Englar alheimsins í beinni útsendingu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. febrúar 2014 10:00 Atli Rafn Sigurðarson fer með hlutverk Páls og nær heljartökum á áhorfendum með túlkun sinni. Mynd: Þjóðleikhúsið Bein sjónvarpsútsending verður á RÚV frá síðustu sýningu á Englum alheimsins í Þjóðleikhúsinu 30. mars. „Ég er stöðugt að fá tölvupósta frá fólki sem hefur verið að sjá sýninguna í annað eða þriðja sinn og hefur í hvert sinn séð nýja og nýja vinkla á henni,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri og annar höfundur leikgerðar Engla alheimsins, spurður hvort ástæða sé til að sýna svo vinsæla sýningu í sjónvarpi, hvort allir hafi ekki þegar séð hana? „Auk þess kemur það fram í verkinu að Páll segist vera fæddur 30. mars 1949, daginn sem Ísland gekk í NATO. Þessi sýningardagur er því á 65 ára afmæli hans og aðildar okkar að því bandalagi,“ segir Þorleifur.Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóriLeikgerð Þorleifs og Símonar Birgissonar er byggð á skáldsögu Einars Más Guðmundssonar með sama nafni og það er Atli Rafn Sigurðarson sem fer með aðalhlutverkið, hlutverk Páls. Sýningin hefur notið fádæma vinsælda og hlotið einróma lof jafnt gagnrýnenda sem áhorfenda. Leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins, Sólveig Ásta Sigurðardóttir, gaf sýningunni fimm stjörnur og kallaði hana „fullkomna útfærslu á skáldsögunni“. Hún hlaut níu tilnefningar til Grímuverðlauna og hreppti þrenn verðlaun, meðal annars sem leikrit ársins. „Þetta eru náttúrulega Ólympíuleikar í leikhúsinu,“ segir Þorleifur. Sýningar á Englum alheimsins nálgast hundraðið og Þorleifur segir að leita þurfi ansi langt aftur í sögu Þjóðleikhússins til að finna eitthvað álíka. „Spurningin er náttúrulega hvort dramatísk sýning hafi nokkurn tíma í sögu Þjóðleikhússins átt slíkri velgengni að fagna. Það eru yfirleitt gamanleikir eða söngleikir sem ná slíkum vinsældum og það er ansi djarft að setja Engla alheimsins í annan hvorn þeirra flokka.“ Menning Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Bein sjónvarpsútsending verður á RÚV frá síðustu sýningu á Englum alheimsins í Þjóðleikhúsinu 30. mars. „Ég er stöðugt að fá tölvupósta frá fólki sem hefur verið að sjá sýninguna í annað eða þriðja sinn og hefur í hvert sinn séð nýja og nýja vinkla á henni,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri og annar höfundur leikgerðar Engla alheimsins, spurður hvort ástæða sé til að sýna svo vinsæla sýningu í sjónvarpi, hvort allir hafi ekki þegar séð hana? „Auk þess kemur það fram í verkinu að Páll segist vera fæddur 30. mars 1949, daginn sem Ísland gekk í NATO. Þessi sýningardagur er því á 65 ára afmæli hans og aðildar okkar að því bandalagi,“ segir Þorleifur.Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóriLeikgerð Þorleifs og Símonar Birgissonar er byggð á skáldsögu Einars Más Guðmundssonar með sama nafni og það er Atli Rafn Sigurðarson sem fer með aðalhlutverkið, hlutverk Páls. Sýningin hefur notið fádæma vinsælda og hlotið einróma lof jafnt gagnrýnenda sem áhorfenda. Leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins, Sólveig Ásta Sigurðardóttir, gaf sýningunni fimm stjörnur og kallaði hana „fullkomna útfærslu á skáldsögunni“. Hún hlaut níu tilnefningar til Grímuverðlauna og hreppti þrenn verðlaun, meðal annars sem leikrit ársins. „Þetta eru náttúrulega Ólympíuleikar í leikhúsinu,“ segir Þorleifur. Sýningar á Englum alheimsins nálgast hundraðið og Þorleifur segir að leita þurfi ansi langt aftur í sögu Þjóðleikhússins til að finna eitthvað álíka. „Spurningin er náttúrulega hvort dramatísk sýning hafi nokkurn tíma í sögu Þjóðleikhússins átt slíkri velgengni að fagna. Það eru yfirleitt gamanleikir eða söngleikir sem ná slíkum vinsældum og það er ansi djarft að setja Engla alheimsins í annan hvorn þeirra flokka.“
Menning Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira