Peningarnir góð viðurkenning 12. febrúar 2014 10:30 Ása Helga Hjörleifsdóttir. „Það er ekki hægt að gera bíómynd fyrir þennan pening, en viðurkenningin skiptir máli,“ segir Ása Helga Hjörleifsdóttir sem fékk þúsund evrur, eða um 160 þúsund íslenskar krónur, í verðlaun á Berlinale Co-Production Market í gær til að þróa áfram kvikmyndina Svaninn. Kvikmyndin byggir á bók Guðbergs Bergssonar. „Tvö önnur verkefni fengu sömu peningaupphæð í verðlaun. Berlinale Co-Production Market er hugsaður til þess að kynna kvikmyndaverkefni í þróun fyrir meðframleiðendum. Svanurinn verður fyrsta mynd Ásu Helgu í fullri lengd, en hún hefur áður gert stuttmyndina Ástarsögu. Kvikmyndaverkefnin þrjú sem fengu verðlaun voru valin úr hópnum til að kynna kvikmyndirnar með formlegum hætti fyrir framleiðendum á hátíðinni. „Við höfum fengið ótrúlega jákvæðar viðtökur,“ segir Ása Helga. „Við fengum miklu fleiri fundarbeiðnir með framleiðendum en við gátum annað. Við erum í viðræðum við nokkra framleiðendur sem eru þrautreyndir og hafa gert slatta af flottum myndum. Framhaldið skýrist örugglega á næstu vikum.“ Ása Helga hefur haft lítið svigrúm til þess að horfa á myndir á hátíðinni hingað til. „Mig langar að sjá Nymphomaniac eftir Lars Von Trier,“ segir Ása Helga. Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það er ekki hægt að gera bíómynd fyrir þennan pening, en viðurkenningin skiptir máli,“ segir Ása Helga Hjörleifsdóttir sem fékk þúsund evrur, eða um 160 þúsund íslenskar krónur, í verðlaun á Berlinale Co-Production Market í gær til að þróa áfram kvikmyndina Svaninn. Kvikmyndin byggir á bók Guðbergs Bergssonar. „Tvö önnur verkefni fengu sömu peningaupphæð í verðlaun. Berlinale Co-Production Market er hugsaður til þess að kynna kvikmyndaverkefni í þróun fyrir meðframleiðendum. Svanurinn verður fyrsta mynd Ásu Helgu í fullri lengd, en hún hefur áður gert stuttmyndina Ástarsögu. Kvikmyndaverkefnin þrjú sem fengu verðlaun voru valin úr hópnum til að kynna kvikmyndirnar með formlegum hætti fyrir framleiðendum á hátíðinni. „Við höfum fengið ótrúlega jákvæðar viðtökur,“ segir Ása Helga. „Við fengum miklu fleiri fundarbeiðnir með framleiðendum en við gátum annað. Við erum í viðræðum við nokkra framleiðendur sem eru þrautreyndir og hafa gert slatta af flottum myndum. Framhaldið skýrist örugglega á næstu vikum.“ Ása Helga hefur haft lítið svigrúm til þess að horfa á myndir á hátíðinni hingað til. „Mig langar að sjá Nymphomaniac eftir Lars Von Trier,“ segir Ása Helga.
Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira