Lagði sig í hættu við að lesa á veðurmæla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. desember 2014 12:27 Myndin vinstra megin er tekin í gær þegar þakplötur fuku af hlöðunni í Minnihlið. vísir/hafþór „Ég hef aldrei vitað annað eins. Ég hef aldrei áður þurft að leggja sjálfa mig í hættu við að lesa á mælana en á meðan ég skreið að mælunum fuku tvær þakplötur inn í garðinn til mín. Þetta var alveg rosalegt,“ segir afmælisbarnið Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona fyrir Veðurstofu Íslands í Bolungarvík. Fárviðri var á Vestfjörðum í gær og fór vindhraði í allt að 35 metra á sekúndu, sem er fellibylsstyrkur. Vind er þó tekið að lægja en samkvæmt Veðurstofu Íslands er hann nú um 15-23 metrar á sekúndu. Skólahald féll niður í gær og í dag, rafmagnslaust er víða og hætta er á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum.Upplifunin ævintýraleg „Það að lesa á mælana tók mig fjörutíu mínútur, en vanalega tekur það mig ekki meira en fimm mínútur. Veðurhamurinn var rosalegur í gær og er með þeim verri sem ég hef upplifað,“ segir Margrét. „Það gerði aftaka veður á milli jóla og nýárs 2012, sem er kannski svipað veðrinu núna. En að vera úti í 30 metrum á sekúndu var bara ævintýri. Vindhviðurnar fóru síðan í svona 70-80 metra á sekúndu og úrkoman í 57 mm. Það er virkilega mikið.“Sá veðurofsann færast yfir Margrét er með hross en hún rétt náði að koma þeim í hús áður en veðrið skall á. „Veðrið skall á á tíu mínútum og maður bara sá þegar kólgubakkinn kom inn í djúpið og færðist yfir.“ Ekkert ferðaveður er og mælir Margrét með að fólk haldi sig inni við á meðan veðrið gengur yfir. Það ætlar hún að gera, en Margrét fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. Líklega mun hún því verja deginum í faðmi fjölskyldunnar. Veður Tengdar fréttir Víða rafmagnslaust á Vestfjörðum Barðastrandalína er spennulaus sökum ísingar og eru íbúar á Barðaströnd því án rafmagns. 10. desember 2014 10:07 Snjóflóð kom í veg fyrir að sjúkrabíll kæmist til baka á Ísafjörð Afleitt veður hefur verið á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær og hefur það meðal annars valdið rafmagnstruflunum. Það hefur verið rafmagnslaust á Barðaströnd síðan aðfararnótt þriðjudags og þar er víða orðið kalt í húsum. 10. desember 2014 07:13 „Glórulaus stórhríð“ Vindhraði náði hámarki á Vestfjörðum á milli átta og níu og mun vera hár áfram fram eftir kvöldi. 9. desember 2014 20:45 Brattabrekka lokuð vegna umferðaróhapps Tveir flutningabílar og einn fólksbíll loka nú veginum yfir Bröttubrekku eftir að þeir runnu þversum á veginum og loka honum. 9. desember 2014 11:01 Fárviðri á Vestfjörðum Hægt er að fylgjast með óveðrinu á gagnvirku veðurkorti. 9. desember 2014 18:10 Veðurstofa varar við aftakaveðri: Frystitogari fastur í Ísafjarðardjúpi „Það er nú nokkuð erfitt að segja hvernig veðrið er, það sést ekkert útum neina glugga hér í skipinu,“ segir Sigurbjörn E. Kristjánsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra. 9. desember 2014 15:13 Varað við fárviðri á norðanverðum Vestfjörðum eftir hádegi Veðurstofan spáir norðaustan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 35 m/s) á norðanverðum Vestfjörðum. 9. desember 2014 10:14 Vetrarríki á Vestfjörðum Sannkallað inniveður hefur verið á Ísafirði í dag. 9. desember 2014 21:26 Snjóflóðahætta og rafmagnslaust á Vestfjörðum Aftakaveður á Vestfjörðum. 10. desember 2014 10:23 Hlaða splundraðist í óveðrinu Miklar skemmdir á hlöðunni í Minnihlíð, skammt frá Bolungarvík. 9. desember 2014 23:11 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Sjá meira
„Ég hef aldrei vitað annað eins. Ég hef aldrei áður þurft að leggja sjálfa mig í hættu við að lesa á mælana en á meðan ég skreið að mælunum fuku tvær þakplötur inn í garðinn til mín. Þetta var alveg rosalegt,“ segir afmælisbarnið Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona fyrir Veðurstofu Íslands í Bolungarvík. Fárviðri var á Vestfjörðum í gær og fór vindhraði í allt að 35 metra á sekúndu, sem er fellibylsstyrkur. Vind er þó tekið að lægja en samkvæmt Veðurstofu Íslands er hann nú um 15-23 metrar á sekúndu. Skólahald féll niður í gær og í dag, rafmagnslaust er víða og hætta er á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum.Upplifunin ævintýraleg „Það að lesa á mælana tók mig fjörutíu mínútur, en vanalega tekur það mig ekki meira en fimm mínútur. Veðurhamurinn var rosalegur í gær og er með þeim verri sem ég hef upplifað,“ segir Margrét. „Það gerði aftaka veður á milli jóla og nýárs 2012, sem er kannski svipað veðrinu núna. En að vera úti í 30 metrum á sekúndu var bara ævintýri. Vindhviðurnar fóru síðan í svona 70-80 metra á sekúndu og úrkoman í 57 mm. Það er virkilega mikið.“Sá veðurofsann færast yfir Margrét er með hross en hún rétt náði að koma þeim í hús áður en veðrið skall á. „Veðrið skall á á tíu mínútum og maður bara sá þegar kólgubakkinn kom inn í djúpið og færðist yfir.“ Ekkert ferðaveður er og mælir Margrét með að fólk haldi sig inni við á meðan veðrið gengur yfir. Það ætlar hún að gera, en Margrét fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. Líklega mun hún því verja deginum í faðmi fjölskyldunnar.
Veður Tengdar fréttir Víða rafmagnslaust á Vestfjörðum Barðastrandalína er spennulaus sökum ísingar og eru íbúar á Barðaströnd því án rafmagns. 10. desember 2014 10:07 Snjóflóð kom í veg fyrir að sjúkrabíll kæmist til baka á Ísafjörð Afleitt veður hefur verið á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær og hefur það meðal annars valdið rafmagnstruflunum. Það hefur verið rafmagnslaust á Barðaströnd síðan aðfararnótt þriðjudags og þar er víða orðið kalt í húsum. 10. desember 2014 07:13 „Glórulaus stórhríð“ Vindhraði náði hámarki á Vestfjörðum á milli átta og níu og mun vera hár áfram fram eftir kvöldi. 9. desember 2014 20:45 Brattabrekka lokuð vegna umferðaróhapps Tveir flutningabílar og einn fólksbíll loka nú veginum yfir Bröttubrekku eftir að þeir runnu þversum á veginum og loka honum. 9. desember 2014 11:01 Fárviðri á Vestfjörðum Hægt er að fylgjast með óveðrinu á gagnvirku veðurkorti. 9. desember 2014 18:10 Veðurstofa varar við aftakaveðri: Frystitogari fastur í Ísafjarðardjúpi „Það er nú nokkuð erfitt að segja hvernig veðrið er, það sést ekkert útum neina glugga hér í skipinu,“ segir Sigurbjörn E. Kristjánsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra. 9. desember 2014 15:13 Varað við fárviðri á norðanverðum Vestfjörðum eftir hádegi Veðurstofan spáir norðaustan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 35 m/s) á norðanverðum Vestfjörðum. 9. desember 2014 10:14 Vetrarríki á Vestfjörðum Sannkallað inniveður hefur verið á Ísafirði í dag. 9. desember 2014 21:26 Snjóflóðahætta og rafmagnslaust á Vestfjörðum Aftakaveður á Vestfjörðum. 10. desember 2014 10:23 Hlaða splundraðist í óveðrinu Miklar skemmdir á hlöðunni í Minnihlíð, skammt frá Bolungarvík. 9. desember 2014 23:11 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Sjá meira
Víða rafmagnslaust á Vestfjörðum Barðastrandalína er spennulaus sökum ísingar og eru íbúar á Barðaströnd því án rafmagns. 10. desember 2014 10:07
Snjóflóð kom í veg fyrir að sjúkrabíll kæmist til baka á Ísafjörð Afleitt veður hefur verið á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær og hefur það meðal annars valdið rafmagnstruflunum. Það hefur verið rafmagnslaust á Barðaströnd síðan aðfararnótt þriðjudags og þar er víða orðið kalt í húsum. 10. desember 2014 07:13
„Glórulaus stórhríð“ Vindhraði náði hámarki á Vestfjörðum á milli átta og níu og mun vera hár áfram fram eftir kvöldi. 9. desember 2014 20:45
Brattabrekka lokuð vegna umferðaróhapps Tveir flutningabílar og einn fólksbíll loka nú veginum yfir Bröttubrekku eftir að þeir runnu þversum á veginum og loka honum. 9. desember 2014 11:01
Fárviðri á Vestfjörðum Hægt er að fylgjast með óveðrinu á gagnvirku veðurkorti. 9. desember 2014 18:10
Veðurstofa varar við aftakaveðri: Frystitogari fastur í Ísafjarðardjúpi „Það er nú nokkuð erfitt að segja hvernig veðrið er, það sést ekkert útum neina glugga hér í skipinu,“ segir Sigurbjörn E. Kristjánsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra. 9. desember 2014 15:13
Varað við fárviðri á norðanverðum Vestfjörðum eftir hádegi Veðurstofan spáir norðaustan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 35 m/s) á norðanverðum Vestfjörðum. 9. desember 2014 10:14
Hlaða splundraðist í óveðrinu Miklar skemmdir á hlöðunni í Minnihlíð, skammt frá Bolungarvík. 9. desember 2014 23:11