Foreldrar fá ekki að sjá niðurstöður PISA könnunarinnar Jóhannes Stefánsson skrifar 5. mars 2014 23:00 Foreldrarnir munu ekki fá að sjá samanburð á milli skóla í prófinu. Fréttablaðið/HAG Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hafnaði í gær tillögu um að aflétta leynd af frammistöðu reykvískra grunnskóla í PISA-könnuninni á lesskilningi grunnskólanemenda. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu eftir því að foreldrar fengju að sjá sundurgreindar upplýsingar um árangur hvers skóla í einstökum greinum. Tillagan var felld með fimm atkvæðum meirihlutans. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að markmið tillögunar sé að „tryggja að foreldrar fái tiltækar upplýsingar um árangur einstakra skóla og hvetja til upplýstrar umræðu um kennsluhætti og námsárangur.“ Í bókun meirihlutans og fulltrúa kennara og skólastjóra segir að viðhorf minnihlutans einkennist af „gamaldags sýn þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt.“ Eva Einarsdóttir, fulltrúi Besta flokksins í nefndinni, segir hag skólanna og nemendanna sjálfra ekki felast í því að auglýsa hvaða skólar standi sig vel og hverjir illa í könnuninni. „Við eigum ekki bara að keppa í skólastarfi heldur líka að láta fólki líða vel,“ segir Eva og bætir við: „Mér finnst mikilvægt að foreldrar horfi í sinn heimahag. Er mikilvægast að foreldrar í Vesturbæ viti allt um hvað foreldrar í Grafarholti eru að gera og öfugt?“Bókun minnihlutans í heild sinniFulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að fulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Vinstri grænna skuli fella tillögu um að niðurstöður reykvískra grunnskóla í PISA-könnun 2012 verði gerðar opinberar með því að senda þær til viðkomandi skjólastjórnenda, skólaráðs og stjórn foreldrafélags. Markmið tillögunnar er að tryggja að foreldrar fái tiltækar upplýsingar um árangur einstakra skóla og hvetja til upplýstrar umræðu um kennsluhætti og námsárangur. Markmið tillögunnar er ekki að etja skólum saman og benda í ásökunarstíl á þann skóla sem er verstur eins og fullyrt er í ómálefnalegri bókun meirihlutans. Rétt er að benda á að niðurstöður einstakra skóla í samræmdum prófum hafa verið birtar frá aldamótum og viðurkenna nú flestir að birting slíkra upplýsinga sé til góðs og veiti foreldrum mikilvægar upplýsingar um skóla barna þeirra. Á Íslandi er sjálfstæði skóla mikið, sem er góðs viti, en samkvæmt rannsóknum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) kemur í ljós að ef upplýsingar um árangur eru ekki tiltækar foreldrum og skólasamfélagi, þá vinnur það gegn kostum þess að skólar hafi mikið sjálfstæði. Því er það mjög mikilvægt að allir aðilar skólasamfélagsins hafi fjölbreytt gögn til að tryggja enn frekar gæði skólastarfsins.Bókun meirihlutans í heild sinniUm margra ára skeið hafa skólar nýtt sér niðurstöður úr prófum og skimunum til umbóta. Hver skóli fær allar upplýsingar um niðurstöður sinna nemenda, hvort útkoman sé betri eða lakari en fyrri ár og um stöðu skólans í samanburði við aðra skóla í borginni. Skóla- og frístundasvið birtir ekki lista yfir bestu og lökustu útkomuna og styður ekki þá hugmyndafræði að etja skólum saman í samkeppni á grunni niðurstaðna í prófum. Fyrst og síðast keppa skólar að því marki að ná framförum með sinn nemendahóp og gera betur á milli ára. Stjórnendur ræða niðurstöður í skólaráði þar sem foreldrar, kennarar og nemendur sitja við sama borð og eru fulltrúar fyrir sína hagsmunahópa í skólasamfélaginu. Skólaráð njóta fulls trausts til að ræða og taka ákvörðun um það hvernig kynning á niðurstöðum og umbótavinnu skólans fer fram og fara mismunandi leiðir til þess. Skólayfirvöld treysta fagfólki skólanna vel til að vinna með allar niðurstöður prófa og nýta þær til ígrundunar og umbóta á hverjum stað.Lykill að góðri skólaþróun er ekki að benda í ásökunarstíl á þann sem er verstur og hampa þeim sem er bestur hverju sinni á grundvelli einkunna. Lykill að góðri skólaþróun er að vinna jafnt og þétt að þróun markvissra kennsluhátta og fjölbreytts námsmats sem er í senn árangursmiðað en jafnframt styðjandi. Fagfólk skólanna ígrundar niðurstöður sinna nemenda og útfærir umbótaáætlun á þeim grunni. Vandséð er hvernig þeim mun ganga betur í þeirri vinnu með því að kjörnir fulltrúar hafi eingöngu áhuga á því að mata fjölmiðla á því hver er bestur og hver er verstur samkvæmt gamaldags sýn þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hafnaði í gær tillögu um að aflétta leynd af frammistöðu reykvískra grunnskóla í PISA-könnuninni á lesskilningi grunnskólanemenda. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu eftir því að foreldrar fengju að sjá sundurgreindar upplýsingar um árangur hvers skóla í einstökum greinum. Tillagan var felld með fimm atkvæðum meirihlutans. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að markmið tillögunar sé að „tryggja að foreldrar fái tiltækar upplýsingar um árangur einstakra skóla og hvetja til upplýstrar umræðu um kennsluhætti og námsárangur.“ Í bókun meirihlutans og fulltrúa kennara og skólastjóra segir að viðhorf minnihlutans einkennist af „gamaldags sýn þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt.“ Eva Einarsdóttir, fulltrúi Besta flokksins í nefndinni, segir hag skólanna og nemendanna sjálfra ekki felast í því að auglýsa hvaða skólar standi sig vel og hverjir illa í könnuninni. „Við eigum ekki bara að keppa í skólastarfi heldur líka að láta fólki líða vel,“ segir Eva og bætir við: „Mér finnst mikilvægt að foreldrar horfi í sinn heimahag. Er mikilvægast að foreldrar í Vesturbæ viti allt um hvað foreldrar í Grafarholti eru að gera og öfugt?“Bókun minnihlutans í heild sinniFulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að fulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Vinstri grænna skuli fella tillögu um að niðurstöður reykvískra grunnskóla í PISA-könnun 2012 verði gerðar opinberar með því að senda þær til viðkomandi skjólastjórnenda, skólaráðs og stjórn foreldrafélags. Markmið tillögunnar er að tryggja að foreldrar fái tiltækar upplýsingar um árangur einstakra skóla og hvetja til upplýstrar umræðu um kennsluhætti og námsárangur. Markmið tillögunnar er ekki að etja skólum saman og benda í ásökunarstíl á þann skóla sem er verstur eins og fullyrt er í ómálefnalegri bókun meirihlutans. Rétt er að benda á að niðurstöður einstakra skóla í samræmdum prófum hafa verið birtar frá aldamótum og viðurkenna nú flestir að birting slíkra upplýsinga sé til góðs og veiti foreldrum mikilvægar upplýsingar um skóla barna þeirra. Á Íslandi er sjálfstæði skóla mikið, sem er góðs viti, en samkvæmt rannsóknum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) kemur í ljós að ef upplýsingar um árangur eru ekki tiltækar foreldrum og skólasamfélagi, þá vinnur það gegn kostum þess að skólar hafi mikið sjálfstæði. Því er það mjög mikilvægt að allir aðilar skólasamfélagsins hafi fjölbreytt gögn til að tryggja enn frekar gæði skólastarfsins.Bókun meirihlutans í heild sinniUm margra ára skeið hafa skólar nýtt sér niðurstöður úr prófum og skimunum til umbóta. Hver skóli fær allar upplýsingar um niðurstöður sinna nemenda, hvort útkoman sé betri eða lakari en fyrri ár og um stöðu skólans í samanburði við aðra skóla í borginni. Skóla- og frístundasvið birtir ekki lista yfir bestu og lökustu útkomuna og styður ekki þá hugmyndafræði að etja skólum saman í samkeppni á grunni niðurstaðna í prófum. Fyrst og síðast keppa skólar að því marki að ná framförum með sinn nemendahóp og gera betur á milli ára. Stjórnendur ræða niðurstöður í skólaráði þar sem foreldrar, kennarar og nemendur sitja við sama borð og eru fulltrúar fyrir sína hagsmunahópa í skólasamfélaginu. Skólaráð njóta fulls trausts til að ræða og taka ákvörðun um það hvernig kynning á niðurstöðum og umbótavinnu skólans fer fram og fara mismunandi leiðir til þess. Skólayfirvöld treysta fagfólki skólanna vel til að vinna með allar niðurstöður prófa og nýta þær til ígrundunar og umbóta á hverjum stað.Lykill að góðri skólaþróun er ekki að benda í ásökunarstíl á þann sem er verstur og hampa þeim sem er bestur hverju sinni á grundvelli einkunna. Lykill að góðri skólaþróun er að vinna jafnt og þétt að þróun markvissra kennsluhátta og fjölbreytts námsmats sem er í senn árangursmiðað en jafnframt styðjandi. Fagfólk skólanna ígrundar niðurstöður sinna nemenda og útfærir umbótaáætlun á þeim grunni. Vandséð er hvernig þeim mun ganga betur í þeirri vinnu með því að kjörnir fulltrúar hafi eingöngu áhuga á því að mata fjölmiðla á því hver er bestur og hver er verstur samkvæmt gamaldags sýn þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira