Rannsaka hvernig veruleikinn brenglast Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. júní 2014 11:30 Sextán elskendur Aðsend mynd „Í grunninn erum við að rannsaka það hvernig við sviðsetjum okkur sjálf – og við gerum það á hverjum degi. Við tölum ekki eins við alla – við tölum öðruvísi við besta vin okkur en ömmu okkar,“ segir Hlynur Páll Pálsson, einn meðlima sviðslistahópsins 16 elskenda sem leggur nú drög að nýju verki sem ber titilinn Persónur og leikendur. „Og þessi sviðsetning er alls staðar, í netheimum, á Facebook og á Twitter erum við alltaf að búa til einhvern veruleika og reyna að fá á því staðfestingu að við séum til inni á þessum stöðum. Ef maður fær hundrað læk þá er maður að gera eitthvað rétt – en það er vert að taka fram að sýningin er alls ekki um samfélagsmiðla,“ útskýrir Hlynur og hlær. „Þetta er meira um það að landslagið er breytt – í því hvernig við sviðsetjum okkur. Um leið erum við líka að rannsaka það hvernig veruleikinn er að brenglast. Hvað er raunverulegt? Þetta á ekki bara við um internetið, líka raunveruleikasjónvarp, þætti eins og Innlit/Útlit eða í sviðslistum þar sem listafólk er að sviðsetja raunverulegar sögur í síauknum mæli, til dæmis sýningar á borð við Tengdó og Harmsögu.“ Hlynur bætir við að þessar pælingar hafi verið hvatinn að sýningunni, en segir hópinn ekki ganga út frá neinu ákveðnu. „Þetta er rannsókn.“ Hópurinn kemur til með að frumsýna í mars á næsta ári, en þangað til stendur hann í ströngu við undirbúningsvinnu. „Í fyrstu vinnubúðunum töluðum við alltof mikið. Þannig að í þeim næstu höfum við heitið því að vinnan fari fram á gólfinu svo það komi nú eitthvað út úr þessu,“ segir Hlynur og hlær. Sextán elskendur er óhefðbundinn sviðslistahópur að því leytinu til að þau starfa eftir flötum strúktúr, þar sem enginn einn er listrænn stjórnandi. „Við ætlum reyndar aðeins að breyta til í ár og erum búin að ætla honum Karli Ágústi að verða leikstjóri hópsins, en verkið byggist að miklu leyti á mastersritgerð Kalla úr Listaháskólanum í Berlín. Það er líka gott að hafa leikstjóra því þá er minni ábyrgð á herðum hinna elskendanna,“ bætir Hlynur við, léttur í bragði. 16 elskendur eru Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Brynja Björnsdóttir, Davíð Freyr Þórunnarson, Eva Rún Snorradóttir, Friðgeir Einarsson, Gunnar Karel Másson, Hlynur Páll Pálsson, Karl Ágúst Þorbergsson, Ragnar Ísleifur Bragason, Saga Sigurðardóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir. Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
„Í grunninn erum við að rannsaka það hvernig við sviðsetjum okkur sjálf – og við gerum það á hverjum degi. Við tölum ekki eins við alla – við tölum öðruvísi við besta vin okkur en ömmu okkar,“ segir Hlynur Páll Pálsson, einn meðlima sviðslistahópsins 16 elskenda sem leggur nú drög að nýju verki sem ber titilinn Persónur og leikendur. „Og þessi sviðsetning er alls staðar, í netheimum, á Facebook og á Twitter erum við alltaf að búa til einhvern veruleika og reyna að fá á því staðfestingu að við séum til inni á þessum stöðum. Ef maður fær hundrað læk þá er maður að gera eitthvað rétt – en það er vert að taka fram að sýningin er alls ekki um samfélagsmiðla,“ útskýrir Hlynur og hlær. „Þetta er meira um það að landslagið er breytt – í því hvernig við sviðsetjum okkur. Um leið erum við líka að rannsaka það hvernig veruleikinn er að brenglast. Hvað er raunverulegt? Þetta á ekki bara við um internetið, líka raunveruleikasjónvarp, þætti eins og Innlit/Útlit eða í sviðslistum þar sem listafólk er að sviðsetja raunverulegar sögur í síauknum mæli, til dæmis sýningar á borð við Tengdó og Harmsögu.“ Hlynur bætir við að þessar pælingar hafi verið hvatinn að sýningunni, en segir hópinn ekki ganga út frá neinu ákveðnu. „Þetta er rannsókn.“ Hópurinn kemur til með að frumsýna í mars á næsta ári, en þangað til stendur hann í ströngu við undirbúningsvinnu. „Í fyrstu vinnubúðunum töluðum við alltof mikið. Þannig að í þeim næstu höfum við heitið því að vinnan fari fram á gólfinu svo það komi nú eitthvað út úr þessu,“ segir Hlynur og hlær. Sextán elskendur er óhefðbundinn sviðslistahópur að því leytinu til að þau starfa eftir flötum strúktúr, þar sem enginn einn er listrænn stjórnandi. „Við ætlum reyndar aðeins að breyta til í ár og erum búin að ætla honum Karli Ágústi að verða leikstjóri hópsins, en verkið byggist að miklu leyti á mastersritgerð Kalla úr Listaháskólanum í Berlín. Það er líka gott að hafa leikstjóra því þá er minni ábyrgð á herðum hinna elskendanna,“ bætir Hlynur við, léttur í bragði. 16 elskendur eru Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Brynja Björnsdóttir, Davíð Freyr Þórunnarson, Eva Rún Snorradóttir, Friðgeir Einarsson, Gunnar Karel Másson, Hlynur Páll Pálsson, Karl Ágúst Þorbergsson, Ragnar Ísleifur Bragason, Saga Sigurðardóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir.
Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira