Snorri Steinn: Við viljum kannski ekki sjá mig mikið í markinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2014 08:00 Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/Vilhelm Það fór ekki fram hjá neinum sem horfðu á íslenska landsliðið spilaði á æfingamótinu í Þýskalandi um síðustu helgi að landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson tekur vissa áhættu þegar liðið lendir manni undir. Hann tekur þá markmanninn úr markinu og sendir leikstjórnandann í sóknina í markmannsvesti. Á meðan er íslenska markið tómt. „Mér fannst það koma mjög vel út á móti Rússum og þetta kom líka vel út í æfingaleikjunum í Austurríki í nóvember,“ segir Aron Kristjánsson, þegar hann er spurður um nýjasta útspilið í þróun handboltans.Viljum ekki sjá mig í markinu „Við erum aðeins búnir að prófa þetta. Við prófuðum þetta í Austurríki um daginn og svo núna um helgina. Við viljum kannski ekki sjá mig mikið í markinu en það var meira fyrir okkar klaufaskap að ég endaði í markinu,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson sem fer oftast í „markmannsbúninginn“. „Þetta á að gefa okkur visst andrými í sókninni. Við höfum með þessu bætt okkur þegar við erum færri. Það er erfið staða að spila manni færri á móti mjög góðum leikmönnum en við reynum að lágmarka skaðann með þessu,“ segir Aron en hann setur með þessu enn meiri ábyrgð á Snorra Stein, að lesa það hvenær hann á að hlaupa út af og skipta við markvörð íslenska liðsins. Snorri góður að lesa leikinn „Snorri Steinn er mjög góður í því að lesa þessar aðstæður og þess vegna er hann líka í vestinu. Það er líka mjög mikilvægt að hinir leikmennirnir átti sig á því að við erum liðfærri og taki skynsamlegar ákvarðanir,“ segir Aron og það er alveg bannað að reyna línusendingar við þessar aðstæður. Snorri Steinn lenti samt tvisvar í því á Þýskalandsmótinu að þurfa að fara í markið. „Markmannsþjálfarinn okkar hefur verið aðeins að taka Snorra í gegn og fara yfir það hvernig hann stendur og svona,“ segir Aron í gríni en bætir svo við: „Þegar færri eru í vörninni þá fær liðið oft á sig dauðafæri. Í bæði þessi skipti þar sem Snorri endaði í markinu í Þýskalandi þá var hann að fá á sig algjör dauðafæri. Það er ekkert víst að markvörðurinn okkar hefði varið þetta.“ „Eins og Aron hefur komið inn á í viðtölum þá snýst þetta um að vinna tíma og teygja aðeins lopann þegar við erum manni færri. Það gefur líka augaleið að við viljum ekki enda með mig í markinu,“ segir Snorri Steinn, sem ætlar ekki að fara í séræfingar með markmönnum liðsins. „Ef ég er alltaf að lenda í markinu trekk í trekk og ver aldrei boltann þá prófum við einhvern annan í vestinu eða hættum þessu. Auðvitað getur þetta alltaf endað þannig að ég fari í markið en í það heila þá höfum við verið nokkuð ánægðir með þetta og höfum fengið það út úr því sem við viljum. Við komum til með að prófa þetta eitthvað í leikjunum úti,“ segir Snorri Steinn. EM 2014 karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira
Það fór ekki fram hjá neinum sem horfðu á íslenska landsliðið spilaði á æfingamótinu í Þýskalandi um síðustu helgi að landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson tekur vissa áhættu þegar liðið lendir manni undir. Hann tekur þá markmanninn úr markinu og sendir leikstjórnandann í sóknina í markmannsvesti. Á meðan er íslenska markið tómt. „Mér fannst það koma mjög vel út á móti Rússum og þetta kom líka vel út í æfingaleikjunum í Austurríki í nóvember,“ segir Aron Kristjánsson, þegar hann er spurður um nýjasta útspilið í þróun handboltans.Viljum ekki sjá mig í markinu „Við erum aðeins búnir að prófa þetta. Við prófuðum þetta í Austurríki um daginn og svo núna um helgina. Við viljum kannski ekki sjá mig mikið í markinu en það var meira fyrir okkar klaufaskap að ég endaði í markinu,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson sem fer oftast í „markmannsbúninginn“. „Þetta á að gefa okkur visst andrými í sókninni. Við höfum með þessu bætt okkur þegar við erum færri. Það er erfið staða að spila manni færri á móti mjög góðum leikmönnum en við reynum að lágmarka skaðann með þessu,“ segir Aron en hann setur með þessu enn meiri ábyrgð á Snorra Stein, að lesa það hvenær hann á að hlaupa út af og skipta við markvörð íslenska liðsins. Snorri góður að lesa leikinn „Snorri Steinn er mjög góður í því að lesa þessar aðstæður og þess vegna er hann líka í vestinu. Það er líka mjög mikilvægt að hinir leikmennirnir átti sig á því að við erum liðfærri og taki skynsamlegar ákvarðanir,“ segir Aron og það er alveg bannað að reyna línusendingar við þessar aðstæður. Snorri Steinn lenti samt tvisvar í því á Þýskalandsmótinu að þurfa að fara í markið. „Markmannsþjálfarinn okkar hefur verið aðeins að taka Snorra í gegn og fara yfir það hvernig hann stendur og svona,“ segir Aron í gríni en bætir svo við: „Þegar færri eru í vörninni þá fær liðið oft á sig dauðafæri. Í bæði þessi skipti þar sem Snorri endaði í markinu í Þýskalandi þá var hann að fá á sig algjör dauðafæri. Það er ekkert víst að markvörðurinn okkar hefði varið þetta.“ „Eins og Aron hefur komið inn á í viðtölum þá snýst þetta um að vinna tíma og teygja aðeins lopann þegar við erum manni færri. Það gefur líka augaleið að við viljum ekki enda með mig í markinu,“ segir Snorri Steinn, sem ætlar ekki að fara í séræfingar með markmönnum liðsins. „Ef ég er alltaf að lenda í markinu trekk í trekk og ver aldrei boltann þá prófum við einhvern annan í vestinu eða hættum þessu. Auðvitað getur þetta alltaf endað þannig að ég fari í markið en í það heila þá höfum við verið nokkuð ánægðir með þetta og höfum fengið það út úr því sem við viljum. Við komum til með að prófa þetta eitthvað í leikjunum úti,“ segir Snorri Steinn.
EM 2014 karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira