Englar alheimsins í beinni útsendingu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. febrúar 2014 10:00 Atli Rafn Sigurðarson fer með hlutverk Páls og nær heljartökum á áhorfendum með túlkun sinni. Mynd: Þjóðleikhúsið Bein sjónvarpsútsending verður á RÚV frá síðustu sýningu á Englum alheimsins í Þjóðleikhúsinu 30. mars. „Ég er stöðugt að fá tölvupósta frá fólki sem hefur verið að sjá sýninguna í annað eða þriðja sinn og hefur í hvert sinn séð nýja og nýja vinkla á henni,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri og annar höfundur leikgerðar Engla alheimsins, spurður hvort ástæða sé til að sýna svo vinsæla sýningu í sjónvarpi, hvort allir hafi ekki þegar séð hana? „Auk þess kemur það fram í verkinu að Páll segist vera fæddur 30. mars 1949, daginn sem Ísland gekk í NATO. Þessi sýningardagur er því á 65 ára afmæli hans og aðildar okkar að því bandalagi,“ segir Þorleifur.Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóriLeikgerð Þorleifs og Símonar Birgissonar er byggð á skáldsögu Einars Más Guðmundssonar með sama nafni og það er Atli Rafn Sigurðarson sem fer með aðalhlutverkið, hlutverk Páls. Sýningin hefur notið fádæma vinsælda og hlotið einróma lof jafnt gagnrýnenda sem áhorfenda. Leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins, Sólveig Ásta Sigurðardóttir, gaf sýningunni fimm stjörnur og kallaði hana „fullkomna útfærslu á skáldsögunni“. Hún hlaut níu tilnefningar til Grímuverðlauna og hreppti þrenn verðlaun, meðal annars sem leikrit ársins. „Þetta eru náttúrulega Ólympíuleikar í leikhúsinu,“ segir Þorleifur. Sýningar á Englum alheimsins nálgast hundraðið og Þorleifur segir að leita þurfi ansi langt aftur í sögu Þjóðleikhússins til að finna eitthvað álíka. „Spurningin er náttúrulega hvort dramatísk sýning hafi nokkurn tíma í sögu Þjóðleikhússins átt slíkri velgengni að fagna. Það eru yfirleitt gamanleikir eða söngleikir sem ná slíkum vinsældum og það er ansi djarft að setja Engla alheimsins í annan hvorn þeirra flokka.“ Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Bein sjónvarpsútsending verður á RÚV frá síðustu sýningu á Englum alheimsins í Þjóðleikhúsinu 30. mars. „Ég er stöðugt að fá tölvupósta frá fólki sem hefur verið að sjá sýninguna í annað eða þriðja sinn og hefur í hvert sinn séð nýja og nýja vinkla á henni,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri og annar höfundur leikgerðar Engla alheimsins, spurður hvort ástæða sé til að sýna svo vinsæla sýningu í sjónvarpi, hvort allir hafi ekki þegar séð hana? „Auk þess kemur það fram í verkinu að Páll segist vera fæddur 30. mars 1949, daginn sem Ísland gekk í NATO. Þessi sýningardagur er því á 65 ára afmæli hans og aðildar okkar að því bandalagi,“ segir Þorleifur.Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóriLeikgerð Þorleifs og Símonar Birgissonar er byggð á skáldsögu Einars Más Guðmundssonar með sama nafni og það er Atli Rafn Sigurðarson sem fer með aðalhlutverkið, hlutverk Páls. Sýningin hefur notið fádæma vinsælda og hlotið einróma lof jafnt gagnrýnenda sem áhorfenda. Leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins, Sólveig Ásta Sigurðardóttir, gaf sýningunni fimm stjörnur og kallaði hana „fullkomna útfærslu á skáldsögunni“. Hún hlaut níu tilnefningar til Grímuverðlauna og hreppti þrenn verðlaun, meðal annars sem leikrit ársins. „Þetta eru náttúrulega Ólympíuleikar í leikhúsinu,“ segir Þorleifur. Sýningar á Englum alheimsins nálgast hundraðið og Þorleifur segir að leita þurfi ansi langt aftur í sögu Þjóðleikhússins til að finna eitthvað álíka. „Spurningin er náttúrulega hvort dramatísk sýning hafi nokkurn tíma í sögu Þjóðleikhússins átt slíkri velgengni að fagna. Það eru yfirleitt gamanleikir eða söngleikir sem ná slíkum vinsældum og það er ansi djarft að setja Engla alheimsins í annan hvorn þeirra flokka.“
Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira