Rukkuð um 700 krónur fyrir að taka út úr hraðbanka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. desember 2014 15:47 vísir/stefán/gva Rögnu Ingólfsdóttur brá heldur betur í brún þegar hún leit inn á heimabanka sinn á dögunum. Hún hafði notað kreditkortið sitt til að taka út úr hraðbanka Íslandsbanka. Úttektin kostaði hana tæpar 700 krónur. „Ég tók 20 þúsund krónur út úr hraðbanka Íslandsbanka við Eiðistorg. Það kostaði 125 krónur sem ég greiddi til Íslandsbanka en ég fékk síðan inn á heimabankann minn gjald upp á 563 krónur frá Landsbankanum, þannig að þetta voru tæpar 700 krónur sem ég greiddi fyrir að nota hraðbankann,“ segir Ragna en hún vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni. Ragna, sem er margfaldur Íslandsmeistari í badminton og tvöfaldur Ólympíufari, býr á Seltjarnarnesi og er útibú Íslandsbanka á Eiðistorgi næsti banki við hana. Ragna er hins vegar í viðskiptum við Landsbankann. „Þetta er mjög svekkjandi. Fyrir stuttu síðan þurfti ég að taka tvisvar út úr hraðbanka, með nokkurra mínútna millibili, og fékk síðan tæplega 1400 króna rukkun inn á heimabankann,“ segir hún en tekur þó fram að hún sé afar sátt við viðskipti sín hjá Landsbankanum, þetta hafi einungis komið henni á óvart.Á vef Landsbankans segir að viðskiptavinir bankans greiði ekkert fyrir úttekt í hraðbönkum Landsbankans, en að viðskiptavinir annarra banka greiði 150 króna úttektargjald, sé notað debetkort. Sé notað kreditkort, líkt og í tilfelli Rögnu, er skuldfært af kortinu 2,20 prósent af þeirri upphæð sem tekin er út, sem svarar til 440 króna miðað við 20 þúsund króna úttekt. Ofan á það koma síðan 120 krónur vegna úttektargjaldsins hjá Landsbankanum. Samanlagður kostnaður er því um 685 krónur. „Mér finnst þetta alltof hár kostnaður. Ég er búin að gera þetta nokkuð oft og búið að kosta mig mikið síðasta árið en framvegis reyni ég að taka út af debet eða jafnvel færi viðskipti mín til Íslandsbanka þar sem hann er nær mér. Ég get ekki ímyndað mér að Íslandsbanki muni rukka svona mikið ef ég tek út í þeirra banka,“ segir Ragna að lokum. Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Rögnu Ingólfsdóttur brá heldur betur í brún þegar hún leit inn á heimabanka sinn á dögunum. Hún hafði notað kreditkortið sitt til að taka út úr hraðbanka Íslandsbanka. Úttektin kostaði hana tæpar 700 krónur. „Ég tók 20 þúsund krónur út úr hraðbanka Íslandsbanka við Eiðistorg. Það kostaði 125 krónur sem ég greiddi til Íslandsbanka en ég fékk síðan inn á heimabankann minn gjald upp á 563 krónur frá Landsbankanum, þannig að þetta voru tæpar 700 krónur sem ég greiddi fyrir að nota hraðbankann,“ segir Ragna en hún vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni. Ragna, sem er margfaldur Íslandsmeistari í badminton og tvöfaldur Ólympíufari, býr á Seltjarnarnesi og er útibú Íslandsbanka á Eiðistorgi næsti banki við hana. Ragna er hins vegar í viðskiptum við Landsbankann. „Þetta er mjög svekkjandi. Fyrir stuttu síðan þurfti ég að taka tvisvar út úr hraðbanka, með nokkurra mínútna millibili, og fékk síðan tæplega 1400 króna rukkun inn á heimabankann,“ segir hún en tekur þó fram að hún sé afar sátt við viðskipti sín hjá Landsbankanum, þetta hafi einungis komið henni á óvart.Á vef Landsbankans segir að viðskiptavinir bankans greiði ekkert fyrir úttekt í hraðbönkum Landsbankans, en að viðskiptavinir annarra banka greiði 150 króna úttektargjald, sé notað debetkort. Sé notað kreditkort, líkt og í tilfelli Rögnu, er skuldfært af kortinu 2,20 prósent af þeirri upphæð sem tekin er út, sem svarar til 440 króna miðað við 20 þúsund króna úttekt. Ofan á það koma síðan 120 krónur vegna úttektargjaldsins hjá Landsbankanum. Samanlagður kostnaður er því um 685 krónur. „Mér finnst þetta alltof hár kostnaður. Ég er búin að gera þetta nokkuð oft og búið að kosta mig mikið síðasta árið en framvegis reyni ég að taka út af debet eða jafnvel færi viðskipti mín til Íslandsbanka þar sem hann er nær mér. Ég get ekki ímyndað mér að Íslandsbanki muni rukka svona mikið ef ég tek út í þeirra banka,“ segir Ragna að lokum.
Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira