Notaleg menningarstund með heitu súkkulaði og piparkökum Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2014 12:03 Finnur Arnar á að baki langan og fjölbreyttan feril á vettvangi íslenskra sjónlista. Næstkomandi laugardag, 13. desember kl. 14.00, tekur Finnur Arnar á móti gestum, í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum, og fjallar um sýningu sína FERÐ. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem haldin er sérstök sýning á vídeólist í húsakynnum safnsins. Finnur Arnar á að baki langan og fjölbreyttan feril á vettvangi íslenskra sjónlista. Myndbandslistaverk eftir hann hafa verið sett upp á helstu sýningarstöðum landsins, ein sér, eða í samfloti við verk unnin í aðra miðla. Finnur Arnar er einnig afkastamikill hönnuður sviðsmynda fyrir leikhús. Loks hefur listamaðurinn í seinni tíð haslað sér völl sem sýningarstjóri, en sýningarstjórn hans hefur framar öðru hverfst um „Skúrinn“ svokallaða. „Skúrinn“ er gamall og lúinn vinnuskúr sem fjöldi málsmetandi listamanna úr mörgum listgreinum hefur sýnt í og umbreytt með ýmsum hætti, nú síðast Ragnar Kjartansson. Meðal annars hafa listamennirnir flutt hann með sér um landið. Upprunalega mun „Skúrinn“ þó hafa staðið á Suðurnesjum. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjanesbæ að allir séu hjartanlega velkomnir. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og piparkökur í tilefni aðventunnar, svo tilvalið er að stinga sér inn úr jólaamstrinu og eiga góða menningarstund. Sýningin stendur til 21. desember. Safnið er opið virka daga 12-17 og um helgar 13-17. Aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Næstkomandi laugardag, 13. desember kl. 14.00, tekur Finnur Arnar á móti gestum, í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum, og fjallar um sýningu sína FERÐ. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem haldin er sérstök sýning á vídeólist í húsakynnum safnsins. Finnur Arnar á að baki langan og fjölbreyttan feril á vettvangi íslenskra sjónlista. Myndbandslistaverk eftir hann hafa verið sett upp á helstu sýningarstöðum landsins, ein sér, eða í samfloti við verk unnin í aðra miðla. Finnur Arnar er einnig afkastamikill hönnuður sviðsmynda fyrir leikhús. Loks hefur listamaðurinn í seinni tíð haslað sér völl sem sýningarstjóri, en sýningarstjórn hans hefur framar öðru hverfst um „Skúrinn“ svokallaða. „Skúrinn“ er gamall og lúinn vinnuskúr sem fjöldi málsmetandi listamanna úr mörgum listgreinum hefur sýnt í og umbreytt með ýmsum hætti, nú síðast Ragnar Kjartansson. Meðal annars hafa listamennirnir flutt hann með sér um landið. Upprunalega mun „Skúrinn“ þó hafa staðið á Suðurnesjum. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjanesbæ að allir séu hjartanlega velkomnir. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og piparkökur í tilefni aðventunnar, svo tilvalið er að stinga sér inn úr jólaamstrinu og eiga góða menningarstund. Sýningin stendur til 21. desember. Safnið er opið virka daga 12-17 og um helgar 13-17. Aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira