Teitur getur skráð nafn sitt í sögubækurnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2014 06:00 Teitur er kominn með Stjörnuna í undanúrslit. Vísir/Daníel Teitur Örlygsson getur í kvöld brotið blað í sögu úrslitakeppninnar hér á landi með því að verða fyrstur til að vinna 100 sigra, bæði sem leikmaður og þjálfari. Teitur á langan feril að baki í meistaraflokki og varð á sínum tíma tíu sinnum Íslandsmeistari með liði Njarðvíkur. Teitur vann 78 leiki í úrslitakeppni sem leikmaður og er nú kominn með 21 sigur sem þjálfari Stjörnunnar. Fyrr í vetur var greint frá því að Teitur myndi hætta með liðið í lok tímabilsins en í kvöld hefst rimma Stjörnunnar gegn deildarmeisturum KR í undanúrslitum úrslitakeppni Domino‘s-deildar karla. Teitur fær þá tækifæri til að komast fyrstur manna í 100 sigra. „Það er bara gaman að þessu – ég vona bara að það takist,“ sagði Teitur hógvær í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann veit þó að það verður erfitt verkefni að stöðva KR-inga sem sópuðu Snæfelli út úr 8-liða úrslitunum. „KR hefur spilað gríðarlega vel í vetur en við getum þó leyft okkur að fara í þessa rimmu án þess að vera með mikla pressu á okkur,“ segir Teitur enda segir hann gott sjálfstraust í liðinu eftir að Stjörnumenn gerðu sér lítið fyrir og slógu sterkt lið Keflvíkinga úr leik í 8-liða úrslitunum, 3-0. „Við mætum því óhræddir í Vesturbæinn,“ bætir hann við. „Það er gaman hjá okkur og góður andi í hópnum. Maður kemst langt á sjálfstraustinu.“Justin Shouse spilaði frábærlega gegn Keflavík.Vísir/DaníelÞurfum framlag frá bekknum Teitur segir að það verði erfitt að verjast KR-ingum sem eru með afar heilsteypt lið. „Fyrstu 6-7 mennirnir í hópnum eru mjög sterkir og það sést enginn munur á liðinu eftir því hvaða fimm spila hverju sinni. Við þurfum því líka að fá framlag frá bekknum okkar,“ segir Teitur og bætir við að baráttan muni skila mönnum miklu sem endranær. Miklu munaði um framlag JustinsShouse í rimmunni gegn Keflavík en hann átti frábæra leiki og virðist kominn aftur í sitt besta form eftir meiðsli í vetur. „Hann er mun fljótari og maður sér mikinn mun á einföldustu hlutum sem hann gerir. Við sjáum núna hvað meiðslin gerðu honum mikinn grikk í vetur.“ Stjörnunni gekk ekki sem skyldi í deildarkeppninni í vetur en Teitur segir að það hafi stundum verið erfitt að fullmanna æfingar. „Það hafa verið meiri meiðsli á þessu tímabili en öll hin fjögur árin mín hjá Stjörnunni til samans.“Marvin Valdimarsson skoraði sigurkörfuna í þriðja leiknum gegn Keflavík.Vísir/DaníelMeð fleiri framlagsstig Hann segir enga ástæðu til að óttast KR-inga sérstaklega, ekki síst þar sem báðir leikir liðsins í vetur voru spennandi. „Við töpuðum þeim samanlagt með sjö stigum og vorum með fleiri framlagsstig leikmanna í báðum leikjum þrátt fyrir að tapa. Það gerist ekki oft,“ segir Teitur og bætir við að hann hafi farið vel yfir mistök sinna manna í þessum leikjum. „Það eru ákveðnir hlutur sem maður má ekki klikka á gegn KR því þá verður manni bara refsað.“ Teitur segir að hans menn hafi farið mjög langt á góðri skotnýtingu í leikjunum við Keflavík og að það þýði ekki að stóla á það endalaust. „Í raun spilaði Keflavík betur en við í þriðja leiknum en við unnum bara með góðri hittni. Það gerist ekki oft og við verðum að passa okkur á að hafa sóknarleik okkar í góðu jafnvægi. Við þurfum að velja skot okkar af skynsemi.“ Flestir sigrar í úrslitakeppni: 99 - Teitur Örlygsson (78 sem leikmaður, 21 sem þjálfari) 98 - Guðjón Skúlason (79 sem leikmaður, 19 sem þjálfari) 98 - Sigurður Ingimundarson (33 sem leikmaður, 65 sem þjálfari) 90 - Gunnar Einarsson (90 sem leikmaður)Sigrar Teits Örlygssonar.Graf/Fréttablaðið Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Teitur Örlygsson getur í kvöld brotið blað í sögu úrslitakeppninnar hér á landi með því að verða fyrstur til að vinna 100 sigra, bæði sem leikmaður og þjálfari. Teitur á langan feril að baki í meistaraflokki og varð á sínum tíma tíu sinnum Íslandsmeistari með liði Njarðvíkur. Teitur vann 78 leiki í úrslitakeppni sem leikmaður og er nú kominn með 21 sigur sem þjálfari Stjörnunnar. Fyrr í vetur var greint frá því að Teitur myndi hætta með liðið í lok tímabilsins en í kvöld hefst rimma Stjörnunnar gegn deildarmeisturum KR í undanúrslitum úrslitakeppni Domino‘s-deildar karla. Teitur fær þá tækifæri til að komast fyrstur manna í 100 sigra. „Það er bara gaman að þessu – ég vona bara að það takist,“ sagði Teitur hógvær í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann veit þó að það verður erfitt verkefni að stöðva KR-inga sem sópuðu Snæfelli út úr 8-liða úrslitunum. „KR hefur spilað gríðarlega vel í vetur en við getum þó leyft okkur að fara í þessa rimmu án þess að vera með mikla pressu á okkur,“ segir Teitur enda segir hann gott sjálfstraust í liðinu eftir að Stjörnumenn gerðu sér lítið fyrir og slógu sterkt lið Keflvíkinga úr leik í 8-liða úrslitunum, 3-0. „Við mætum því óhræddir í Vesturbæinn,“ bætir hann við. „Það er gaman hjá okkur og góður andi í hópnum. Maður kemst langt á sjálfstraustinu.“Justin Shouse spilaði frábærlega gegn Keflavík.Vísir/DaníelÞurfum framlag frá bekknum Teitur segir að það verði erfitt að verjast KR-ingum sem eru með afar heilsteypt lið. „Fyrstu 6-7 mennirnir í hópnum eru mjög sterkir og það sést enginn munur á liðinu eftir því hvaða fimm spila hverju sinni. Við þurfum því líka að fá framlag frá bekknum okkar,“ segir Teitur og bætir við að baráttan muni skila mönnum miklu sem endranær. Miklu munaði um framlag JustinsShouse í rimmunni gegn Keflavík en hann átti frábæra leiki og virðist kominn aftur í sitt besta form eftir meiðsli í vetur. „Hann er mun fljótari og maður sér mikinn mun á einföldustu hlutum sem hann gerir. Við sjáum núna hvað meiðslin gerðu honum mikinn grikk í vetur.“ Stjörnunni gekk ekki sem skyldi í deildarkeppninni í vetur en Teitur segir að það hafi stundum verið erfitt að fullmanna æfingar. „Það hafa verið meiri meiðsli á þessu tímabili en öll hin fjögur árin mín hjá Stjörnunni til samans.“Marvin Valdimarsson skoraði sigurkörfuna í þriðja leiknum gegn Keflavík.Vísir/DaníelMeð fleiri framlagsstig Hann segir enga ástæðu til að óttast KR-inga sérstaklega, ekki síst þar sem báðir leikir liðsins í vetur voru spennandi. „Við töpuðum þeim samanlagt með sjö stigum og vorum með fleiri framlagsstig leikmanna í báðum leikjum þrátt fyrir að tapa. Það gerist ekki oft,“ segir Teitur og bætir við að hann hafi farið vel yfir mistök sinna manna í þessum leikjum. „Það eru ákveðnir hlutur sem maður má ekki klikka á gegn KR því þá verður manni bara refsað.“ Teitur segir að hans menn hafi farið mjög langt á góðri skotnýtingu í leikjunum við Keflavík og að það þýði ekki að stóla á það endalaust. „Í raun spilaði Keflavík betur en við í þriðja leiknum en við unnum bara með góðri hittni. Það gerist ekki oft og við verðum að passa okkur á að hafa sóknarleik okkar í góðu jafnvægi. Við þurfum að velja skot okkar af skynsemi.“ Flestir sigrar í úrslitakeppni: 99 - Teitur Örlygsson (78 sem leikmaður, 21 sem þjálfari) 98 - Guðjón Skúlason (79 sem leikmaður, 19 sem þjálfari) 98 - Sigurður Ingimundarson (33 sem leikmaður, 65 sem þjálfari) 90 - Gunnar Einarsson (90 sem leikmaður)Sigrar Teits Örlygssonar.Graf/Fréttablaðið
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira