Nokkur orð um styttingu námstíma til stúdentsprófs Guðríður Arnardóttir skrifar 14. janúar 2014 06:00 Sú umræða er að verða háværari í samfélaginu að námstími til stúdentsprófs á Íslandi sé of langur í samanburði við nágrannalönd okkar. Ýmsir álitsgjafar og fastapennar á ritvellinum hafa tekið undir vangaveltur menntamálaráðherra og rennir mig í grun að leikmenn sem ekki þekkja til innan framhaldsskólans séu að draga ályktanir út frá röngum forsendum. Á Íslandi er skólaganga frá grunnskóla til stúdentsprófs 14 ár á meðan umrædd viðmið á Norðurlöndunum eru 13 ár. ann rennir í grun hvers vegna umræða um styttingu er hávær þessi síðustu misseri, hér er tækifæri til að spara í skólakerfinu sem nemur heildarskostnaði heils skólaárs. Það er þó heldur verra að umræðan um málið er á villigötum, mikilvæg gögn vantar og heildarsamhengi skortir. Þá hafa sumir jafnvel beint spjótum sínum að framhaldsskólakennurum og sagt kjarasamninga þeirra standa í vegi fyrir eðlilegri skólaþróun. Í umræðunni er að íslenskt skólakerfi sé með því dýrasta í OECD ríkjunum, íslenskir kennarar verji minni tíma með nemendum sínum en kollegar þeirra í nágrannalöndum okkar, brottfall úr framhaldsskóla sé meira á Íslandi en í OECD ríkjunum að meðaltali og Ísland sé í hópi landa eins og Ítalíu, Grikklands og Tyrklands þegar kemur að því hversu stórt hlutfall nemenda lýkur framhaldsskólaprófi. Skoðum málið nánar og höfum staðreyndir á hreinu. Efnahags og framfarastofnunin OECD gefur árlega út skýrslu um stöðu menntamála í aðildarríkjum stofnunarinnar. Þar má nálgast lykiltölur og samanburð um ýmsa þætti er varðar menntun á öllum skólastigum. Þar t.d. kemur fram að kostnaður við hvern framhaldsskólanemanda á Íslandi er 16% lægri en í OECD ríkjunum að meðaltali. Ekki bara það, kostnaður við framhaldsskóla er lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Íslenskir framhaldsskólakennarar kenna nokkurn veginn jafnmargar klukkustundir á ársgrundvelli og flestir kollegar þeirra á Norðurlöndunum og það er ástæða til þess að nefna sérstaklega að danskir framhaldsskólakennarar kenna 30% færri klukkustundir á ári en þeir íslensku. Það vekur auk þess athygli að frá aldamótum hafa kenndar stundir íslenskra framhaldsskólakennara á ársgrundvelli aukist um 17%. Og árlegur starfstími framhaldsskóla er mismunandi eftir löndum. Á Íslandi eru 35 kennsluvikur á ári, á meðan þær eru t.d. 42 í Danmörku og á öllum Norðurlöndunum er skólaárið lengra en það er á Íslandi. Svona mætti halda lengi áfram og benda á mismunandi uppbyggingu framhaldsskólans í OECD ríkjunum. En þá komum við að því sem skiptir ekki hvað síst máli en það er mismunandi menning innan þeirra landa sem við kjósum að bera okkur saman við. Atvinnuþátttaka framhaldsskólanema er nefnilega mjög mikil á Íslandi og skipta vinnandi hendur framhaldsskólanemenda verulegu máli í íslensku atvinnulífi yfir sumartímann. Á Íslandi flykkjast framhaldsskólanemendur á atvinnumarkaðinn á vorin og leysa af í hinum ýmsu störfum, svo ekki sé talað um sívaxandi ferðaþjónustu á Íslandi sem að hluta til er mönnuð af framhaldsskólanemendum yfir sumartímann. Það er ekki eðlilegt að handpikka út einstaka þætti á hátíðis- og tyllidögum og benda á til samanburðar eigi það að styðja við fyrirfram ákveðna niðurstöðu eins og t.d. styttingu námstíma til stúdentsprófs. Einföld stytting úr fjórum árum í þrjú að öðru óbreyttu getur engan veginn átt sér stað án þess að skerða innihaldið. Stúdentspróf er nefnilega ekki bara undirbúningur fyrir háskólanám, það felur í sér undirbúning einstaklinga fyrir líf og starf í lýðræðissamfélagi og er þáttur í því að auka víðsýni og almenna þekkingu. Með þessu greinarkorni er ég ekki að slá hugmyndir um styttingu námstíma til stúdentsprófs út af borðinu, ég er einfaldlega að benda á ef við ætlum að feta í spor frænda okkar, t.d. í Danmörku eins og oft hefur verið nefnt í umræðunni, verður að skoða uppbyggingu skólakerfisins í heild sinni. Ef við ætlum okkur að stytta námstíma til stúdentsprófs um eitt ár, verðum við einfaldlega að lengja skólaárið svo innihaldið skerðist ekki. Og það er engin smáræðs breyting. Erum til tilbúin til þess að lengja skólaárið um 7 vikur á ári? Það er ekki einkamál kennara, nemenda, foreldra eða ráðherra, það er stór efnahagsleg aðgerð sem hefur áhrif á íslenskt hagkerfi og varðar samfélagið allt. Nemendur hafa þannig færri bjargir um fjármögnun framhaldsskólanámsins (sem kostar því miður allt of mikið á Íslandi) með íþyngjandi efnahagslegum áhrifum á íslensk heimili. Hverjir eiga þá að ganga í sumarstörfin ef framhaldsskólanemendur eru uppteknir á skólabekk út júní og ágúst? Það er ekki mitt að svara þessum spurningum, það verðum við gera saman sem samfélag. Ég geri ekki ráð fyrir að framhaldsskólakennarar muni standa í vegi fyrir slíkum breytingum frekar en hver annar, en auðvitað mundi vikuleg kennsluskylda þeirra lækka samhliða lengingu skólaársins þar sem vinna þeirra myndi dreifast yfir lengri tíma. Þetta eru allt tæknilegar útfærslur og leysanlegar með samkomulagi. Ég vil hins vegar benda á þá staðreynd að í íslenskum framhaldsskólum er veitt fyrirtaksþjónusta fyrir lítinn pening. Námstími til stúdentsprófs er sveigjanlegur í anda einstaklingsmiðaðrar nálgunar þar sem nemendur geta lokið stúdentsprófi á styttri eða lengri tíma, allt eftir getu og vilja hvers og eins. Framhaldsskólakennarar eru ekki dragbítar á skólaþróun með skýrt afmörkuðum kjarasamningum. Um allt má semja. En framhaldsskólakennarar munu aftur á móti standa vörð um gæði og innihald íslenska stúdentsprófsins af einurð og hörku. Framhaldsskólakennarar vita einfaldlega betur en sjálfskipaðir sérfræðingar í málefnum framhaldsskólans, því það að hafa setið á skólabekk gerir menn ekkert að sérfræðingum í skólamálum, frekar en sá sem hefur farið í uppskurð verður sérfræðingur í skurðlækningum. Ég skora á ráðamenn og íslenskt samfélag að fjalla um þessi mál af yfirvegun og sanngirni, vanda til verka og það sem mestu skiptir að fara rétt með staðreyndir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sú umræða er að verða háværari í samfélaginu að námstími til stúdentsprófs á Íslandi sé of langur í samanburði við nágrannalönd okkar. Ýmsir álitsgjafar og fastapennar á ritvellinum hafa tekið undir vangaveltur menntamálaráðherra og rennir mig í grun að leikmenn sem ekki þekkja til innan framhaldsskólans séu að draga ályktanir út frá röngum forsendum. Á Íslandi er skólaganga frá grunnskóla til stúdentsprófs 14 ár á meðan umrædd viðmið á Norðurlöndunum eru 13 ár. ann rennir í grun hvers vegna umræða um styttingu er hávær þessi síðustu misseri, hér er tækifæri til að spara í skólakerfinu sem nemur heildarskostnaði heils skólaárs. Það er þó heldur verra að umræðan um málið er á villigötum, mikilvæg gögn vantar og heildarsamhengi skortir. Þá hafa sumir jafnvel beint spjótum sínum að framhaldsskólakennurum og sagt kjarasamninga þeirra standa í vegi fyrir eðlilegri skólaþróun. Í umræðunni er að íslenskt skólakerfi sé með því dýrasta í OECD ríkjunum, íslenskir kennarar verji minni tíma með nemendum sínum en kollegar þeirra í nágrannalöndum okkar, brottfall úr framhaldsskóla sé meira á Íslandi en í OECD ríkjunum að meðaltali og Ísland sé í hópi landa eins og Ítalíu, Grikklands og Tyrklands þegar kemur að því hversu stórt hlutfall nemenda lýkur framhaldsskólaprófi. Skoðum málið nánar og höfum staðreyndir á hreinu. Efnahags og framfarastofnunin OECD gefur árlega út skýrslu um stöðu menntamála í aðildarríkjum stofnunarinnar. Þar má nálgast lykiltölur og samanburð um ýmsa þætti er varðar menntun á öllum skólastigum. Þar t.d. kemur fram að kostnaður við hvern framhaldsskólanemanda á Íslandi er 16% lægri en í OECD ríkjunum að meðaltali. Ekki bara það, kostnaður við framhaldsskóla er lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Íslenskir framhaldsskólakennarar kenna nokkurn veginn jafnmargar klukkustundir á ársgrundvelli og flestir kollegar þeirra á Norðurlöndunum og það er ástæða til þess að nefna sérstaklega að danskir framhaldsskólakennarar kenna 30% færri klukkustundir á ári en þeir íslensku. Það vekur auk þess athygli að frá aldamótum hafa kenndar stundir íslenskra framhaldsskólakennara á ársgrundvelli aukist um 17%. Og árlegur starfstími framhaldsskóla er mismunandi eftir löndum. Á Íslandi eru 35 kennsluvikur á ári, á meðan þær eru t.d. 42 í Danmörku og á öllum Norðurlöndunum er skólaárið lengra en það er á Íslandi. Svona mætti halda lengi áfram og benda á mismunandi uppbyggingu framhaldsskólans í OECD ríkjunum. En þá komum við að því sem skiptir ekki hvað síst máli en það er mismunandi menning innan þeirra landa sem við kjósum að bera okkur saman við. Atvinnuþátttaka framhaldsskólanema er nefnilega mjög mikil á Íslandi og skipta vinnandi hendur framhaldsskólanemenda verulegu máli í íslensku atvinnulífi yfir sumartímann. Á Íslandi flykkjast framhaldsskólanemendur á atvinnumarkaðinn á vorin og leysa af í hinum ýmsu störfum, svo ekki sé talað um sívaxandi ferðaþjónustu á Íslandi sem að hluta til er mönnuð af framhaldsskólanemendum yfir sumartímann. Það er ekki eðlilegt að handpikka út einstaka þætti á hátíðis- og tyllidögum og benda á til samanburðar eigi það að styðja við fyrirfram ákveðna niðurstöðu eins og t.d. styttingu námstíma til stúdentsprófs. Einföld stytting úr fjórum árum í þrjú að öðru óbreyttu getur engan veginn átt sér stað án þess að skerða innihaldið. Stúdentspróf er nefnilega ekki bara undirbúningur fyrir háskólanám, það felur í sér undirbúning einstaklinga fyrir líf og starf í lýðræðissamfélagi og er þáttur í því að auka víðsýni og almenna þekkingu. Með þessu greinarkorni er ég ekki að slá hugmyndir um styttingu námstíma til stúdentsprófs út af borðinu, ég er einfaldlega að benda á ef við ætlum að feta í spor frænda okkar, t.d. í Danmörku eins og oft hefur verið nefnt í umræðunni, verður að skoða uppbyggingu skólakerfisins í heild sinni. Ef við ætlum okkur að stytta námstíma til stúdentsprófs um eitt ár, verðum við einfaldlega að lengja skólaárið svo innihaldið skerðist ekki. Og það er engin smáræðs breyting. Erum til tilbúin til þess að lengja skólaárið um 7 vikur á ári? Það er ekki einkamál kennara, nemenda, foreldra eða ráðherra, það er stór efnahagsleg aðgerð sem hefur áhrif á íslenskt hagkerfi og varðar samfélagið allt. Nemendur hafa þannig færri bjargir um fjármögnun framhaldsskólanámsins (sem kostar því miður allt of mikið á Íslandi) með íþyngjandi efnahagslegum áhrifum á íslensk heimili. Hverjir eiga þá að ganga í sumarstörfin ef framhaldsskólanemendur eru uppteknir á skólabekk út júní og ágúst? Það er ekki mitt að svara þessum spurningum, það verðum við gera saman sem samfélag. Ég geri ekki ráð fyrir að framhaldsskólakennarar muni standa í vegi fyrir slíkum breytingum frekar en hver annar, en auðvitað mundi vikuleg kennsluskylda þeirra lækka samhliða lengingu skólaársins þar sem vinna þeirra myndi dreifast yfir lengri tíma. Þetta eru allt tæknilegar útfærslur og leysanlegar með samkomulagi. Ég vil hins vegar benda á þá staðreynd að í íslenskum framhaldsskólum er veitt fyrirtaksþjónusta fyrir lítinn pening. Námstími til stúdentsprófs er sveigjanlegur í anda einstaklingsmiðaðrar nálgunar þar sem nemendur geta lokið stúdentsprófi á styttri eða lengri tíma, allt eftir getu og vilja hvers og eins. Framhaldsskólakennarar eru ekki dragbítar á skólaþróun með skýrt afmörkuðum kjarasamningum. Um allt má semja. En framhaldsskólakennarar munu aftur á móti standa vörð um gæði og innihald íslenska stúdentsprófsins af einurð og hörku. Framhaldsskólakennarar vita einfaldlega betur en sjálfskipaðir sérfræðingar í málefnum framhaldsskólans, því það að hafa setið á skólabekk gerir menn ekkert að sérfræðingum í skólamálum, frekar en sá sem hefur farið í uppskurð verður sérfræðingur í skurðlækningum. Ég skora á ráðamenn og íslenskt samfélag að fjalla um þessi mál af yfirvegun og sanngirni, vanda til verka og það sem mestu skiptir að fara rétt með staðreyndir.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun