Finnst tilganginum með samstarfi náð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 11:00 Elín og Margrét gerðu verkið heima á Íslandi út frá ljósmynd sem þær fengu af rýminu. Mynd/Hulda Sif „Við fengum beiðni frá safninu Den Frie um að sýna þar og nú er komið að því,“ segir Margrét Bjarnadóttir danshöfundur sem ásamt Elínu Hansdóttur myndlistarmanni opnar sýningu síðdegis í dag í Den Frie í Kaupmannahöfn. Safnið er gegnt Österport-járnbrautarstöðinni og er að halda upp á 100 ára afmæli sitt á þeim stað. „Þetta er fallegt safn með mjög sérstakan arkítektúr og við unnum verkið sérstaklega inn í rýmið sem við fengum. Þetta er stórt rými, átthyrnt og mjög hátt til lofts,“ lýsir Margrét. Hún segir verkið unnið úr fjarlægð. „Við gerðum verkið heima á Íslandi útfrá ljósmynd sem við fengum af rýminu. Myndin er semsagt grunnurinn.“ Þær stöllur hafa unnið saman tvívegis áður, í leikhúss- og myndlistarsamhengi. Þessi sýning þeirra samanstendur af myndböndum, ljósmyndum og prentuðu tjaldi að sögn Margrétar. „Þetta er samstarf alveg frá grunni og þó ég sé danshöfundur og hún myndlistarmaður þá mætumst við á einhverjum skurðpunkti þannig að útkoman er mjög ólík því sem ég hefði gert ein og líka langt frá því sem hún hefði gert ein,“ lýsir hún. „Þá finnst okkur tilganginum með samstarfi náð.“ Sýningin mun standa fram í miðjan apríl. Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við fengum beiðni frá safninu Den Frie um að sýna þar og nú er komið að því,“ segir Margrét Bjarnadóttir danshöfundur sem ásamt Elínu Hansdóttur myndlistarmanni opnar sýningu síðdegis í dag í Den Frie í Kaupmannahöfn. Safnið er gegnt Österport-járnbrautarstöðinni og er að halda upp á 100 ára afmæli sitt á þeim stað. „Þetta er fallegt safn með mjög sérstakan arkítektúr og við unnum verkið sérstaklega inn í rýmið sem við fengum. Þetta er stórt rými, átthyrnt og mjög hátt til lofts,“ lýsir Margrét. Hún segir verkið unnið úr fjarlægð. „Við gerðum verkið heima á Íslandi útfrá ljósmynd sem við fengum af rýminu. Myndin er semsagt grunnurinn.“ Þær stöllur hafa unnið saman tvívegis áður, í leikhúss- og myndlistarsamhengi. Þessi sýning þeirra samanstendur af myndböndum, ljósmyndum og prentuðu tjaldi að sögn Margrétar. „Þetta er samstarf alveg frá grunni og þó ég sé danshöfundur og hún myndlistarmaður þá mætumst við á einhverjum skurðpunkti þannig að útkoman er mjög ólík því sem ég hefði gert ein og líka langt frá því sem hún hefði gert ein,“ lýsir hún. „Þá finnst okkur tilganginum með samstarfi náð.“ Sýningin mun standa fram í miðjan apríl.
Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira