Karlar sem hata konur Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 25. nóvember 2014 11:13 Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi hefjum við 16 daga átak sem helgað er baráttunni gegn þessari helstu heilsufarsógn kvenna og útbreiddasta mannréttindabroti í heiminum – ofbeldi af hendi karla. Það er ótrúlegt til þess að hugsa, að þrátt fyrir alla þær framfarir og sigra sem náðst hafa í jafnréttisbaráttu og mannréttindamálum á liðnum árum og áratugum óttist konur þessa heims, fátt meira en feður, syni og bræður þessa heims og því miður ekki að ástæðu lausu. Á hverju ári eru hundruð þúsunda kvenna myrtar af körlum um allann heim og meirihluti kvenna hefur einhverntíma á æfi sinni orðið fyrir einhverskonar ofbeldi af hálfu karla. Á hverju ári eru hundruð þúsunda kvenna, hnepptar í kynlífsþrældóm, hátt í 200 milljónum kvenna er nauðgað og hundruð milljóna beittar kynferðisofbeldi, um 82 milljónir stúlkna undir 18 ára aldri eru giftar eldri körlum og í Evrópu einni er talið að daglega deyi 7 konur af völdum heimilisofbeldis. Frá lokum heimstyrjaldarinnar síðari hafi karlar myrt fleiri konur en fórnarlömb nazista voru í heimstyrjöldinni síðari.Samfélagið bregst konumJafnvel á Íslandi, þar sem jafnrétti kynjanna er mest í öllum heiminum eru konur ekki öruggar. Ein af hverjum fimm stúlkum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og um helmingur íslenskra kvenna hafa einhverntíma á æfinni orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla og stór hluti íslenskra kvenna upplifir sig óörugga í miðborg Reykjavíkur. Samhvæmt nýlegri íslenskri könnun tilkynna konur aðeins um 8% þeirra ofbeldisverka sem þær verða fyrir og lítill hluti þessara tilkynnu brota leiða til sakfellingar í meðferð réttarvörslukerfisins. Það blasir því við að réttarvörslukerfið og í raun, samfélagið allt, hefur brugðist í því hlutverki sínu að tryggja íslenskum konum öruggt umhverfi, til jafns við karla.Þú getur breytt heiminumÞað hljóta allir að sjá, að slíkt ástand er óásættanlegt í siðuðum samfélögum og það er vissulega umhugsunarefni hvers vegna þúsundir karlar beita konur ofbeldi og hvers vegna við höfum sem samfélag hingað til ekki getað unnið á þessu samfélagsmeini. En það góða er að við getum breytt þessu, þú getur breytt þessu, með því að hætt að taka þátt í þeirri ofbeldis menningu sem við lifum í. Segja frá ofbeldi sem þú veist um og hjálpa brotaþolum, taka ekki þátt í neinu sem niðurlægir konur og andmæla þess háttar ummælum, myndbirtingum, viðburðum og svo framvegis. Það er mikilvægt að við komum þeim skilaboðum til þeirra sem beita ofbeldi að það er ekki samþykkt. Ef þú beitir ofbeldi verður þú að leita þér hjálpar því við getum einfaldlega ekki haldið svona áfram, dætur okkar systur og mæður eiga betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Sjá meira
Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi hefjum við 16 daga átak sem helgað er baráttunni gegn þessari helstu heilsufarsógn kvenna og útbreiddasta mannréttindabroti í heiminum – ofbeldi af hendi karla. Það er ótrúlegt til þess að hugsa, að þrátt fyrir alla þær framfarir og sigra sem náðst hafa í jafnréttisbaráttu og mannréttindamálum á liðnum árum og áratugum óttist konur þessa heims, fátt meira en feður, syni og bræður þessa heims og því miður ekki að ástæðu lausu. Á hverju ári eru hundruð þúsunda kvenna myrtar af körlum um allann heim og meirihluti kvenna hefur einhverntíma á æfi sinni orðið fyrir einhverskonar ofbeldi af hálfu karla. Á hverju ári eru hundruð þúsunda kvenna, hnepptar í kynlífsþrældóm, hátt í 200 milljónum kvenna er nauðgað og hundruð milljóna beittar kynferðisofbeldi, um 82 milljónir stúlkna undir 18 ára aldri eru giftar eldri körlum og í Evrópu einni er talið að daglega deyi 7 konur af völdum heimilisofbeldis. Frá lokum heimstyrjaldarinnar síðari hafi karlar myrt fleiri konur en fórnarlömb nazista voru í heimstyrjöldinni síðari.Samfélagið bregst konumJafnvel á Íslandi, þar sem jafnrétti kynjanna er mest í öllum heiminum eru konur ekki öruggar. Ein af hverjum fimm stúlkum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og um helmingur íslenskra kvenna hafa einhverntíma á æfinni orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla og stór hluti íslenskra kvenna upplifir sig óörugga í miðborg Reykjavíkur. Samhvæmt nýlegri íslenskri könnun tilkynna konur aðeins um 8% þeirra ofbeldisverka sem þær verða fyrir og lítill hluti þessara tilkynnu brota leiða til sakfellingar í meðferð réttarvörslukerfisins. Það blasir því við að réttarvörslukerfið og í raun, samfélagið allt, hefur brugðist í því hlutverki sínu að tryggja íslenskum konum öruggt umhverfi, til jafns við karla.Þú getur breytt heiminumÞað hljóta allir að sjá, að slíkt ástand er óásættanlegt í siðuðum samfélögum og það er vissulega umhugsunarefni hvers vegna þúsundir karlar beita konur ofbeldi og hvers vegna við höfum sem samfélag hingað til ekki getað unnið á þessu samfélagsmeini. En það góða er að við getum breytt þessu, þú getur breytt þessu, með því að hætt að taka þátt í þeirri ofbeldis menningu sem við lifum í. Segja frá ofbeldi sem þú veist um og hjálpa brotaþolum, taka ekki þátt í neinu sem niðurlægir konur og andmæla þess háttar ummælum, myndbirtingum, viðburðum og svo framvegis. Það er mikilvægt að við komum þeim skilaboðum til þeirra sem beita ofbeldi að það er ekki samþykkt. Ef þú beitir ofbeldi verður þú að leita þér hjálpar því við getum einfaldlega ekki haldið svona áfram, dætur okkar systur og mæður eiga betra skilið.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun