Freyr: Líka búin að vinna svo marga litla sigra á leiðinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2014 07:30 Freyr Alexandersson fagnar góðum úrslitum ásamt Hallberu Gíslasdóttur. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson „Ég er mjög sáttur. Þetta er frábær árangur og svo erum við búin að vinna svo marga litla sigra á leiðinni sem eru ekki síður mikilvægir,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið. Hann stýrði stelpunum okkar til sigurs gegn Svíþjóð í leiknum um þriðja sæti á Algarve-mótinu í gær og vann því til bronsverðlauna í sinni fyrstu ferð á þetta sterka mót sem þjálfari. „Það sem ég tek fyrst og fremst með okkur út úr þessu móti er að við náðum tökum á leikfræðilegum atriðum eins og hápressunni sem er búin að skila okkur gríðarlega miklu. Við náðum einnig tökum á sóknarleiknum og héldum boltanum betur. Þá lesum við veikleika andstæðinga okkar betur og nýtum okkur þá, sem ég er mjög ánægður með. Svo er alltaf í þessu liði þessi íslenska geðveiki og samkennd sem er svo gaman að vera hluti af,“ segir Freyr. Hann fór inn í mótið með mjög markvissar hugmynd um hvað hann vildi gera. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir fyrsta leik sagðist hann líta á riðlakeppnina sem þrjú verkefni. Eins ætlaði hann að gefa fleiri leikmönnum tækifæri sem hann og gerði. „Í fljótu bragði held ég að allt sem við lögðum upp með hafi heppnast. Öll þau markmið sem við settum okkur gengu eftir og svo bættum við ofan á það. Þessi árangur sem við náum er ekki það sem við einbeittum okkur að. Hann er bara risabónus,“ segir Freyr sem hóf ferilinn sem landsliðsþjálfari með vondu tapi gegn Sviss eftir að vera með liðið í stuttan tíma. „Sviss-leikinn upplifði ég sem erfitt verkefni, ég get alveg viðurkennt það. Það var búið að vera langt ár hjá stelpunum og í raun alveg ómarktækt enda mikið gengið á. Við þjálfarateymið vitum alveg hvert við ætlum með hópinn og trúum að það sem við erum að gera sé rétt.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
„Ég er mjög sáttur. Þetta er frábær árangur og svo erum við búin að vinna svo marga litla sigra á leiðinni sem eru ekki síður mikilvægir,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið. Hann stýrði stelpunum okkar til sigurs gegn Svíþjóð í leiknum um þriðja sæti á Algarve-mótinu í gær og vann því til bronsverðlauna í sinni fyrstu ferð á þetta sterka mót sem þjálfari. „Það sem ég tek fyrst og fremst með okkur út úr þessu móti er að við náðum tökum á leikfræðilegum atriðum eins og hápressunni sem er búin að skila okkur gríðarlega miklu. Við náðum einnig tökum á sóknarleiknum og héldum boltanum betur. Þá lesum við veikleika andstæðinga okkar betur og nýtum okkur þá, sem ég er mjög ánægður með. Svo er alltaf í þessu liði þessi íslenska geðveiki og samkennd sem er svo gaman að vera hluti af,“ segir Freyr. Hann fór inn í mótið með mjög markvissar hugmynd um hvað hann vildi gera. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir fyrsta leik sagðist hann líta á riðlakeppnina sem þrjú verkefni. Eins ætlaði hann að gefa fleiri leikmönnum tækifæri sem hann og gerði. „Í fljótu bragði held ég að allt sem við lögðum upp með hafi heppnast. Öll þau markmið sem við settum okkur gengu eftir og svo bættum við ofan á það. Þessi árangur sem við náum er ekki það sem við einbeittum okkur að. Hann er bara risabónus,“ segir Freyr sem hóf ferilinn sem landsliðsþjálfari með vondu tapi gegn Sviss eftir að vera með liðið í stuttan tíma. „Sviss-leikinn upplifði ég sem erfitt verkefni, ég get alveg viðurkennt það. Það var búið að vera langt ár hjá stelpunum og í raun alveg ómarktækt enda mikið gengið á. Við þjálfarateymið vitum alveg hvert við ætlum með hópinn og trúum að það sem við erum að gera sé rétt.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira