Mattheusarpassían lík himnaríki á jörð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. maí 2014 12:30 Ingvar Jón Bates, formaður Kórs Langholtskirkju, segir forréttindi að taka þátt í flutningi Mattheusarpassíunnar. Fréttablaðið/GVA „Það er friður og heiðríkja yfir Mattheusarpassíunni. Hún er dálítið eins og himnaríki á jörð. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í flutningi hennar,“ segir Ingvar Jón Bates Gíslason, formaður Kórs Langholtskirkju. Kórinn ræðst í það stórvirki að flytja Mattheusarpassíuna nú á laugardaginn í kirkjunni, ásamt tvöfaldri hljómsveit, Gradualekór og einsöngvurum. Benedikt Kristjánsson verður í hlutverki guðspjallamannsins, Bergþór Pálsson sem Jesús og Davíð Ólafsson sem Pílatus. Öllu stjórnar svo Jón Stefánsson sem heldur upp á 50 ára starfsafmæli sem organisti og kórstjóri Langholtskirkju. Ingvar Jón segir Mattheusarpassíuna það verk Bachs sem hvað sjaldnast er flutt vegna þess hve stórt það sé í sniðum. „Það eru tvær hljómsveitir og tveir konsertmeistarar sem koma fram," lysir hann og heldur áfram. „Bach var að leika sér með effekta í þessu verki. Kirkjukórnum okkar er splittað upp í tvo kóra sem koma hvor úr sinni áttinni og hljómsveitirnar spila ýmist önnur eða báðar, sterkt eða veikt.“ Þetta er fjórða stóra Bach-tónverkið sem Ingvar Jón syngur í á fjórum árum. Hann tók meðal annars þátt í Jóhannesarpassíunni með Kammerkór Grafarvogskirkju í apríl.Kórinn Kirkjukórnum verður splittað upp í tvo og einnig syngur Gradualekórinn.„Ég söng Jóhannesarpassíuna fyrst 2011 með Mótettukórnum og það var gaman að upplifa hana aftur í síðasta mánuði. Þá lifnaði Mattheusarpassían við fyrir mér. Þó eru þetta ólík tónverk,“ segir Ingvar Jón sem einnig syngur með Mótettukórnum og svo á hinum og þessum stöðum, bæði við útfarir og í öðrum verkefnum. Ingvar Jón er arkitekt að mennt, lærði í Árósum í Danmörku, lauk doktorsnámi í Prag og vann á stofu hér á landi þegar hrunið varð. Nú nemur hann verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík og segir það gríðarlega skemmtilegt enda geti þau fræði nýst á flestum stöðum. Hann fór í meirapróf eftir að hann missti vinnuna og hefur starfað sem bílstjóri á hópferðabílum. „Ég starfa meðal annars hjá Strætó og síðustu tvö sumur hef ég verið í Finnmörku í Noregi og keyrt ferðamenn á nyrsta odda landsins, Nord Kap,“ lýsir hann. En skyldi hann stundum taka lagið fyrir ferðamennina? „Nei, en ég spila klassík af diskum eða stilli á útvarpsstöðina Rondó. Strætófarþegar hafa tekið aukahring með mér því þeir tímdu ekki að fara út í loka-alt-aríunni úr Tristan og Ísold eftir Wagner.“ Menning Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Það er friður og heiðríkja yfir Mattheusarpassíunni. Hún er dálítið eins og himnaríki á jörð. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í flutningi hennar,“ segir Ingvar Jón Bates Gíslason, formaður Kórs Langholtskirkju. Kórinn ræðst í það stórvirki að flytja Mattheusarpassíuna nú á laugardaginn í kirkjunni, ásamt tvöfaldri hljómsveit, Gradualekór og einsöngvurum. Benedikt Kristjánsson verður í hlutverki guðspjallamannsins, Bergþór Pálsson sem Jesús og Davíð Ólafsson sem Pílatus. Öllu stjórnar svo Jón Stefánsson sem heldur upp á 50 ára starfsafmæli sem organisti og kórstjóri Langholtskirkju. Ingvar Jón segir Mattheusarpassíuna það verk Bachs sem hvað sjaldnast er flutt vegna þess hve stórt það sé í sniðum. „Það eru tvær hljómsveitir og tveir konsertmeistarar sem koma fram," lysir hann og heldur áfram. „Bach var að leika sér með effekta í þessu verki. Kirkjukórnum okkar er splittað upp í tvo kóra sem koma hvor úr sinni áttinni og hljómsveitirnar spila ýmist önnur eða báðar, sterkt eða veikt.“ Þetta er fjórða stóra Bach-tónverkið sem Ingvar Jón syngur í á fjórum árum. Hann tók meðal annars þátt í Jóhannesarpassíunni með Kammerkór Grafarvogskirkju í apríl.Kórinn Kirkjukórnum verður splittað upp í tvo og einnig syngur Gradualekórinn.„Ég söng Jóhannesarpassíuna fyrst 2011 með Mótettukórnum og það var gaman að upplifa hana aftur í síðasta mánuði. Þá lifnaði Mattheusarpassían við fyrir mér. Þó eru þetta ólík tónverk,“ segir Ingvar Jón sem einnig syngur með Mótettukórnum og svo á hinum og þessum stöðum, bæði við útfarir og í öðrum verkefnum. Ingvar Jón er arkitekt að mennt, lærði í Árósum í Danmörku, lauk doktorsnámi í Prag og vann á stofu hér á landi þegar hrunið varð. Nú nemur hann verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík og segir það gríðarlega skemmtilegt enda geti þau fræði nýst á flestum stöðum. Hann fór í meirapróf eftir að hann missti vinnuna og hefur starfað sem bílstjóri á hópferðabílum. „Ég starfa meðal annars hjá Strætó og síðustu tvö sumur hef ég verið í Finnmörku í Noregi og keyrt ferðamenn á nyrsta odda landsins, Nord Kap,“ lýsir hann. En skyldi hann stundum taka lagið fyrir ferðamennina? „Nei, en ég spila klassík af diskum eða stilli á útvarpsstöðina Rondó. Strætófarþegar hafa tekið aukahring með mér því þeir tímdu ekki að fara út í loka-alt-aríunni úr Tristan og Ísold eftir Wagner.“
Menning Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira