Landið er dýrmæt auðlind Gunnar Bragi Sveinsson og Monique Barbut skrifar 31. maí 2014 07:00 Um einn milljarður jarðarbúa býr í dreifðum byggðum þróunarríkja þar sem flestir byggja lífsviðurværi sitt á sjálfsþurftarbúskap eða eru smábændur. Dýrmætasta auðlindin er frjósamur jarðvegur og landeyðing er skæður óvinur. Á heimsvísu kemur landeyðing til af mörgum ástæðum, allt frá eyðingu skóga til öfga í veðráttu vegna loftslagsbreytinga. Íslendingar þekkja afleiðingar landeyðingar frá fyrstu hendi. Sagt er að við landnám hafi Ísland verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Þúsund árum síðar var landið hins vegar örfoka og hrjóstrugt sökum ofnýtingar og gróðureyðingar. Við þær aðstæður var það mikið gæfuspor íslensku þjóðarinnar þegar lög um skógrækt og landgræðslu voru sett árið 1907. Síðan þá hefur Ísland unnið sér þann sess að vera í fararbroddi þeirra ríkja sem vinna að landgræðslumálum, heima fyrir og á alþjóðavísu. Það er því einstaklega viðeigandi – þó tilviljun sé – að alþjóðabaráttudag gegn eyðimerkurmyndun skuli bera upp á 17. júní, þjóðhátíðardag Íslendinga. Landeyðing víða um heim ógnar fæðuöryggi og vatnsbirgðum, hún veldur samkeppni um landgæði og getur því stuðlað að fólksflótta. Verstu afleiðingarnar birtast jafnvel í átökum og pólitískum öfgum. Með fólksfjölgun og aukinni velferð eykst eftirspurn eftir landbúnaðarafurðum á heimsvísu. Fyrir vikið vex ásókn í land og víða í þróunarríkjum er það mikil áskorun fyrir sveitasamfélög og smábændur að verja eignarrétt sinn á landi. Því er brýnt að standa vörð um eignarréttinn og treysta þann hvata sem bændur hafa til að yrkja jörðina og auka landgæðin. Eins er mikilvægt að tryggja aðgang kvenna að landi og eignar- og erfðarétt þeirra, en hann er víða fótum troðinn. Það er ekki eingöngu lykilatriði til að tryggja grundvallarmannréttindi þeirra, heldur dregur það beinlínis úr fátækt og hungri. Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ áætlar að með því að styrkja stöðu kvenna, auka réttindi þeirra og veita þeim jafnan aðgang og karlar hafa að auðlindum, lánsfé og öðrum aðföngum í landbúnaði geti fæðuframleiðsla í þróunarríkjum aukist um 20-30% og um 150 milljónum manna verið forðað frá hungri.Aukin athygli Sjálfbær og sanngjörn nýting þeirrar auðlindar sem landið býður kallar á aukna athygli ráðamanna um allan heim. Ísland leggur þar sitt af mörkum. Íslensk stjórnvöld starfrækja Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Starfsemi skólans er liður í þróunarsamvinnu Íslands og byggist á góðu samstarfi utanríkisráðuneytisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins. Sextíu og þrír nemar hafa stundað nám við skólann og það er sérstakt ánægjuefni að Landgræðsluskólinn hafi náð því markmiði að hlutfall kynjanna í þessum hópi er jafnt. Þá hafa íslensk stjórnvöld skapað sér leiðandi stöðu varðandi málflutning um landgræðslumál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þar má helst nefna stofnun sérstaks vinahóps 19 ríkja sem leggur málefnum landgræðslu sérstakt lið í þeim tilgangi að tryggja að mikilvægi sjálfbærrar nýtingar lands verði viðurkennt í nýjum markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Af framansögðu má sjá að Ísland leggur baráttunni gegn jarðvegseyðingu, eyðimerkurmyndun og neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga lið með ýmsum hætti. Það er von okkar að Ísland verði áfram málsvari landgræðslu á alþjóðavettvangi og veki athygli á mikilvægi þekkingaruppbyggingar á því sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Um einn milljarður jarðarbúa býr í dreifðum byggðum þróunarríkja þar sem flestir byggja lífsviðurværi sitt á sjálfsþurftarbúskap eða eru smábændur. Dýrmætasta auðlindin er frjósamur jarðvegur og landeyðing er skæður óvinur. Á heimsvísu kemur landeyðing til af mörgum ástæðum, allt frá eyðingu skóga til öfga í veðráttu vegna loftslagsbreytinga. Íslendingar þekkja afleiðingar landeyðingar frá fyrstu hendi. Sagt er að við landnám hafi Ísland verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Þúsund árum síðar var landið hins vegar örfoka og hrjóstrugt sökum ofnýtingar og gróðureyðingar. Við þær aðstæður var það mikið gæfuspor íslensku þjóðarinnar þegar lög um skógrækt og landgræðslu voru sett árið 1907. Síðan þá hefur Ísland unnið sér þann sess að vera í fararbroddi þeirra ríkja sem vinna að landgræðslumálum, heima fyrir og á alþjóðavísu. Það er því einstaklega viðeigandi – þó tilviljun sé – að alþjóðabaráttudag gegn eyðimerkurmyndun skuli bera upp á 17. júní, þjóðhátíðardag Íslendinga. Landeyðing víða um heim ógnar fæðuöryggi og vatnsbirgðum, hún veldur samkeppni um landgæði og getur því stuðlað að fólksflótta. Verstu afleiðingarnar birtast jafnvel í átökum og pólitískum öfgum. Með fólksfjölgun og aukinni velferð eykst eftirspurn eftir landbúnaðarafurðum á heimsvísu. Fyrir vikið vex ásókn í land og víða í þróunarríkjum er það mikil áskorun fyrir sveitasamfélög og smábændur að verja eignarrétt sinn á landi. Því er brýnt að standa vörð um eignarréttinn og treysta þann hvata sem bændur hafa til að yrkja jörðina og auka landgæðin. Eins er mikilvægt að tryggja aðgang kvenna að landi og eignar- og erfðarétt þeirra, en hann er víða fótum troðinn. Það er ekki eingöngu lykilatriði til að tryggja grundvallarmannréttindi þeirra, heldur dregur það beinlínis úr fátækt og hungri. Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ áætlar að með því að styrkja stöðu kvenna, auka réttindi þeirra og veita þeim jafnan aðgang og karlar hafa að auðlindum, lánsfé og öðrum aðföngum í landbúnaði geti fæðuframleiðsla í þróunarríkjum aukist um 20-30% og um 150 milljónum manna verið forðað frá hungri.Aukin athygli Sjálfbær og sanngjörn nýting þeirrar auðlindar sem landið býður kallar á aukna athygli ráðamanna um allan heim. Ísland leggur þar sitt af mörkum. Íslensk stjórnvöld starfrækja Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Starfsemi skólans er liður í þróunarsamvinnu Íslands og byggist á góðu samstarfi utanríkisráðuneytisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins. Sextíu og þrír nemar hafa stundað nám við skólann og það er sérstakt ánægjuefni að Landgræðsluskólinn hafi náð því markmiði að hlutfall kynjanna í þessum hópi er jafnt. Þá hafa íslensk stjórnvöld skapað sér leiðandi stöðu varðandi málflutning um landgræðslumál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þar má helst nefna stofnun sérstaks vinahóps 19 ríkja sem leggur málefnum landgræðslu sérstakt lið í þeim tilgangi að tryggja að mikilvægi sjálfbærrar nýtingar lands verði viðurkennt í nýjum markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Af framansögðu má sjá að Ísland leggur baráttunni gegn jarðvegseyðingu, eyðimerkurmyndun og neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga lið með ýmsum hætti. Það er von okkar að Ísland verði áfram málsvari landgræðslu á alþjóðavettvangi og veki athygli á mikilvægi þekkingaruppbyggingar á því sviði.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun