Sveppur seldist á 7,7 milljónir Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. desember 2014 10:31 Federico Balestra sáttur með sveppinn. Mynd/Sabatino Heimsins stærsti trufflu-sveppur var seldur á uppboði um helgina. Sveppurinn seldist á 7,7 milljónir, sem er talsvert lægri upphæð en næststærsti sveppur sögunnar seldist á. Trufflu-sveppir eru einnig kallaðir jarðkeppir og hallsveppir á okkar ástkæra, ylhýra. Sveppurinn fannst í síðustu viku í Umrian-héraðinu á Ítalíu og var 1,89 kílógrömm að þyngd. Sá sem keypti sveppinn er frá Taívan.Starfsmaður fyrirtækis sem sérhæfir sig í því að leita að trufflum fann sveppinn. Fyrirtækið heitir Sabatino Truffles og forseti þess heitir Federico Balestra. Hann er vitanlega í skýjunum með söluna. „Þetta er ótrúlegt, alveg ótrúlegt,“ segir hann og bætir því við að starfsmaðurinn hafi notið aðstoðar hvolps við að finna trufluna. Lyktarskyn hunda kemur sér vel þegar finna á trufflur, því þær eru oft talsvert undir yfirborðinu. Sérstakir leitarhundar eru þjálfaðir til þess að finna trufflurnar og er finnast flestar þeirra á tilteknum svæðum á Ítalíu, í Frakklandi auk þess sem trufflur hafa fundist í Króatíu og Slóveníu. Þær finnast yfirleitt í október, nóvember og desember. „Yfirleitt eru það reynslumeiri, eldri hundarnir sem finna svona stóra sveppi. Trufflur að þessu tagi geta verið allt að fjörutíu sentímetra undir yfirborðinu,“ útskýrir Balsetri. Fyrirtækið gaf ágóðann af sölunni til góðgerðamála, meðal annars til samtaka sem gefa heimilislausum mat og samtaka sem styðja við börn með gláku. Samkvæmt Heimsmetabók Guinness var stærsta trufflan, áður en þessi fannst, 1,31 kílógrömm að þyngd. Sú fannst Króatíu árið 1999. Sérstaklega þjálfuð svín hafa einnig verið notuð til þess að finna trufflur, eins og sjá má hér að neðan. Búið er að taka fyrir notkun svína til þess að finna trufflur á Ítalíu. Lög voru sett árið 1985 um málið, því svínin voru talin skaða svepparæktun. Hlutfallslega var verðið á sveppnum sem seldist um helgina talsvert lægra en á þeim næststærsta sem seldur hefur verið á uppboði. Sá var næstum því helmingi léttari en seldist á 52 milljónir króna. Í kjölfar þess að það spurðist út að heimsins stærsta truffla hefði fundist fóru sögusagnir af stað að kínverskir matarunnendur væru tilbúnir að greiða eina milljón bandaríkjadala, eða 125 milljónir króna, fyrir hana. En verðið var töluvert lægra en það; 7,7 milljónir króna sem runnu til góðgerðamála. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd af því þegar leitað er að trufflum. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Heimsins stærsti trufflu-sveppur var seldur á uppboði um helgina. Sveppurinn seldist á 7,7 milljónir, sem er talsvert lægri upphæð en næststærsti sveppur sögunnar seldist á. Trufflu-sveppir eru einnig kallaðir jarðkeppir og hallsveppir á okkar ástkæra, ylhýra. Sveppurinn fannst í síðustu viku í Umrian-héraðinu á Ítalíu og var 1,89 kílógrömm að þyngd. Sá sem keypti sveppinn er frá Taívan.Starfsmaður fyrirtækis sem sérhæfir sig í því að leita að trufflum fann sveppinn. Fyrirtækið heitir Sabatino Truffles og forseti þess heitir Federico Balestra. Hann er vitanlega í skýjunum með söluna. „Þetta er ótrúlegt, alveg ótrúlegt,“ segir hann og bætir því við að starfsmaðurinn hafi notið aðstoðar hvolps við að finna trufluna. Lyktarskyn hunda kemur sér vel þegar finna á trufflur, því þær eru oft talsvert undir yfirborðinu. Sérstakir leitarhundar eru þjálfaðir til þess að finna trufflurnar og er finnast flestar þeirra á tilteknum svæðum á Ítalíu, í Frakklandi auk þess sem trufflur hafa fundist í Króatíu og Slóveníu. Þær finnast yfirleitt í október, nóvember og desember. „Yfirleitt eru það reynslumeiri, eldri hundarnir sem finna svona stóra sveppi. Trufflur að þessu tagi geta verið allt að fjörutíu sentímetra undir yfirborðinu,“ útskýrir Balsetri. Fyrirtækið gaf ágóðann af sölunni til góðgerðamála, meðal annars til samtaka sem gefa heimilislausum mat og samtaka sem styðja við börn með gláku. Samkvæmt Heimsmetabók Guinness var stærsta trufflan, áður en þessi fannst, 1,31 kílógrömm að þyngd. Sú fannst Króatíu árið 1999. Sérstaklega þjálfuð svín hafa einnig verið notuð til þess að finna trufflur, eins og sjá má hér að neðan. Búið er að taka fyrir notkun svína til þess að finna trufflur á Ítalíu. Lög voru sett árið 1985 um málið, því svínin voru talin skaða svepparæktun. Hlutfallslega var verðið á sveppnum sem seldist um helgina talsvert lægra en á þeim næststærsta sem seldur hefur verið á uppboði. Sá var næstum því helmingi léttari en seldist á 52 milljónir króna. Í kjölfar þess að það spurðist út að heimsins stærsta truffla hefði fundist fóru sögusagnir af stað að kínverskir matarunnendur væru tilbúnir að greiða eina milljón bandaríkjadala, eða 125 milljónir króna, fyrir hana. En verðið var töluvert lægra en það; 7,7 milljónir króna sem runnu til góðgerðamála. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd af því þegar leitað er að trufflum.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent