almennings til kerfisins vaxa með aukinni þekkingu og möguleikum á meðferð er ljóst að það mun þurfa að draga saman seglin á öðrum sviðum. Það er örugglega hægt að hagræða eitthvað víða í rekstri ríkisins en það verður ekki lausnin til frambúðar. Við þurfum að vera samstíga og taka ákvörðun um það hvernig heilbrigðiskerfi framtíðarinnar á að líta út, almenningur verður að taka þátt því, það er hann sem bæði borgar brúsann og notar kerfið. Það er því mikilvægt að rödd hans, en einnig fagfólks og stjórnenda, heyrist skýrt og greinilega og hugmyndirnar hljóti hljómgrunn og umræðu. Þess vegna fannst mér mikilvægt að opna vettvang fyrir krítíska umræðu og hugmyndabanka sem er með öllu óritskoðaður, öllum opinn og óháður. Hver sem er getur sett fram sínar hugmyndir og vangaveltur um það hvað megi betur fara í heilbrigðiskerfinu, hægt er að vera sammála eða ósammála þeim hugmyndum sem fram koma, eða koma með tillögur við þær hugmyndir sem settar eru fram. Stefnt er að því að taka saman þessar hugmyndir og koma þeim á framfæri við ríkisstjórnina þann 1.10. 2014. Hvers vegna gerum við þetta? Ástæðan er einföld, það er enginn að gera þetta og ákvarðanir eru iðulega teknar án mikils samráðs við almenning eða þátttöku hans. Vonandi tekst okkur þetta ætlunarverk að fá rödd almennings til að heyrast og skapa frjóa umræðu sem leiðir til lausna til framtíðar, ég vona það sannarlega. Ég hvet ykkur til að taka þátt á vefnum www.heilbrigdiskerfid.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikil umfjöllun um heilbrigðiskerfið á undanförnum árum og hefur umræðan gjarnan verið frekar neikvæð, því miður. Þar kemur margt til og snertifletir kerfisins við okkur almenning og fagfólkið eru margir. Mjög oft er talað um peninga í sömu andrá og þá sérstaklega kostnað, niðurskurð og þykir lítið fréttnæmt nema þegar illa gengur. Sjaldnar koma fréttir af frábærum árangri, góðum starfsanda og samheldni starfsfólksins sem er límið í kerfinu. Það er kannski skiljanlegt þegar kreppir að, tæki og tól vantar, húsnæði er úr sér gengið og jafnvel skaðlegt þeim sem þar starfa og fagfólkið kýs að starfa frekar á erlendum vettvangi.Gerum miklar kröfur Raunveruleikinn er súr, við erum í vanda og þurfum að bregðast við með einhverjum hætti en það má á sama tíma ekki gleyma því að íslenska heilbrigðiskerfið er gott, við gerum miklar kröfur og gleymum því stundum að við erum agnarsmá í alþjóðlegu tilliti. Íslendingar eru þrátt fyrir allt í efstu sætum í nánast öllum mælingum sem gerðar eru varðandi slíkan samanburð og getum verið býsna stolt af þeim árangri. Hann er þó ekki sjálfsagður og vitum við að það eru enn frekari erfiðleikar framundan. Við lifum lengur, meðferðar- og lyfjakostnaður eykst og lífsstílssjúkdómar herja á okkur meira en nokkru sinni fyrr og virðumst við ekki frekar en aðrar þjóðir ná að sporna nægilega við þeim. Breytinga er þörf, vestræn ríki eru öll í sömu stöðu og keppast við að reyna að ná tökum á framtíðarvanda sínum. Umræðan er víðast hvar sú sama og snýst um vaxandi kostnað og aukin útgjöld, burtséð frá því hvort um ríkisrekstur eða heilbrigðistryggingar er að ræða. Kerfin eru ekki sjálfbær. Við þurfum að fá fólkið með og endurhugsa kerfið uppá nýtt. Það á ekki að gefa neinn afslátt af meðferð og möguleikum sem nútíma læknisfræði hefur uppá að bjóða, það á heldur ekki að gefa neinn afslátt af því hvað forvarnir og breytt hegðunarmynstur heilu þjóðanna getur gert. Það er líklega eina færa leiðin í stöðunni, því við viljum geta veitt öllum bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.Opinn vettvangur Ég er hins vegar ekki viss um að við viljum gera það algerlega óháð þeim tilkostnaði sem þarf til að ná þeim árangri. Ef útgjöld hækka áfram sem er öruggt miðað við aldurssamsetningu þjóðarinnar og þá þróun sem orðin er í meðferð sjúkdóma og hvers konar kvilla, gömlum og góðum lyfjum er skipt út fyrir nýrri vegna hagnaðarvonar og kröfur almennings til kerfisins vaxa með aukinni þekkingu og möguleikum á meðferð er ljóst að það mun þurfa að draga saman seglin á öðrum sviðum. Það er örugglega hægt að hagræða eitthvað víða í rekstri ríkisins en það verður ekki lausnin til frambúðar. Við þurfum að vera samstíga og taka ákvörðun um það hvernig heilbrigðiskerfi framtíðarinnar á að líta út, almenningur verður að taka þátt því, það er hann sem bæði borgar brúsann og notar kerfið. Það er því mikilvægt að rödd hans, en einnig fagfólks og stjórnenda, heyrist skýrt og greinilega og hugmyndirnar hljóti hljómgrunn og umræðu. Þess vegna fannst mér mikilvægt að opna vettvang fyrir krítíska umræðu og hugmyndabanka sem er með öllu óritskoðaður, öllum opinn og óháður. Hver sem er getur sett fram sínar hugmyndir og vangaveltur um það hvað megi betur fara í heilbrigðiskerfinu, hægt er að vera sammála eða ósammála þeim hugmyndum sem fram koma, eða koma með tillögur við þær hugmyndir sem settar eru fram. Stefnt er að því að taka saman þessar hugmyndir og koma þeim á framfæri við ríkisstjórnina þann 1.10. 2014. Hvers vegna gerum við þetta? Ástæðan er einföld, það er enginn að gera þetta og ákvarðanir eru iðulega teknar án mikils samráðs við almenning eða þátttöku hans. Vonandi tekst okkur þetta ætlunarverk að fá rödd almennings til að heyrast og skapa frjóa umræðu sem leiðir til lausna til framtíðar, ég vona það sannarlega. Ég hvet ykkur til að taka þátt á vefnum www.heilbrigdiskerfid.is.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun