Að gera hreint fyrir sínum dyrum Jón Bjarnason skrifar 9. apríl 2014 07:00 Er það að furða þótt forystumenn stóru sveitarfélaganna gráti afturköllun umsóknarinnar? Hver vill ekki geta fengið frítt far til Brüssel, hótel og umslag fullt af evrum í vasann og gæluverkefnastyrki úr sjóðum Evrópusambandsins? Hvert sveitarfélagið á fætur öðru ályktar nú um að áfram skuli haldið aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið. Á þessu eru þó sem betur fer heiðarlegar undantekningar. Fyrst var það stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga með borgarstjóraefnin Halldór Halldórsson og Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar. Stjórn sambandsins sendi út yfirlýsingu nú í febrúar um að umsóknarferlið væri gríðarlegt hagsmunamál sveitarfélaganna. Á eftir þeim kom svo Reykjavíkurborg sjálf með áskorun um að halda innlimunarferlinu áfram. Þá fylgdu Kópavogur og Hafnarfjörður á eftir sem ekki vildu vera minni menn í þessum efnum. Filippus Makedóníukonungur, faðir Alexanders mikla, sagði að engir borgarmúrar væri það háir að asni klyfjaður gulli kæmist ekki þar yfir. Það eru vafalaust orð að sönnu. Sveitarstjórnarfólkið sem nú er að álykta veit vel að umsóknin var komin í strand og ferlinu verður ekki haldið áfram nema Alþingi falli fyrst frá þeim fyrirvörum sem settir voru með umsókninni, þar á meðal fullveldi og forræði yfir fiskveiðiauðlindinni. Það er hins vegar ófrávíkjanleg krafa ESB að forræði fiskveiðiauðlindarinnar fari undir sameiginlega stjórn ESB í Brüssel. Krafa sveitarstjórnarmanna í þessum bæjarfélögunum um áframhald samninga er jafnframt krafa um að gefnir séu eftir þeir grundvallarfyrirvarar sem settir voru af Alþingi fyrir samningum í upphafi.Fullt af evrum í vasann Ég velti því fyrir mér hvort allur almenningur veit hvað hefur gengið stanslaust á síðustu misseri í utanferðum til Brüssel. Ótrúlegur fjöldi, heilar hópferðir sveitarstjórnarmanna, starfsmanna bæjarfélaga, fyrirtækja og félagasamtaka og fjölmiðla hafa streymt í svokallaðar „kynnisferðir“ til Brüssel. Það er „sendiráð“ Evrópusambandsins hér á landi sem hefur milligöngu um þessar heimsóknir samkvæmt sérstakri áætlun (European Union Visitors Program). Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu „sendiráðsins“ eru þessar heimsóknir fjármagnaðar af Evrópuþinginu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. En þar segir: „Markmiðið er að auka tengsl og gagnkvæma þekkingu á ESB og viðkomandi landi. Hver heimsókn stendur yfir í 5 til 8 daga og er sniðin að þörfum hvers og eins. ESB greiðir fyrir ferðir og uppihald.“ Og hverjir eru það sem geta tekið þátt og þegið þessi boð? Jú, þeir sem „starfa í stjórnmálum, stjórnsýslu, hjá fjölmiðlum, hagsmunasamtökum eða við fræðastörf“.„Asninn klyfjaður gulli“ Og hvað er í boði? Jú, frítt far frá heimastað til Brüssel, ókeypis dvöl á hóteli með morgunmat og nokkur hundruð evrur í eyðslufé, afhentar í umslagi við komuna til Brüssel. Ég veit um tiltekin dæmi, 340 evrur í vasann fyrir fjögurra daga ferð. Það væri fróðlegt að vita hve margir tugir ef ekki hundruð sveitarstjórnarmanna og starfsmanna á þeirra vegum svo og fjölmiðla og hagsmunasamtaka hafa fengið slík boð og þegið jafnvel oftar en einu sinni. Er það að furða þótt forystumenn stóru sveitarfélaganna gráti afturköllun umsóknarinnar? Hver vill ekki geta fengið frítt far til Brüssel, hótel og umslag fullt af evrum í vasann? Er að furða þótt borgarmúrarnir falli þegar gullið birtist?Geri hreint fyrir sínum dyrum Mér finnst það eðlileg lágmarkskrafa að þau sveitarfélög sem nú álykta um áframhald aðlögunarviðræðna við ESB upplýsi hvað þau og einstaka sveitarstjórnarmenn og starfsfólk á þeirra vegum hafa fengið í slíkum framlögum frá ESB. Jafnframt væri fróðlegt að vita hvað félagsmenn, starfsmenn og stjórnarmenn þeirra samtaka og fyrirtækja sem nú beita sér harðast fyrir áframhaldandi aðlögunarferli að ESB og inngöngu í sambandið hafa þegið í slíkum greiðslum. Fjölmiðlafólk er sérstaklega nefnt í „heimsóknaráætlun“ Evrópusambandsins. Kannski ætti það líka að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Er það að furða þótt forystumenn stóru sveitarfélaganna gráti afturköllun umsóknarinnar? Hver vill ekki geta fengið frítt far til Brüssel, hótel og umslag fullt af evrum í vasann og gæluverkefnastyrki úr sjóðum Evrópusambandsins? Hvert sveitarfélagið á fætur öðru ályktar nú um að áfram skuli haldið aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið. Á þessu eru þó sem betur fer heiðarlegar undantekningar. Fyrst var það stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga með borgarstjóraefnin Halldór Halldórsson og Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar. Stjórn sambandsins sendi út yfirlýsingu nú í febrúar um að umsóknarferlið væri gríðarlegt hagsmunamál sveitarfélaganna. Á eftir þeim kom svo Reykjavíkurborg sjálf með áskorun um að halda innlimunarferlinu áfram. Þá fylgdu Kópavogur og Hafnarfjörður á eftir sem ekki vildu vera minni menn í þessum efnum. Filippus Makedóníukonungur, faðir Alexanders mikla, sagði að engir borgarmúrar væri það háir að asni klyfjaður gulli kæmist ekki þar yfir. Það eru vafalaust orð að sönnu. Sveitarstjórnarfólkið sem nú er að álykta veit vel að umsóknin var komin í strand og ferlinu verður ekki haldið áfram nema Alþingi falli fyrst frá þeim fyrirvörum sem settir voru með umsókninni, þar á meðal fullveldi og forræði yfir fiskveiðiauðlindinni. Það er hins vegar ófrávíkjanleg krafa ESB að forræði fiskveiðiauðlindarinnar fari undir sameiginlega stjórn ESB í Brüssel. Krafa sveitarstjórnarmanna í þessum bæjarfélögunum um áframhald samninga er jafnframt krafa um að gefnir séu eftir þeir grundvallarfyrirvarar sem settir voru af Alþingi fyrir samningum í upphafi.Fullt af evrum í vasann Ég velti því fyrir mér hvort allur almenningur veit hvað hefur gengið stanslaust á síðustu misseri í utanferðum til Brüssel. Ótrúlegur fjöldi, heilar hópferðir sveitarstjórnarmanna, starfsmanna bæjarfélaga, fyrirtækja og félagasamtaka og fjölmiðla hafa streymt í svokallaðar „kynnisferðir“ til Brüssel. Það er „sendiráð“ Evrópusambandsins hér á landi sem hefur milligöngu um þessar heimsóknir samkvæmt sérstakri áætlun (European Union Visitors Program). Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu „sendiráðsins“ eru þessar heimsóknir fjármagnaðar af Evrópuþinginu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. En þar segir: „Markmiðið er að auka tengsl og gagnkvæma þekkingu á ESB og viðkomandi landi. Hver heimsókn stendur yfir í 5 til 8 daga og er sniðin að þörfum hvers og eins. ESB greiðir fyrir ferðir og uppihald.“ Og hverjir eru það sem geta tekið þátt og þegið þessi boð? Jú, þeir sem „starfa í stjórnmálum, stjórnsýslu, hjá fjölmiðlum, hagsmunasamtökum eða við fræðastörf“.„Asninn klyfjaður gulli“ Og hvað er í boði? Jú, frítt far frá heimastað til Brüssel, ókeypis dvöl á hóteli með morgunmat og nokkur hundruð evrur í eyðslufé, afhentar í umslagi við komuna til Brüssel. Ég veit um tiltekin dæmi, 340 evrur í vasann fyrir fjögurra daga ferð. Það væri fróðlegt að vita hve margir tugir ef ekki hundruð sveitarstjórnarmanna og starfsmanna á þeirra vegum svo og fjölmiðla og hagsmunasamtaka hafa fengið slík boð og þegið jafnvel oftar en einu sinni. Er það að furða þótt forystumenn stóru sveitarfélaganna gráti afturköllun umsóknarinnar? Hver vill ekki geta fengið frítt far til Brüssel, hótel og umslag fullt af evrum í vasann? Er að furða þótt borgarmúrarnir falli þegar gullið birtist?Geri hreint fyrir sínum dyrum Mér finnst það eðlileg lágmarkskrafa að þau sveitarfélög sem nú álykta um áframhald aðlögunarviðræðna við ESB upplýsi hvað þau og einstaka sveitarstjórnarmenn og starfsfólk á þeirra vegum hafa fengið í slíkum framlögum frá ESB. Jafnframt væri fróðlegt að vita hvað félagsmenn, starfsmenn og stjórnarmenn þeirra samtaka og fyrirtækja sem nú beita sér harðast fyrir áframhaldandi aðlögunarferli að ESB og inngöngu í sambandið hafa þegið í slíkum greiðslum. Fjölmiðlafólk er sérstaklega nefnt í „heimsóknaráætlun“ Evrópusambandsins. Kannski ætti það líka að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum?
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun