Reykjavík fyrir alla Grímur Atlason skrifar 5. febrúar 2014 06:00 Það er gott fyrir marga að búa í Reykjavík en það er ekki nóg því Reykjavík á að vera fyrir alla. Lykillinn að öflugu borgarsamfélagi er mannlífið og lífskilyrðin sem eru í boði fyrir borgarbúa og þar skiptir máli að allir geti notið. Húsnæðismál í Reykjavík eru því miður frumskógur sem erfitt er að fóta sig í. Erfitt er fyrir ungt fólk að leigja eða kaupa sér húsnæði, fjölskyldur eiga í vanda og eldri borgarar og fólk með fötlun eiga jafnvel enn erfiðara með að finna sér boðlegt húsnæði sem það hefur ráð á. Kerfið er því miður sniðið að þeim efnameiri í samfélaginu. Áratuga stefna sem miðar að því að fólk búi í eigin húsnæði hefur skilað okkur þessari stöðu sem við verðum að vinda ofan af án tafar! Á sama tíma og lífeyrissjóðirnir reyna að ávaxta lífeyrinn okkar býður núverandi kerfi upp á að sjóðirnir vinni á móti hagsmunum sjóðsfélaganna. Fjárfestingar í fasteignafélögum sem kaupa upp eignir í miðborg Reykjavíkur og víðar skila sér í himinháu leiguverði og háu húsnæðisverði – sem aftur er verðbólguhvetjandi. Þeir sem tapa: sjóðsfélagar. Eiginlegur leigumarkaður er ekki til heldur ríkir frumskógarlögmálið þar sem flestir tapa með ótryggri og ósanngjarnri stöðu. Alvöruleigumarkaður Í Danmörku hefur lengi tíðkast að lífeyrissjóðirnir eigi og reki fasteignafélög sem leigja sjóðsfélögum íbúðir á sanngjörnu og eðlilegu verði. Með þessu er stuðlað að alvöruleigumarkaði sem ekki byggir á því einu að blása í verðblöðru samfélags þar sem peningar einir virðast mega ráða för. Lífeyrissjóðir á Íslandi verða samkvæmt lögum að leita að hámarksávöxtun hverju sinni með tilheyrandi áhættusækni. Þessum lögum þarf að breyta. Hins vegar er umdeilanlegt hvort það væri lakari kostur fyrir sjóðina að fjárfesta og reka leigufélög fyrir sjóðsfélaga eða fjárfesta í mörgum af þeim loftbóluverkefnum sem hingað til hafa talist bestu kostirnir. Reykjavíkurborg getur orðið leiðandi afl í breyttum áherslum á húsnæðismarkaði. Frjálshyggjulausnir liðinna ára eru löngu búnar að sanna sig sem gjaldþrota. Leitum nýrra leiða og hverfum af braut peningahyggju. Þá verður blómlegt um að litast í höfuðborginni um langa framtíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Reykjavík Mest lesið Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Það er gott fyrir marga að búa í Reykjavík en það er ekki nóg því Reykjavík á að vera fyrir alla. Lykillinn að öflugu borgarsamfélagi er mannlífið og lífskilyrðin sem eru í boði fyrir borgarbúa og þar skiptir máli að allir geti notið. Húsnæðismál í Reykjavík eru því miður frumskógur sem erfitt er að fóta sig í. Erfitt er fyrir ungt fólk að leigja eða kaupa sér húsnæði, fjölskyldur eiga í vanda og eldri borgarar og fólk með fötlun eiga jafnvel enn erfiðara með að finna sér boðlegt húsnæði sem það hefur ráð á. Kerfið er því miður sniðið að þeim efnameiri í samfélaginu. Áratuga stefna sem miðar að því að fólk búi í eigin húsnæði hefur skilað okkur þessari stöðu sem við verðum að vinda ofan af án tafar! Á sama tíma og lífeyrissjóðirnir reyna að ávaxta lífeyrinn okkar býður núverandi kerfi upp á að sjóðirnir vinni á móti hagsmunum sjóðsfélaganna. Fjárfestingar í fasteignafélögum sem kaupa upp eignir í miðborg Reykjavíkur og víðar skila sér í himinháu leiguverði og háu húsnæðisverði – sem aftur er verðbólguhvetjandi. Þeir sem tapa: sjóðsfélagar. Eiginlegur leigumarkaður er ekki til heldur ríkir frumskógarlögmálið þar sem flestir tapa með ótryggri og ósanngjarnri stöðu. Alvöruleigumarkaður Í Danmörku hefur lengi tíðkast að lífeyrissjóðirnir eigi og reki fasteignafélög sem leigja sjóðsfélögum íbúðir á sanngjörnu og eðlilegu verði. Með þessu er stuðlað að alvöruleigumarkaði sem ekki byggir á því einu að blása í verðblöðru samfélags þar sem peningar einir virðast mega ráða för. Lífeyrissjóðir á Íslandi verða samkvæmt lögum að leita að hámarksávöxtun hverju sinni með tilheyrandi áhættusækni. Þessum lögum þarf að breyta. Hins vegar er umdeilanlegt hvort það væri lakari kostur fyrir sjóðina að fjárfesta og reka leigufélög fyrir sjóðsfélaga eða fjárfesta í mörgum af þeim loftbóluverkefnum sem hingað til hafa talist bestu kostirnir. Reykjavíkurborg getur orðið leiðandi afl í breyttum áherslum á húsnæðismarkaði. Frjálshyggjulausnir liðinna ára eru löngu búnar að sanna sig sem gjaldþrota. Leitum nýrra leiða og hverfum af braut peningahyggju. Þá verður blómlegt um að litast í höfuðborginni um langa framtíð!
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun