Leyfum þjóðinni að njóta vafans Arnar Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2014 06:00 Valkostir Íslands í gjaldeyrismálum eru tveir: Búa við íslenska krónu, studda gjaldeyrishöftum af einhverju tagi um fyrirsjáanlega framtíð, eða stefna að upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu. Þetta staðfestir umræða síðustu ára og ítarlegar skýrslur, m.a. Seðlabanka Íslands. Aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er að auki líflína atvinnulífsins til mikilvægustu útflutningsmarkaða landsins. Ábyrgðarlaust er að útiloka annan þessara valkosta, mögulega til næstu áratuga, með því að slíta aðildarviðræðum við ESB. Engin áætlun liggur fyrir um hvernig þjóðin ætlar að búa við haftakrónuna. Engin áætlun um uppgjör búa föllnu bankanna hefur verið kynnt. Hluti EES-samningsins er í uppnámi og engin lausn í sjónmáli á þeim vanda. Engin greining hefur farið fram á því hvernig við gætum haldið aðild að innri markaði Evrópu ef við brjótum kerfisbundið gegn ákvæðum samningins. Því hefur heldur ekki verið svarað hvernig við getum innleitt veigamikla þætti á borð við samræmdar aðgerðir til að tryggja fjármálastöðugleika. Ákvörðun um formleg viðræðuslit Íslands og ESB er því miður ekki hægt að afturkalla eftir hentugleikum. Samþykki allra aðildarþjóða þarf til að hefja nýjar aðildarviðræður við Ísland. Ákvörðun um að hefja aðildarviðræður gaf þjóðinni sjálfri valkost um framtíð landsins en í þeirri ákvörðun að hefja aðildarferlið fólst að þjóðin fengi sjálf að eiga síðasta orðið um aðild. Sú afdrifaríka ákvörðun að samþykkja eða fella aðildarsamning skyldi tekin af þjóðinni sjálfri í þjóðaratkvæðagreiðslu, byggt á bestu fáanlegu upplýsingum, einkum sjálfum aðildarsamningnum. Þingsályktunartillagan sem nú liggur fyrir sviptir þjóðina þeim rétti að eiga sjálf síðasta orðið um fyrirsjáanlega framtíð. Hún er svipt valkosti sem er þýðingarmikill um hvaða stefnu Ísland tekur. Hluti stjórnarþingmanna hyggst í reynd fella óséðan samning fyrir hönd okkar allra. Og það án greiningar á afleiðingunum, án skýrra valkosta, án framtíðarsýnar fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf. Án þess einu sinni að standa við skýrt loforð gagnvart eigin kjósendum um að leyfa þjóðinni þó að taka sjálfri þá afdrifaríku ákvörðun að slíta viðræðum að óloknum samningi. Hér er svo mikið í húfi að þjóðin verður sjálf að fá að njóta vafans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ESB-málið Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Valkostir Íslands í gjaldeyrismálum eru tveir: Búa við íslenska krónu, studda gjaldeyrishöftum af einhverju tagi um fyrirsjáanlega framtíð, eða stefna að upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu. Þetta staðfestir umræða síðustu ára og ítarlegar skýrslur, m.a. Seðlabanka Íslands. Aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er að auki líflína atvinnulífsins til mikilvægustu útflutningsmarkaða landsins. Ábyrgðarlaust er að útiloka annan þessara valkosta, mögulega til næstu áratuga, með því að slíta aðildarviðræðum við ESB. Engin áætlun liggur fyrir um hvernig þjóðin ætlar að búa við haftakrónuna. Engin áætlun um uppgjör búa föllnu bankanna hefur verið kynnt. Hluti EES-samningsins er í uppnámi og engin lausn í sjónmáli á þeim vanda. Engin greining hefur farið fram á því hvernig við gætum haldið aðild að innri markaði Evrópu ef við brjótum kerfisbundið gegn ákvæðum samningins. Því hefur heldur ekki verið svarað hvernig við getum innleitt veigamikla þætti á borð við samræmdar aðgerðir til að tryggja fjármálastöðugleika. Ákvörðun um formleg viðræðuslit Íslands og ESB er því miður ekki hægt að afturkalla eftir hentugleikum. Samþykki allra aðildarþjóða þarf til að hefja nýjar aðildarviðræður við Ísland. Ákvörðun um að hefja aðildarviðræður gaf þjóðinni sjálfri valkost um framtíð landsins en í þeirri ákvörðun að hefja aðildarferlið fólst að þjóðin fengi sjálf að eiga síðasta orðið um aðild. Sú afdrifaríka ákvörðun að samþykkja eða fella aðildarsamning skyldi tekin af þjóðinni sjálfri í þjóðaratkvæðagreiðslu, byggt á bestu fáanlegu upplýsingum, einkum sjálfum aðildarsamningnum. Þingsályktunartillagan sem nú liggur fyrir sviptir þjóðina þeim rétti að eiga sjálf síðasta orðið um fyrirsjáanlega framtíð. Hún er svipt valkosti sem er þýðingarmikill um hvaða stefnu Ísland tekur. Hluti stjórnarþingmanna hyggst í reynd fella óséðan samning fyrir hönd okkar allra. Og það án greiningar á afleiðingunum, án skýrra valkosta, án framtíðarsýnar fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf. Án þess einu sinni að standa við skýrt loforð gagnvart eigin kjósendum um að leyfa þjóðinni þó að taka sjálfri þá afdrifaríku ákvörðun að slíta viðræðum að óloknum samningi. Hér er svo mikið í húfi að þjóðin verður sjálf að fá að njóta vafans.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun