Kjósum konur til forystu Heiða Björg Hilmisdóttir og Margrét Lind Ólafsdóttir. skrifar 6. janúar 2014 07:00 Í okkar nútímasamfélagi ætti jafnrétti kynjanna að vera sjálfsagður hlutur enda segjumst við flest vilja jafnrétti kynjanna og á tyllidögum segja flestir stjórnmálamenn að þeir og flokkar þeirra berjist fyrir auknum áhrifum kvenna. Ef við ætlum að búa í réttlátu samfélagi skiptir máli að konur séu með í ákvarðanatöku um uppbyggingu samfélagsins. Að þeirra rödd heyrist og þær hafi áhrif. Á yfirstandandi kjörtímabili eru konur um 40% sveitarstjórnarmanna, í tuttugu sveitarstjórnum er hlutfall kvenna undir 30% og í einni sveitarstjórn er engin kona meðal kjörinna fulltrúa. Engu að síður voru konur um 50% frambjóðenda í síðustu sveitarstjórnarkosningum svo ekki er hér áhugaleysi kvenna um að kenna. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til þess að konur eru mun síður en karlar í efstu sætum framboðslista og því minni líkur á að þær nái kjöri. Einungis 25% lista höfðu á að skipa konu í leiðtogasæti fyrir fjórum árum og það er óásættanlegt. Hjá Samfylkingunni og VG, þeim stjórnmálaflokkum sem hafa sýnt raunverulegan pólitískan vilja til að tryggja jafnan hlut kynja, hafa kynjareglur um röðun á framboðslista haft mikil áhrif. Líkt og við skipan í stjórnir fyrirtækja, lífeyrissjóða og hjá hinu opinbera hafa slíkar reglur einfaldlega reynst brýn nauðsyn, enda hafa aðrir flokkar og framboð setið eftir í þessum efnum og konur þar með. Við það verður ekki unað öllu lengur. Að okkar mati væri eðlilegt að lög um jöfn hlutföll kynja í stjórnum og ráðum giltu einnig um sveitarstjórnir þannig að tryggt væri að hlutfall hvors kyns fari aldrei undir 40%. Þannig náum við betri árangri og byggjum upp réttlátara samfélag enda er samfélag þar sem konur og karlar eru metin til jafns einfaldlega betra fyrir okkur öll. Nú, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, reynir á hvort og þá hvaða stjórnmálaflokkar standa við stóru orðin og tryggja jafnan hlut kynja við skipan framboðslistanna. Þeir sem það vilja gera skipa konum til forystu til jafns við karla. Einungis þannig stöndum við vörð um þann árangur sem þegar hefur náðst og jöfnum enn frekar hlut kynjanna við stjórn málefna nærsamfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í okkar nútímasamfélagi ætti jafnrétti kynjanna að vera sjálfsagður hlutur enda segjumst við flest vilja jafnrétti kynjanna og á tyllidögum segja flestir stjórnmálamenn að þeir og flokkar þeirra berjist fyrir auknum áhrifum kvenna. Ef við ætlum að búa í réttlátu samfélagi skiptir máli að konur séu með í ákvarðanatöku um uppbyggingu samfélagsins. Að þeirra rödd heyrist og þær hafi áhrif. Á yfirstandandi kjörtímabili eru konur um 40% sveitarstjórnarmanna, í tuttugu sveitarstjórnum er hlutfall kvenna undir 30% og í einni sveitarstjórn er engin kona meðal kjörinna fulltrúa. Engu að síður voru konur um 50% frambjóðenda í síðustu sveitarstjórnarkosningum svo ekki er hér áhugaleysi kvenna um að kenna. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til þess að konur eru mun síður en karlar í efstu sætum framboðslista og því minni líkur á að þær nái kjöri. Einungis 25% lista höfðu á að skipa konu í leiðtogasæti fyrir fjórum árum og það er óásættanlegt. Hjá Samfylkingunni og VG, þeim stjórnmálaflokkum sem hafa sýnt raunverulegan pólitískan vilja til að tryggja jafnan hlut kynja, hafa kynjareglur um röðun á framboðslista haft mikil áhrif. Líkt og við skipan í stjórnir fyrirtækja, lífeyrissjóða og hjá hinu opinbera hafa slíkar reglur einfaldlega reynst brýn nauðsyn, enda hafa aðrir flokkar og framboð setið eftir í þessum efnum og konur þar með. Við það verður ekki unað öllu lengur. Að okkar mati væri eðlilegt að lög um jöfn hlutföll kynja í stjórnum og ráðum giltu einnig um sveitarstjórnir þannig að tryggt væri að hlutfall hvors kyns fari aldrei undir 40%. Þannig náum við betri árangri og byggjum upp réttlátara samfélag enda er samfélag þar sem konur og karlar eru metin til jafns einfaldlega betra fyrir okkur öll. Nú, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, reynir á hvort og þá hvaða stjórnmálaflokkar standa við stóru orðin og tryggja jafnan hlut kynja við skipan framboðslistanna. Þeir sem það vilja gera skipa konum til forystu til jafns við karla. Einungis þannig stöndum við vörð um þann árangur sem þegar hefur náðst og jöfnum enn frekar hlut kynjanna við stjórn málefna nærsamfélagsins.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun