Rússar vilja ekki frekari innlimun Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. maí 2014 07:48 Alexander Malyhin, formaður kjörnefndar í Luhansk, lýsir yfir sigri sjálfstæðissinna.fréttablaðið/AP Rússnesk stjórnvöld hvetja Úkraínustjórn til þess að hefja alvöru viðræður við uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu. Skrifstofa Pútíns Rússlandsforseta leggur til að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hafi milligöngu um slíkar viðræður. Rússar sýna því hins vegar engan áhuga, enn sem komið er í það minnsta, að innlima héruðin Donetsk og Luhansk þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem uppreisnarmenn efndu til í þessum héruðum á sunnudag. Uppreisnarmenn lýstu því yfir í gær að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda í báðum héruðum hefði samþykkt að lýst yrði yfir sjálfstæði. Uppreisnarmenn í Donetsk tóku síðan næsta skref og lýstu yfir sjálfstæði héraðsins, en í Luhansk gengu menn ekki svo langt heldur létu sér nægja að lýsa yfir að þeir myndu ekki taka þátt í forsetakosningum í Úkraínu, sem haldnar verða síðar í þessum mánuði. Í Donetsk voru 89 prósent kjósenda sögð hafa samþykkt þetta, en í Luhansk 96 prósent. Kosningaþátttakan er sögð hafa verið 75 prósent í Donetsk, en 73 prósent í Luhansk. Engin leið hefur verið að sannreyna þessar tölur, þar sem alþjóðlegt kosningaeftirlit var ekki haft með þessum kosningum. Úkraínustjórn segir kosningarnar hafa verið farsa, sem enginn geti tekið mark á. „Þessi farsi, sem hryðjuverkamenn kalla þjóðaratkvæðagreiðslu, mun ekki hafa neinar lagalegar afleiðingar nema saknæma ábyrgð þeirra sem skipulögðu hana,“ sagði Oleksandr Túrtsjínov, sem til bráðabirgða gegnir embætti forseta Úkraínu. Rússar brugðust snöggt við eftir að sambærilegar kosningar voru haldnar í skyndi á Krímskaga í síðasta mánuði. Uppreisnarmenn þar lýstu yfir sjálfstæði og óskuðu eftir sameiningu við Rússland, og Rússar innlimuðu héraðið stuttu síðar. „Við höfum séð að stjórnin í Moskvu er til í viðræður,“ segir Didier Burkhalter, forseti Sviss, sem nú fer með formennsku í ÖSE. Burkhalter ræddi við Pútín í síðustu viku og lagði fyrir hann hugmyndir að lausn á deilunni. Að fundi þeirra loknum breyttist tónn Pútíns og hann tók að hvetja uppreisnarmenn til að fresta kosningum um sjálfstæði. Úkraína Tengdar fréttir Steinmeier reynir að miðla málum Utanríkisráðherra Þjóðverja, Frank-Walter Steinmeier er væntanlegur til Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu í dag. 13. maí 2014 07:54 Atkvæðagreiðslan „ómarktæk með öllu“ Yfirvöld í Úkraínu og á Vesturlöndum fordæma þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fór fram í austurhluta landsins í gær. 12. maí 2014 10:56 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld hvetja Úkraínustjórn til þess að hefja alvöru viðræður við uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu. Skrifstofa Pútíns Rússlandsforseta leggur til að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hafi milligöngu um slíkar viðræður. Rússar sýna því hins vegar engan áhuga, enn sem komið er í það minnsta, að innlima héruðin Donetsk og Luhansk þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem uppreisnarmenn efndu til í þessum héruðum á sunnudag. Uppreisnarmenn lýstu því yfir í gær að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda í báðum héruðum hefði samþykkt að lýst yrði yfir sjálfstæði. Uppreisnarmenn í Donetsk tóku síðan næsta skref og lýstu yfir sjálfstæði héraðsins, en í Luhansk gengu menn ekki svo langt heldur létu sér nægja að lýsa yfir að þeir myndu ekki taka þátt í forsetakosningum í Úkraínu, sem haldnar verða síðar í þessum mánuði. Í Donetsk voru 89 prósent kjósenda sögð hafa samþykkt þetta, en í Luhansk 96 prósent. Kosningaþátttakan er sögð hafa verið 75 prósent í Donetsk, en 73 prósent í Luhansk. Engin leið hefur verið að sannreyna þessar tölur, þar sem alþjóðlegt kosningaeftirlit var ekki haft með þessum kosningum. Úkraínustjórn segir kosningarnar hafa verið farsa, sem enginn geti tekið mark á. „Þessi farsi, sem hryðjuverkamenn kalla þjóðaratkvæðagreiðslu, mun ekki hafa neinar lagalegar afleiðingar nema saknæma ábyrgð þeirra sem skipulögðu hana,“ sagði Oleksandr Túrtsjínov, sem til bráðabirgða gegnir embætti forseta Úkraínu. Rússar brugðust snöggt við eftir að sambærilegar kosningar voru haldnar í skyndi á Krímskaga í síðasta mánuði. Uppreisnarmenn þar lýstu yfir sjálfstæði og óskuðu eftir sameiningu við Rússland, og Rússar innlimuðu héraðið stuttu síðar. „Við höfum séð að stjórnin í Moskvu er til í viðræður,“ segir Didier Burkhalter, forseti Sviss, sem nú fer með formennsku í ÖSE. Burkhalter ræddi við Pútín í síðustu viku og lagði fyrir hann hugmyndir að lausn á deilunni. Að fundi þeirra loknum breyttist tónn Pútíns og hann tók að hvetja uppreisnarmenn til að fresta kosningum um sjálfstæði.
Úkraína Tengdar fréttir Steinmeier reynir að miðla málum Utanríkisráðherra Þjóðverja, Frank-Walter Steinmeier er væntanlegur til Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu í dag. 13. maí 2014 07:54 Atkvæðagreiðslan „ómarktæk með öllu“ Yfirvöld í Úkraínu og á Vesturlöndum fordæma þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fór fram í austurhluta landsins í gær. 12. maí 2014 10:56 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Steinmeier reynir að miðla málum Utanríkisráðherra Þjóðverja, Frank-Walter Steinmeier er væntanlegur til Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu í dag. 13. maí 2014 07:54
Atkvæðagreiðslan „ómarktæk með öllu“ Yfirvöld í Úkraínu og á Vesturlöndum fordæma þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fór fram í austurhluta landsins í gær. 12. maí 2014 10:56