Við þurfum að gera eitthvað á leikunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2014 06:00 Íslenska keppnisfólkið á Ól í Sotsjí Frá vinstri; María Guðmundsdóttir, Sævar Birgisson, Einar Kristinn Kristgeirsson og Brynjar Jökull Guðmundsson. Vísir/Vilhelm „Við erum með nokkuð sterkan hóp. Ég hugsa að við séum með fleiri jafnsterka einstaklinga en áður,“ segir Fjalar Úlfarsson, landsliðsþjálfari Íslands í alpagreinum skíðaíþrótta. Fjalar er um þessar mundir í Austurríki ásamt landsliðsfólkinu Brynjari Jökli Guðmundssyni, Einari Kristni Kristgeirssyni og Maríu Guðmundsdóttur við æfingar og keppni fram að Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí sem settir verða í lok næstu viku. „Björgvin Björgvinsson var klassa ofar og svo auðvitað Dagný Linda Kristjánsdóttir þegar hún var. Ef þau eru eru frátalin er hópurinn líklega sterkari en áður.“ Auk fyrrnefndra þriggja skíðakappa keppir Helga María Vilhjálmsdóttir einnig í alpagreinum. Hún er hins vegar stödd í Noregi og mun taka þátt í hraðaæfingum með liði sínu og keppa í mótum þar til að brottför til Sotsjí kemur. Helga María er eini íslenski Sotsjífarinn sem keppir í risasvigi auk svigs og stórsvigs. Þá er gönguskíðagarpurinn Sævar Birgisson í hæðaraðlögun á Ítalíu auk þess sem hann mun keppa á heimsbikarmóti áður en að leikunum kemur. „Okkur hefur gengið rosalega vel bæði í haust og í vetur,“ segir Fjalar um hin fjögur fræknu í alpagreinunum sem hann hefur umsjón með. „Það er tilhlökkun og spenna í hópnum. Þetta er hins vegar ekki búið núna. Við þurfum að halda áfram fram að leikum og svo gera eitthvað á leikunum,“ segir Fjalar. Tónninn í máli hans gefur til kynna að spýta eigi í lófana í Sotsjí. „Það er ekki verið að fara á Ólympíuleika bara til að horfa á. Við ætlum að gera okkar besta og ná árangri. Ekki bara vera með.“ Taugastríðið þegar á hólminn er komið getur verið mikið. Það er meira en að segja það að vera tilbúinn í ræsingu hátt uppi í fjalli vitandi að fylgst er með úr öllum áttum. Andlegur undirbúningur fyrir slíkar stundir er afar mikilvægur. „Við höfum ekki sálfræðing með okkur en við höfum hins vegar aðgang að honum í okkar fagteymi,“ segir Fjalar. Heimsmeistaramótið í Schladming í febrúar í fyrra muni vonandi nýtast íslensku keppendunum. „Við fórum með alla okkar keppendur í ólympíuhópnum þangað til að kasta þeim út í djúpu laugina. Viðburðurinn er rosalega stór og allt besta skíðafólk í heimi er meðal þátttakenda. Þau þekkja þetta því pínulítið.“ Íslenski hópurinn flýgur frá Þýskalandi til Rússlands 5. febrúar. Leikarnir verða settir föstudagskvöldið 7. febrúar í beinni útsendingu á Vísi.Besti árangur í alpagreinum á síðustu átta leikumÓL 2010 í Vancouver Björgvin Björgvinsson 43. sæti í stórsvigiÓL 2006 í Torino Björgvin Björgvinsson 22. sæti í svigiÓL 2002 í Salt Lake City Kristinn Björnsson 21. sæti í svigiÓL 1998 í Nagano Sveinn Brynjólfsson 25. sæti í svigiÓL 1994 í Lillehammer Ásta Halldórsdóttir 20. sæti í svigiÓL 1992 í Albertville Kristinn Björnsson 43. sæti í risasvigiÓL 1988 í Calgary Daníel Hilmarsson 24. sæti í svigiÓL 1984 í Sarajevo Nanna Leifsdóttir 38. sæti í stórsvigi Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Sjá meira
„Við erum með nokkuð sterkan hóp. Ég hugsa að við séum með fleiri jafnsterka einstaklinga en áður,“ segir Fjalar Úlfarsson, landsliðsþjálfari Íslands í alpagreinum skíðaíþrótta. Fjalar er um þessar mundir í Austurríki ásamt landsliðsfólkinu Brynjari Jökli Guðmundssyni, Einari Kristni Kristgeirssyni og Maríu Guðmundsdóttur við æfingar og keppni fram að Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí sem settir verða í lok næstu viku. „Björgvin Björgvinsson var klassa ofar og svo auðvitað Dagný Linda Kristjánsdóttir þegar hún var. Ef þau eru eru frátalin er hópurinn líklega sterkari en áður.“ Auk fyrrnefndra þriggja skíðakappa keppir Helga María Vilhjálmsdóttir einnig í alpagreinum. Hún er hins vegar stödd í Noregi og mun taka þátt í hraðaæfingum með liði sínu og keppa í mótum þar til að brottför til Sotsjí kemur. Helga María er eini íslenski Sotsjífarinn sem keppir í risasvigi auk svigs og stórsvigs. Þá er gönguskíðagarpurinn Sævar Birgisson í hæðaraðlögun á Ítalíu auk þess sem hann mun keppa á heimsbikarmóti áður en að leikunum kemur. „Okkur hefur gengið rosalega vel bæði í haust og í vetur,“ segir Fjalar um hin fjögur fræknu í alpagreinunum sem hann hefur umsjón með. „Það er tilhlökkun og spenna í hópnum. Þetta er hins vegar ekki búið núna. Við þurfum að halda áfram fram að leikum og svo gera eitthvað á leikunum,“ segir Fjalar. Tónninn í máli hans gefur til kynna að spýta eigi í lófana í Sotsjí. „Það er ekki verið að fara á Ólympíuleika bara til að horfa á. Við ætlum að gera okkar besta og ná árangri. Ekki bara vera með.“ Taugastríðið þegar á hólminn er komið getur verið mikið. Það er meira en að segja það að vera tilbúinn í ræsingu hátt uppi í fjalli vitandi að fylgst er með úr öllum áttum. Andlegur undirbúningur fyrir slíkar stundir er afar mikilvægur. „Við höfum ekki sálfræðing með okkur en við höfum hins vegar aðgang að honum í okkar fagteymi,“ segir Fjalar. Heimsmeistaramótið í Schladming í febrúar í fyrra muni vonandi nýtast íslensku keppendunum. „Við fórum með alla okkar keppendur í ólympíuhópnum þangað til að kasta þeim út í djúpu laugina. Viðburðurinn er rosalega stór og allt besta skíðafólk í heimi er meðal þátttakenda. Þau þekkja þetta því pínulítið.“ Íslenski hópurinn flýgur frá Þýskalandi til Rússlands 5. febrúar. Leikarnir verða settir föstudagskvöldið 7. febrúar í beinni útsendingu á Vísi.Besti árangur í alpagreinum á síðustu átta leikumÓL 2010 í Vancouver Björgvin Björgvinsson 43. sæti í stórsvigiÓL 2006 í Torino Björgvin Björgvinsson 22. sæti í svigiÓL 2002 í Salt Lake City Kristinn Björnsson 21. sæti í svigiÓL 1998 í Nagano Sveinn Brynjólfsson 25. sæti í svigiÓL 1994 í Lillehammer Ásta Halldórsdóttir 20. sæti í svigiÓL 1992 í Albertville Kristinn Björnsson 43. sæti í risasvigiÓL 1988 í Calgary Daníel Hilmarsson 24. sæti í svigiÓL 1984 í Sarajevo Nanna Leifsdóttir 38. sæti í stórsvigi
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Sjá meira