Takk! Agnes M. Sigurðardóttir skrifar 28. maí 2014 08:30 Þær voru glaðar í viðtali í sjónvarpinu sóknarbörnin mín fyrrverandi, fjórar ungar konur í Bolungarvík. Þær eru viljugar til að gefa kost á sér til sveitarstjórnarstarfa í bænum næstu fjögur árin. Þær vilja láta gott af sér leiða og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd sem þær telja að bæti mannlíf og auki velsæld. Þannig er mörgum farið þessa dagana. Þau eru mörg sem hafa vilja til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu og hafa ákveðna framtíðarsýn fyrir byggðarlög sín. Það er stutt til sveitarstjórnarkosninga hér á landi og er frestur til að skila framboðslistum inn til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi liðinn. Það er gott og þakkarvert að fólk vill gefa kost á sér til samfélagslegra verkefna. Umræðan er oft óvægin og athugasemdirnar særandi og lítt uppbyggilegar. Dómharka er þekkt hjá mannkyninu og það er auðvelt að falla í þá gryfju að dæma þegar enga ábyrgð þarf að axla. Það er umhugsunarvert hvers vegna gullna reglan er ekki ofarlega í huga og oftar höfð í heiðri í mannlegum samskiptum sem og í netheimum. „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Hún hvetur okkur til samskipta og samtals og í framhaldi af því til uppbyggilegra framkvæmda. Hún hvetur okkur til þroska þannig að við séum fær um að setja okkur í annarra spor. Þið sem bjóðið ykkur fram hafið sýnt djörfung og kjark. Megi ykkur auðnast að halda þeim eiginleikum í störfum fyrir sveitarfélög ykkar. Ég óska frambjóðendum öllum til hamingju með þá ákvörðun að bjóða sig fram til að vinna sveitarfélagi sínu heilt og þeim sem brautargengi fá velfarnaðar á þeim vegi. Megi kjósendur nýta sér réttinn til áhrifa með því að mæta á kjörstað. Hvert atkvæði skiptir máli og hefur áhrif á niðurstöðu kosninganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Þær voru glaðar í viðtali í sjónvarpinu sóknarbörnin mín fyrrverandi, fjórar ungar konur í Bolungarvík. Þær eru viljugar til að gefa kost á sér til sveitarstjórnarstarfa í bænum næstu fjögur árin. Þær vilja láta gott af sér leiða og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd sem þær telja að bæti mannlíf og auki velsæld. Þannig er mörgum farið þessa dagana. Þau eru mörg sem hafa vilja til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu og hafa ákveðna framtíðarsýn fyrir byggðarlög sín. Það er stutt til sveitarstjórnarkosninga hér á landi og er frestur til að skila framboðslistum inn til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi liðinn. Það er gott og þakkarvert að fólk vill gefa kost á sér til samfélagslegra verkefna. Umræðan er oft óvægin og athugasemdirnar særandi og lítt uppbyggilegar. Dómharka er þekkt hjá mannkyninu og það er auðvelt að falla í þá gryfju að dæma þegar enga ábyrgð þarf að axla. Það er umhugsunarvert hvers vegna gullna reglan er ekki ofarlega í huga og oftar höfð í heiðri í mannlegum samskiptum sem og í netheimum. „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Hún hvetur okkur til samskipta og samtals og í framhaldi af því til uppbyggilegra framkvæmda. Hún hvetur okkur til þroska þannig að við séum fær um að setja okkur í annarra spor. Þið sem bjóðið ykkur fram hafið sýnt djörfung og kjark. Megi ykkur auðnast að halda þeim eiginleikum í störfum fyrir sveitarfélög ykkar. Ég óska frambjóðendum öllum til hamingju með þá ákvörðun að bjóða sig fram til að vinna sveitarfélagi sínu heilt og þeim sem brautargengi fá velfarnaðar á þeim vegi. Megi kjósendur nýta sér réttinn til áhrifa með því að mæta á kjörstað. Hvert atkvæði skiptir máli og hefur áhrif á niðurstöðu kosninganna.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun