Nauðsynlegar sameiningar háskóla Sveinn Hallgrímsson skrifar 13. júní 2014 07:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fv. ráðherra, fer yfir sameiningar Háskóla (HÍ) í Fréttablaðinu mánudaginn 5. maí sl. og nefnir þar sameiningu Tækniskólans og Háskólans í Reykjavík og HÍ og Kennaraháskólans. Þá nefnir Þorgerður áhuga menntamálaráðherra á að sameina HÍ og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og segir að „hagrænir hvatar séu þó nokkrir en ekki síður út frá faglegum sjónarmiðum háskólanáms er óábyrgt að standa gegn þessari sameiningu“. Ég er einn þeirra sem hafa efasemdir um sameiningu HÍ og LbhÍ, allavega miðað við þær forsendur sem notaðar eru.Engin vísbending Ég hef lesið greinargerðir og „minnisblöð“ sem ég hef náð í um málefnið. Þar er ekki að finna neina vísbendingu um verulega hagræna, rekstrarlega hagræðingu við sameiningu HÍ og LbhÍ. Faglega yrði vissulega ávinningur, en hann á eingöngu að koma öðrum aðilanum til góða, það er HÍ. Samkvæmt núverandi skipulagi eftir sameiningu yrði háskólanámið á Hvanneyri fært undir Verkfræði- og raunvísindasvið HÍ. Líklegt verður að telja að með því móti yrði kennslu á háskólastigi á Hvanneyri hætt innan fárra ára. Þá yrði settur punktur aftan við 66 ára nám og kennslu á háskólastigi á Hvanneyri!Missir sjálfstæðis Hér er rétt að leggja áherslu á að aðaláhyggjur Hvanneyringa eru ekki samstarf við HÍ, heldur að missa sjáfstæðið: Sjálfstæði til að taka ákvarðanir sem snerta heill Hvanneyrarstaðar, samfélagsins og Landbúnaðarháskóla Íslands. Heill staðarins og viðgangur LbhÍ fer saman. Það er alkunna að þegar lítil eining sameinast stærri einingu missir minni einingin sérstöðu sína og þýðingu. Þorgerður Katrín segir: „Þekkt er íhaldssemi kerfisins og andstaða ýmissa héraðshöfðingja gegn skynsamlegum breytingum á gildandi kerfi þótt bæði fagleg og rekstrarleg viðmið hvetji til annars.“ Ég telst ekki til héraðshöfðingja. Get verið sammála sumu, sem þú segir, en ekki að verið sé að leggja til skynsamlegar breytingar. Ég tel mig vita og skilja þann ávinning sem HÍ hefur af að fá LbhÍ undir sinn hatt, einkum í ljósi þess metnaðar sem rektor hefur sett fram um að koma HÍ í hóp 100 bestu háskóla heims. Háskóli Íslands, og menntamálaráðherra, ættu því að vera tilbúin að veita LbhÍ, og Hvanneyri, nauðsynlegt frelsi, faglega og fjárhagslega, til að „heimamenn“ treysti því að Hvanneyri – bæði skóli og staður – dafni á ókomnum árum.Kerfið stokkað upp? ÞK nefnir Keldur í grein sinni. Keldur er sjálfstæð stofnun, tengd HÍ. Hvers vegna nefnum við ekki fleiri stofnanir sem ættu að vera hluti af háskólasamfélaginu? Hvers vegna nefnum við ekki stofnun eins og Náttúrufræðistofnun? (Ég óska starfsfólki stofnunarinnar til hamingju með bætta starfsaðstöðu og nýtt og glæsilegt hús!) Væri ekki akkur að því að vísindamenn stofnunarinnar tengdust háskólum landsins, bæði fyrir starfsmenn Náttúrufræðistofnunar og fyrir háskólasamfélagið? Væri ekki ráð að útvíkka umræðuna og skoða hvernig við gætum tengt hinar ýmsu stofnanir, sem nú eru sjálfstæðar og dreifðar, háskólum landsins?Hænufet Hvers vegna förum við ekki alla leið og sameinum allar vísinda- og rannsóknastofnanir undir hatti HÍ? LbhÍ gæti orðið sérstakt svið og fengi einhverjar landbúnaðarstofnanir til sín. (Háskólinn á Akureyri yrði að sjálfsögðu áfram sjálfstæður). LbhÍ yrði að vera rekstrarlega og faglega sjálfstætt svið. Tæki sínar ákvarðanir bæði rekstrarlega og faglega, sem sagt héldi sjálfstæði sínu. Sjálfstæði LbhÍ innan HÍ, yrði að vera tryggt, svo að hagsmunir samfélagsins á Hvanneyri yrðu tryggðir. Samfélagið á Hvanneyri yrði ekki lagt í rúst! Myndi það ekki styrkja innviði háskólastigsins, sérstaklega HÍ, stuðla að rekstrarhagræðingu og aukinni samkeppnishæfni íslensks samfélags? Það myndi líka hjálpa Háskóla Íslands til að ná metnaðarfullu markmiði sínu um að verða einn af 100 bestu háskólum heims! Af hverju að stíga hænufet ef hægt er að stíga stærri skref? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fv. ráðherra, fer yfir sameiningar Háskóla (HÍ) í Fréttablaðinu mánudaginn 5. maí sl. og nefnir þar sameiningu Tækniskólans og Háskólans í Reykjavík og HÍ og Kennaraháskólans. Þá nefnir Þorgerður áhuga menntamálaráðherra á að sameina HÍ og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og segir að „hagrænir hvatar séu þó nokkrir en ekki síður út frá faglegum sjónarmiðum háskólanáms er óábyrgt að standa gegn þessari sameiningu“. Ég er einn þeirra sem hafa efasemdir um sameiningu HÍ og LbhÍ, allavega miðað við þær forsendur sem notaðar eru.Engin vísbending Ég hef lesið greinargerðir og „minnisblöð“ sem ég hef náð í um málefnið. Þar er ekki að finna neina vísbendingu um verulega hagræna, rekstrarlega hagræðingu við sameiningu HÍ og LbhÍ. Faglega yrði vissulega ávinningur, en hann á eingöngu að koma öðrum aðilanum til góða, það er HÍ. Samkvæmt núverandi skipulagi eftir sameiningu yrði háskólanámið á Hvanneyri fært undir Verkfræði- og raunvísindasvið HÍ. Líklegt verður að telja að með því móti yrði kennslu á háskólastigi á Hvanneyri hætt innan fárra ára. Þá yrði settur punktur aftan við 66 ára nám og kennslu á háskólastigi á Hvanneyri!Missir sjálfstæðis Hér er rétt að leggja áherslu á að aðaláhyggjur Hvanneyringa eru ekki samstarf við HÍ, heldur að missa sjáfstæðið: Sjálfstæði til að taka ákvarðanir sem snerta heill Hvanneyrarstaðar, samfélagsins og Landbúnaðarháskóla Íslands. Heill staðarins og viðgangur LbhÍ fer saman. Það er alkunna að þegar lítil eining sameinast stærri einingu missir minni einingin sérstöðu sína og þýðingu. Þorgerður Katrín segir: „Þekkt er íhaldssemi kerfisins og andstaða ýmissa héraðshöfðingja gegn skynsamlegum breytingum á gildandi kerfi þótt bæði fagleg og rekstrarleg viðmið hvetji til annars.“ Ég telst ekki til héraðshöfðingja. Get verið sammála sumu, sem þú segir, en ekki að verið sé að leggja til skynsamlegar breytingar. Ég tel mig vita og skilja þann ávinning sem HÍ hefur af að fá LbhÍ undir sinn hatt, einkum í ljósi þess metnaðar sem rektor hefur sett fram um að koma HÍ í hóp 100 bestu háskóla heims. Háskóli Íslands, og menntamálaráðherra, ættu því að vera tilbúin að veita LbhÍ, og Hvanneyri, nauðsynlegt frelsi, faglega og fjárhagslega, til að „heimamenn“ treysti því að Hvanneyri – bæði skóli og staður – dafni á ókomnum árum.Kerfið stokkað upp? ÞK nefnir Keldur í grein sinni. Keldur er sjálfstæð stofnun, tengd HÍ. Hvers vegna nefnum við ekki fleiri stofnanir sem ættu að vera hluti af háskólasamfélaginu? Hvers vegna nefnum við ekki stofnun eins og Náttúrufræðistofnun? (Ég óska starfsfólki stofnunarinnar til hamingju með bætta starfsaðstöðu og nýtt og glæsilegt hús!) Væri ekki akkur að því að vísindamenn stofnunarinnar tengdust háskólum landsins, bæði fyrir starfsmenn Náttúrufræðistofnunar og fyrir háskólasamfélagið? Væri ekki ráð að útvíkka umræðuna og skoða hvernig við gætum tengt hinar ýmsu stofnanir, sem nú eru sjálfstæðar og dreifðar, háskólum landsins?Hænufet Hvers vegna förum við ekki alla leið og sameinum allar vísinda- og rannsóknastofnanir undir hatti HÍ? LbhÍ gæti orðið sérstakt svið og fengi einhverjar landbúnaðarstofnanir til sín. (Háskólinn á Akureyri yrði að sjálfsögðu áfram sjálfstæður). LbhÍ yrði að vera rekstrarlega og faglega sjálfstætt svið. Tæki sínar ákvarðanir bæði rekstrarlega og faglega, sem sagt héldi sjálfstæði sínu. Sjálfstæði LbhÍ innan HÍ, yrði að vera tryggt, svo að hagsmunir samfélagsins á Hvanneyri yrðu tryggðir. Samfélagið á Hvanneyri yrði ekki lagt í rúst! Myndi það ekki styrkja innviði háskólastigsins, sérstaklega HÍ, stuðla að rekstrarhagræðingu og aukinni samkeppnishæfni íslensks samfélags? Það myndi líka hjálpa Háskóla Íslands til að ná metnaðarfullu markmiði sínu um að verða einn af 100 bestu háskólum heims! Af hverju að stíga hænufet ef hægt er að stíga stærri skref?
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun