Vill hefja skyrframleiðslu í Bandaríkjunum á árinu Haraldur Guðmundsson skrifar 24. janúar 2014 07:00 Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar. Mjólkursamsalan (MS) vill hefja framleiðslu á skyri í Bandaríkjunum á árinu. Metið verður hvort íslenskt undanrennuduft verður notað í hluta framleiðslunnar. Þetta segir Einar Sigurðsson, forstjóri MS. „Við erum nú á undirbúningsstigi en við höfum útbúið frumáætlanir um sölu og dreifingu. Við höfum í hyggju að auka verulega starfsemina í Bandaríkjunum og vöxturinn í útflutningi og sölu á skyri í Evrópu hefur gefið okkur undir fótinn með það,“ segir Einar. MS hefur undanfarin ár flutt skyr út til Bandaríkjanna með flugi. Útflutningurinn hefur ekki skilað tilætluðum árangri en eftirspurnin í Evrópu hefur aukist. „Útflutningurinn til Bandaríkjanna hefur ekki vaxið með þessum hætti því flutningskostnaður og umsýslan í útflutningi á tilbúinni vöru kemur auðvitað fram í verðinu á markaðinum. Vöxturinn hefur því ekki verið sá sami í Bandaríkjunum og Evrópu.“ Einar segir MS koma að skyrsölu í Evrópu með þrenns konar hætti. Fyrir utan hefðbundinn útflutning hefur MS einnig samið við verktaka í Skandinavíu um framleiðslu og selt fyrirtækjum í Evrópu leyfi til notkunar á skyruppskriftum og mjólkursýrugerlum fyrirtækisins. „Á þessu ári á Mjólkursamsalan aðild að sölu á fjörutíu milljón skyrdósum í Skandinavíu. Magnið hefur nær tvöfaldast á innan við þremur árum og við erum einnig að fikra okkur inn á nýja markaði eins og Sviss.“ Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Mjólkursamsalan (MS) vill hefja framleiðslu á skyri í Bandaríkjunum á árinu. Metið verður hvort íslenskt undanrennuduft verður notað í hluta framleiðslunnar. Þetta segir Einar Sigurðsson, forstjóri MS. „Við erum nú á undirbúningsstigi en við höfum útbúið frumáætlanir um sölu og dreifingu. Við höfum í hyggju að auka verulega starfsemina í Bandaríkjunum og vöxturinn í útflutningi og sölu á skyri í Evrópu hefur gefið okkur undir fótinn með það,“ segir Einar. MS hefur undanfarin ár flutt skyr út til Bandaríkjanna með flugi. Útflutningurinn hefur ekki skilað tilætluðum árangri en eftirspurnin í Evrópu hefur aukist. „Útflutningurinn til Bandaríkjanna hefur ekki vaxið með þessum hætti því flutningskostnaður og umsýslan í útflutningi á tilbúinni vöru kemur auðvitað fram í verðinu á markaðinum. Vöxturinn hefur því ekki verið sá sami í Bandaríkjunum og Evrópu.“ Einar segir MS koma að skyrsölu í Evrópu með þrenns konar hætti. Fyrir utan hefðbundinn útflutning hefur MS einnig samið við verktaka í Skandinavíu um framleiðslu og selt fyrirtækjum í Evrópu leyfi til notkunar á skyruppskriftum og mjólkursýrugerlum fyrirtækisins. „Á þessu ári á Mjólkursamsalan aðild að sölu á fjörutíu milljón skyrdósum í Skandinavíu. Magnið hefur nær tvöfaldast á innan við þremur árum og við erum einnig að fikra okkur inn á nýja markaði eins og Sviss.“
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira