Ákvað að aðstoða mitt lið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Berglind Íris í leiknum gegn ÍBV í fyrrakvöld. Fréttablaðið/valli Berglind Íris Hansdóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður, var heldur óvænt í marki Vals þegar að liðið vann sigur á ÍBV í bikarleik liðanna í fyrrakvöld. Hún lagði skóna á hilluna í mars árið 2011 en þá var hún á mála hjá Fredrikstad í Noregi. Hér á landi spilaði hún alla tíð með Val, síðast vorið 2010. „Það er gaman að fá að spila aftur og stelpurnar eru auðvitað skemmtilegar. En það var aldrei planið að koma aftur,“ segir Berglind Íris sem svaraði kalli síns gamla félags eftir að Guðný Jenný Ásmundsdóttir, aðalmarkvörður liðsins, tognaði illa á dögunum. „Það vantaði annan markvörð á æfingar en vonandi kemur Jenný aftur sem fyrst,“ bætir hún við. Berglind er ekki í mikilli leikæfingu eins og gefur að skilja enda hafði hún ekki reiknað með því að spila handbolta á ný í efstu deild. Hún var þó ekki byrjuð að sakna þess að spila með þeim bestu. „Eiginlega ekki. Ég var sátt við þá ákvörðun að hætta á sínum tíma og er enn. En ég ákvað að aðstoða mitt lið og mína félaga. Svo kemur framhaldið bara í ljós – það eru engin plön um að klára tímabilið eða neitt slíkt. Nú er ég með barn á heimilinu og þar sem kallinn er líka í íþróttunum er tíminn af skornum skammti,“ segir hún en maður Berglindar Írisar er Bjarni Ólafur Eiríksson, leikmaður knattspyrnuliðs Vals. Berglind Íris, sem er 32 ára gömul, á að baki 106 leiki með íslenska landsliðinu og var aðalmarkvörður liðsins á EM 2010 í Danmörku er liðið tók í fyrsta sinn þátt í stórmóti. Hún varði tíu skot í marki Vals gegn ÍBV en með sigrinum náðu Valskonur, sem eru ríkjandi bikarmeistarar, að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar. Olís-deild kvenna Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Berglind Íris Hansdóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður, var heldur óvænt í marki Vals þegar að liðið vann sigur á ÍBV í bikarleik liðanna í fyrrakvöld. Hún lagði skóna á hilluna í mars árið 2011 en þá var hún á mála hjá Fredrikstad í Noregi. Hér á landi spilaði hún alla tíð með Val, síðast vorið 2010. „Það er gaman að fá að spila aftur og stelpurnar eru auðvitað skemmtilegar. En það var aldrei planið að koma aftur,“ segir Berglind Íris sem svaraði kalli síns gamla félags eftir að Guðný Jenný Ásmundsdóttir, aðalmarkvörður liðsins, tognaði illa á dögunum. „Það vantaði annan markvörð á æfingar en vonandi kemur Jenný aftur sem fyrst,“ bætir hún við. Berglind er ekki í mikilli leikæfingu eins og gefur að skilja enda hafði hún ekki reiknað með því að spila handbolta á ný í efstu deild. Hún var þó ekki byrjuð að sakna þess að spila með þeim bestu. „Eiginlega ekki. Ég var sátt við þá ákvörðun að hætta á sínum tíma og er enn. En ég ákvað að aðstoða mitt lið og mína félaga. Svo kemur framhaldið bara í ljós – það eru engin plön um að klára tímabilið eða neitt slíkt. Nú er ég með barn á heimilinu og þar sem kallinn er líka í íþróttunum er tíminn af skornum skammti,“ segir hún en maður Berglindar Írisar er Bjarni Ólafur Eiríksson, leikmaður knattspyrnuliðs Vals. Berglind Íris, sem er 32 ára gömul, á að baki 106 leiki með íslenska landsliðinu og var aðalmarkvörður liðsins á EM 2010 í Danmörku er liðið tók í fyrsta sinn þátt í stórmóti. Hún varði tíu skot í marki Vals gegn ÍBV en með sigrinum náðu Valskonur, sem eru ríkjandi bikarmeistarar, að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar.
Olís-deild kvenna Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira