Átta á hausinn á korteri við Gullfoss Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. janúar 2014 09:00 Ferðamenn standa naumlega í fæturnar við Gullfoss nái þeir þangað klakklaust í hálkunni á annað borð. Mynd/JónKBS „Ég er að biðla til allra aðila að setjast niður og finna lausnir,“ segir Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi í uppsveitum Árnessýslu, sem kveður ferðafólki stafa mikil hætta af hálku og ófærð á svæðinu. Ásborg bendir á að ferðafólki hérlendis hafa fjölgað um 40 prósent í desember miðað við í desember 2012. Flestir skoði þeir Þingvelli og Gullfoss og Geysi. Sumir séu í rútum en margir á bílaleigubílum, jafnvel alls óvanir að aka í snjó og hálku.Ekki mokað alla daga „Við höfum verulegar áhyggjur af bæði hálku á vegum og fyrir gangandi fólk og ekki síður snjómokstri. Hér er aðeins mokað fimm daga vikunnar en laugardagar og þriðjudagar eru ekki mokstursdagar,“ segir Ásborg sem sent hefur sveitarstjórnarfólki í Bláskógabyggð ákall. „Mannslíf og heilsa eru í húfi,“ skrifar hún í bréfinu sem tekið var fyrir í sveitarstjórn fyrir helgi. „Nauðsynlegt er að bregðast við þeim aðstæðum sem nú hafa skapast þar sem mikil hálka er viðvarandi sem skapar mikla hættu fyrir ferðamenn,“ segir sveitarstjórnin sem kveður Drífu Kristjánsdóttur oddvita hafa fundað með Umhverfisstofnun um ástand göngustíga við Gullfoss og að Vegagerðin hafi fundað með oddvitanum, sveitarstjóranum og ferðamálafulltrúanum um öryggi ferðamanna.Ásborg Arnþórsdóttir er ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu.Mynd/JónKBSEkki benda hver á annan „Aðalatriðið er að menn ræði málin af alvöru og finni lausnir og framkvæmi í framhaldi af því,“ segir Ásborg við Fréttablaðið. Allir sýni málinu skilning en enginn segist hafa fjármagn. „Við megum ekki kveina og benda hver á annan heldur verðum við að finna saman lausnir og gera,“ undirstrikar hún. Í bréfi sínu til Bláaskógabyggðar vitnar Ásborg til ummæla af netinu. Þótt þau sé ekki alltaf málefnaleg þurfi að taka á þeim mark. „Taldi átta manns sem runnu á hausinn og einn sem datt í tröppunum. Ég var þarna í sirka 15 mínútur,“ segir í einum slíkum ummælum. Í Fréttablaðinu fyrir viku var haft eftir Gunnari Inga Valdimarssyni, framkvæmdastjóra Sterna Travel, að fimm erlendir ferðamenn hefðu beinbrotnað í hálku frá því í byrjun desember. Einhver þyrfti að bera ábyrgð á að þessi mál væru í lagi.Ummæli af netinu„Ég fór gullhring 30. og 31.12.2013 og var frekar hissa á því að engar hálkuvarnir voru á ís sem þakti alla gangstíga og bílastæðin við Gullfoss. Taldi átta manns sem runnu á hausinn ásamt einum sem datt í tröppunum. Ég var þarna í sirka 15 mínútur.“„Ég veit til að mynda um einn mann sem lærbrotnaði í dag eftir að hafa runnið til á svellinu. Það er gjörsamlega fáránlegt að verið sé hvetja fólk til að koma á þessa staði en á sama tíma lítið sem ekkert gert fyrir það. Það hefur ekki verið saltað né komið fyrir sand á svellinu við Gullfoss og hefur fólk verið í miklum vandræðum með að fóta sig.“ Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
„Ég er að biðla til allra aðila að setjast niður og finna lausnir,“ segir Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi í uppsveitum Árnessýslu, sem kveður ferðafólki stafa mikil hætta af hálku og ófærð á svæðinu. Ásborg bendir á að ferðafólki hérlendis hafa fjölgað um 40 prósent í desember miðað við í desember 2012. Flestir skoði þeir Þingvelli og Gullfoss og Geysi. Sumir séu í rútum en margir á bílaleigubílum, jafnvel alls óvanir að aka í snjó og hálku.Ekki mokað alla daga „Við höfum verulegar áhyggjur af bæði hálku á vegum og fyrir gangandi fólk og ekki síður snjómokstri. Hér er aðeins mokað fimm daga vikunnar en laugardagar og þriðjudagar eru ekki mokstursdagar,“ segir Ásborg sem sent hefur sveitarstjórnarfólki í Bláskógabyggð ákall. „Mannslíf og heilsa eru í húfi,“ skrifar hún í bréfinu sem tekið var fyrir í sveitarstjórn fyrir helgi. „Nauðsynlegt er að bregðast við þeim aðstæðum sem nú hafa skapast þar sem mikil hálka er viðvarandi sem skapar mikla hættu fyrir ferðamenn,“ segir sveitarstjórnin sem kveður Drífu Kristjánsdóttur oddvita hafa fundað með Umhverfisstofnun um ástand göngustíga við Gullfoss og að Vegagerðin hafi fundað með oddvitanum, sveitarstjóranum og ferðamálafulltrúanum um öryggi ferðamanna.Ásborg Arnþórsdóttir er ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu.Mynd/JónKBSEkki benda hver á annan „Aðalatriðið er að menn ræði málin af alvöru og finni lausnir og framkvæmi í framhaldi af því,“ segir Ásborg við Fréttablaðið. Allir sýni málinu skilning en enginn segist hafa fjármagn. „Við megum ekki kveina og benda hver á annan heldur verðum við að finna saman lausnir og gera,“ undirstrikar hún. Í bréfi sínu til Bláaskógabyggðar vitnar Ásborg til ummæla af netinu. Þótt þau sé ekki alltaf málefnaleg þurfi að taka á þeim mark. „Taldi átta manns sem runnu á hausinn og einn sem datt í tröppunum. Ég var þarna í sirka 15 mínútur,“ segir í einum slíkum ummælum. Í Fréttablaðinu fyrir viku var haft eftir Gunnari Inga Valdimarssyni, framkvæmdastjóra Sterna Travel, að fimm erlendir ferðamenn hefðu beinbrotnað í hálku frá því í byrjun desember. Einhver þyrfti að bera ábyrgð á að þessi mál væru í lagi.Ummæli af netinu„Ég fór gullhring 30. og 31.12.2013 og var frekar hissa á því að engar hálkuvarnir voru á ís sem þakti alla gangstíga og bílastæðin við Gullfoss. Taldi átta manns sem runnu á hausinn ásamt einum sem datt í tröppunum. Ég var þarna í sirka 15 mínútur.“„Ég veit til að mynda um einn mann sem lærbrotnaði í dag eftir að hafa runnið til á svellinu. Það er gjörsamlega fáránlegt að verið sé hvetja fólk til að koma á þessa staði en á sama tíma lítið sem ekkert gert fyrir það. Það hefur ekki verið saltað né komið fyrir sand á svellinu við Gullfoss og hefur fólk verið í miklum vandræðum með að fóta sig.“
Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira