Vrba: Íslendingar verða erfiðir og óþægilegir Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Plzen skrifar 15. nóvember 2014 17:40 Vrba á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Daníel Pavel Vrba, landsliðsþjálfari Tékklands, hrósaði íslenska liðinu mjög á blaðamannafundi sínum á Doosan-leikvanginum í Plzen en hér mætast liðin í undankeppni EM 2016 annað kvöld. Ísland og Tékkland eru bæði með níu stig að loknum þremur leikjum en strákarnir okkar á toppi riðilsins með markatöluna 8-0. Vrba sagði það ótrúlega tölfræði. „Það er auðvitað sérstakt að vinna þrjá leiki án þess að fá á sig mark og í raun algjör undantekning. Úrslit leikjanna eru því afar áhugaverð,“ sagði Vrba. „Ísland er ofsalega agað og ég hef ekki séð svona lengi. Þetta er lið með dæmigerða skandínavíska þrautsegju - þeir sækja hratt fram og verða erfiður og óþægilegur andstæðingur.“ „Það er engin tilviljun að þeir hafi haldið hreinu heldur er það árangur vinnu þirra. Holland fékk í raun bara eitt færi gegn þeim og Tyrkland tvö. Agi og skipulagning liðsins er framúrskarandi.“ „Bæði lið gera sér grein fyrir mikilvægi leiksins og það lið sem ber sigur úr býtum er komið langleiðina til Frakklands. Auðvitað getur vel verið að liðin skilji jöfn en liðin vita vel hvað er í húfi.“ Æfing liðsins á Doosan-leikvanginum í Plzen er opin stuðningsmönnum en Vrba var þar til í fyrra þjálfari Viktora Plzen. Hann náði góðum árangri með liðið þau fimm ár sem hann starfaði hér. „Ég þekki stuðningsmenn í Plzen og trúi því að margir muni mæta í kvöld. Það gleður mig enda viljum við opna okkur fyrir fólkinu.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira
Pavel Vrba, landsliðsþjálfari Tékklands, hrósaði íslenska liðinu mjög á blaðamannafundi sínum á Doosan-leikvanginum í Plzen en hér mætast liðin í undankeppni EM 2016 annað kvöld. Ísland og Tékkland eru bæði með níu stig að loknum þremur leikjum en strákarnir okkar á toppi riðilsins með markatöluna 8-0. Vrba sagði það ótrúlega tölfræði. „Það er auðvitað sérstakt að vinna þrjá leiki án þess að fá á sig mark og í raun algjör undantekning. Úrslit leikjanna eru því afar áhugaverð,“ sagði Vrba. „Ísland er ofsalega agað og ég hef ekki séð svona lengi. Þetta er lið með dæmigerða skandínavíska þrautsegju - þeir sækja hratt fram og verða erfiður og óþægilegur andstæðingur.“ „Það er engin tilviljun að þeir hafi haldið hreinu heldur er það árangur vinnu þirra. Holland fékk í raun bara eitt færi gegn þeim og Tyrkland tvö. Agi og skipulagning liðsins er framúrskarandi.“ „Bæði lið gera sér grein fyrir mikilvægi leiksins og það lið sem ber sigur úr býtum er komið langleiðina til Frakklands. Auðvitað getur vel verið að liðin skilji jöfn en liðin vita vel hvað er í húfi.“ Æfing liðsins á Doosan-leikvanginum í Plzen er opin stuðningsmönnum en Vrba var þar til í fyrra þjálfari Viktora Plzen. Hann náði góðum árangri með liðið þau fimm ár sem hann starfaði hér. „Ég þekki stuðningsmenn í Plzen og trúi því að margir muni mæta í kvöld. Það gleður mig enda viljum við opna okkur fyrir fólkinu.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira