Orð hafa mátt Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 6. júní 2014 07:00 Á svo margan hátt. Að heyra reglulega að maður sé ómögulegur lætur mann að lokum trúa því. Það er hægt að brjóta niður fólk með orðum. Orðin móta manneskjur og framtíð þeirra. Hversu afgerandi er það ekki að fá stuðning foreldra sinna í æsku til að læra að treysta á eigin getu? Svo draumarnir rætist, svo fræin dafni, svo möguleikar verði að veruleika? Og svo eru það þau sem sjaldan fá að heyra að þau geti, sem fá að heyra að það sé hættulegt að taka áhættu. Þetta eru sennilega ekki frumkvöðlar dagsins í dag, né framtíðarinnar. Margar stúlkur eru reglulega kallaðar prinsessur. En hvað eru prinsessur? Þær lifa fyrir hlutverk sitt sem var ákveðið áður en þær fæddust, hvort þær eru sætar eða ljótar skiptir öllu máli fyrir vinsældir þeirra og velgengni. Þær eiga að vera kurteisar og ekki með læti. Svo eiga þær að kunna sig í konunglegum kvöldverðarboðum og að endingu eiga þær að giftast. Ekki hverjum sem er þó, það verður að vera einhver vel tengdur, auðugur, og alls ekki einhver af sama kyni. Nóra í Dúkkuheimili Henrik Ibsens fellur undir þessa lýsingu. Hún er eiginkona og móðir, hlutverk sem voru ákveðin fyrir hana áður en hún fæddist eins og svo margar konur á 19. öld. Hún er dönnuð og eiginmaður hennar er af góðum ættum. En þegar maðurinn hennar, hvers lífi hún er búin að bjarga með því að beygja reglurnar örlítið og taka lán til að kaupa handa honum rétta sjúkdómsmeðhöndlun (konur máttu ekki taka lán á þessum tíma), kann ekki að meta fórnfýsi hennar fær hún nóg. Hún fær ekki einu sinni lítið takk, heldur skammir. Að hún skyldi dirfast að trúa því að hún fái þökk fyrir að gera stóra hluti? Hún er jú bara kona og á að haga sér sem slík. Dúkka. Sem maðurinn hennar og samfélagið vilja getað leikið með, jú og horft á og dáðst af. Dúkkur eiga ekki að gera stóra hluti. Margar konur fá ekki takk enn þann dag í dag fyrir að gera stóra hluti. Sjáið bara umönnunarstörfin. Hvar værum við án allra þessara kvenna sem passa upp á gamla fólkið og börnin á meðan við svífum um og vökvum fræin okkar? Og konur eru enn kallaðar prinsessur og dúkkur, þrátt fyrir að þær geti í dag farið út og verið öflugir samfélagsþegnar. Sjáið bara Þóru Arnórsdóttur, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, sem Ólafur Ragnar Grímsson kallaði skrautdúkku. Kannski var það til að reyna að þagga niður í henni, enda öflugt vopn að minna konur á hlutverk þeirra þegar þær reyna að gera stóra hluti. Þóra var einnig sífellt minnt á að hún væri móðir, og hvílík frekja af henni að krefjast þess að fá líka að vera manneskja og öflugur samfélagsþegn sem getur gert stóra hluti! Dúkka. Prinsessa. Mamma. Eiginkona. Ekki manneskja. Að við konur skulum voga okkur að vonast til þess að fá að vera eitthvað annað á 21. öldinni er náttúrulega bara skandall, eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á svo margan hátt. Að heyra reglulega að maður sé ómögulegur lætur mann að lokum trúa því. Það er hægt að brjóta niður fólk með orðum. Orðin móta manneskjur og framtíð þeirra. Hversu afgerandi er það ekki að fá stuðning foreldra sinna í æsku til að læra að treysta á eigin getu? Svo draumarnir rætist, svo fræin dafni, svo möguleikar verði að veruleika? Og svo eru það þau sem sjaldan fá að heyra að þau geti, sem fá að heyra að það sé hættulegt að taka áhættu. Þetta eru sennilega ekki frumkvöðlar dagsins í dag, né framtíðarinnar. Margar stúlkur eru reglulega kallaðar prinsessur. En hvað eru prinsessur? Þær lifa fyrir hlutverk sitt sem var ákveðið áður en þær fæddust, hvort þær eru sætar eða ljótar skiptir öllu máli fyrir vinsældir þeirra og velgengni. Þær eiga að vera kurteisar og ekki með læti. Svo eiga þær að kunna sig í konunglegum kvöldverðarboðum og að endingu eiga þær að giftast. Ekki hverjum sem er þó, það verður að vera einhver vel tengdur, auðugur, og alls ekki einhver af sama kyni. Nóra í Dúkkuheimili Henrik Ibsens fellur undir þessa lýsingu. Hún er eiginkona og móðir, hlutverk sem voru ákveðin fyrir hana áður en hún fæddist eins og svo margar konur á 19. öld. Hún er dönnuð og eiginmaður hennar er af góðum ættum. En þegar maðurinn hennar, hvers lífi hún er búin að bjarga með því að beygja reglurnar örlítið og taka lán til að kaupa handa honum rétta sjúkdómsmeðhöndlun (konur máttu ekki taka lán á þessum tíma), kann ekki að meta fórnfýsi hennar fær hún nóg. Hún fær ekki einu sinni lítið takk, heldur skammir. Að hún skyldi dirfast að trúa því að hún fái þökk fyrir að gera stóra hluti? Hún er jú bara kona og á að haga sér sem slík. Dúkka. Sem maðurinn hennar og samfélagið vilja getað leikið með, jú og horft á og dáðst af. Dúkkur eiga ekki að gera stóra hluti. Margar konur fá ekki takk enn þann dag í dag fyrir að gera stóra hluti. Sjáið bara umönnunarstörfin. Hvar værum við án allra þessara kvenna sem passa upp á gamla fólkið og börnin á meðan við svífum um og vökvum fræin okkar? Og konur eru enn kallaðar prinsessur og dúkkur, þrátt fyrir að þær geti í dag farið út og verið öflugir samfélagsþegnar. Sjáið bara Þóru Arnórsdóttur, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, sem Ólafur Ragnar Grímsson kallaði skrautdúkku. Kannski var það til að reyna að þagga niður í henni, enda öflugt vopn að minna konur á hlutverk þeirra þegar þær reyna að gera stóra hluti. Þóra var einnig sífellt minnt á að hún væri móðir, og hvílík frekja af henni að krefjast þess að fá líka að vera manneskja og öflugur samfélagsþegn sem getur gert stóra hluti! Dúkka. Prinsessa. Mamma. Eiginkona. Ekki manneskja. Að við konur skulum voga okkur að vonast til þess að fá að vera eitthvað annað á 21. öldinni er náttúrulega bara skandall, eða hvað?
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun