Svavar, Aðalsteinn og Steinn í Gunnarshúsi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. febrúar 2014 13:00 Svavar Knútur: „Dagskráin er í máli, músík og myndum og við höfum flutt hana í um hundrað skólum.“ Vísir/GVA Á hundrað ára afmæli Steins Steinars, haustið 2008, þá ákváðum við Aðalsteinn Ásberg að vera með dagskrá um Stein fyrir nemendur í grunnskólum,“ segir Svavar Knútur spurður hvernig samstarf hans og Aðalsteins hafi komið til. „Dagskráin er í máli, músík og myndum og við höfum flutt hana í um hundrað skólum um allt land á þessum árum.“ Svavar segir þá Aðalstein alltaf hafa skemmt sér vel við að flytja dagskrána og að nemendur skólanna hafi líka kunnað vel að meta hana. „Þetta hefur verið vinsælt prógramm, enda blöndum við saman lögum við ljóð Steins, frásögnum af honum og eins lesum við nokkur ljóð eftir hann. Við höfum lengi rætt það að auðvitað eigi þessi dagskrá erindi við almenning og nú ætlum við að láta verða af því að leyfa fleirum en grunnskólabörnum að heyra hana.“ Dagskráin sem þeir félagar flytja í Gunnarshúsi í kvöld nefnist „Með hugann fullan af hetjudraumum“ og Svavar segir þá hafa breytt henni dálítið og lagað að smekk fullorðinna. „Ekki það að við tölum niður til krakkanna, en það er ýmislegt sem maður segir ekki við börn.“Dagskráin hefst klukkan 20.30, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á hundrað ára afmæli Steins Steinars, haustið 2008, þá ákváðum við Aðalsteinn Ásberg að vera með dagskrá um Stein fyrir nemendur í grunnskólum,“ segir Svavar Knútur spurður hvernig samstarf hans og Aðalsteins hafi komið til. „Dagskráin er í máli, músík og myndum og við höfum flutt hana í um hundrað skólum um allt land á þessum árum.“ Svavar segir þá Aðalstein alltaf hafa skemmt sér vel við að flytja dagskrána og að nemendur skólanna hafi líka kunnað vel að meta hana. „Þetta hefur verið vinsælt prógramm, enda blöndum við saman lögum við ljóð Steins, frásögnum af honum og eins lesum við nokkur ljóð eftir hann. Við höfum lengi rætt það að auðvitað eigi þessi dagskrá erindi við almenning og nú ætlum við að láta verða af því að leyfa fleirum en grunnskólabörnum að heyra hana.“ Dagskráin sem þeir félagar flytja í Gunnarshúsi í kvöld nefnist „Með hugann fullan af hetjudraumum“ og Svavar segir þá hafa breytt henni dálítið og lagað að smekk fullorðinna. „Ekki það að við tölum niður til krakkanna, en það er ýmislegt sem maður segir ekki við börn.“Dagskráin hefst klukkan 20.30, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira