Einkunnir strákanna: Aron bestur en Elmar slakastur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2014 22:05 Tékkar höfðu ástæðu til að fagna í kvöld. Vísir/AFP Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var besti leikmaður karlalandsliðs Íslands í 2-1 tapinu gegn Tékkum í undankeppni Evrópumótsins 2016 ytra í kvöld. Einkunnir leikmannanna má sjá hér að neðan. Ragnar Sigurðsson kom Íslandi yfir á 9. mínútu en Tékkarnir sneru við blaðinu með marki hvoru megin við hálfleikinn. Síðara markið var sjálfsmark Jóns Daða Böðvarssonar sem var sérstaklega slysalegt. Mörkin úr leiknum má sjá hér.Hannes Þór Halldórsson 4Gat lítið gert í marki Tékka í síðari hálfleik sem braut loksins ísinn í íslenska markinu. Hannes fékk svo afar klaufalegt sjálfsmark á sig í þeim síðari. Átti svo slæmt úthlaup er Kári bjargaði á línu.Theodór Elmar Bjarnason 2Tékkar herjuðu á hægri bakvarðastöðuna hjá Íslandi og Elmar var oft í miklum vandræðum. Gleymdi sér í marki Tékkanna og kom íslenska liðinu oft í stórhættu. Rétt áður en það átti að taka hann af velli bjuggu Tékkar til mark á vinstri vængnum.Kári Árnason 5 Fékk dæmda á sig aukaspyrnuna sem bjó til mark Tékka, þó það hafi verið fyrir afar litlar sakir. Byrjaði ágætlega en varð mistækur eftir því sem leið á leikinn. Bjargaði þó á línu skömmu eftir sjálfsmarkið.Ragnar Sigurðsson 6Skoraði frábært mark sem kom Íslandi yfir. Reyndu eins og aðrir í íslensku vörninni að halda skipulagi en það gekk oft illa gegn spræku tékknesku liði. Ari Freyr Skúlason 6 Ari komst ágætlega frá sínu í þessum leik. Lokaði sínu svæði vel og átti stóran þátt í að búa til dauðafærið fyrir Kolbein sem var næstum búið að koma Íslandi í 2-0 forystu. Birkir Bjarnason 5 Gerði vel í að skapa færið fyrir Kolbein en það kom annars lítið úr Birki, enda var miðjuspili Íslands oft haldið niðri. Gylfi Þór Sigurðsson 5 Erfiður fyrri hálfleikur þar sem Gylfi var í mikilli varnarvinnu og náði sjaldan að skapa usla á vallarhelmingi heimamanna. Negldi boltanum í stöng um miðjan síðari hálfleik en hafði þess fyrir utan því miður hægt um sig. Aron Einar Gunnarsson 7 Loksins sáum við Aron Einar taka langt innkast í landsleik á ný og það skilaði marki í fyrstu tilraun og stangarskoti Gylfa í því síðara. Fyrirliðinn var gríðarlega duglegur eins og ávallt og komst ágætlega frá gífurlega krefjandi hlutverki á miðjunni. Emil Hallfreðsson 4 Það lá mikið á hægri varnarvæng íslenska liðsins og Emil hafði nóg að gera. Kom því lítið sem ekkert úr sóknarleiknum hægra megin. Jón Daði Böðvarsson 4 Virtist gleyma sér í marki Tékkanna undir lok fyrri hálfleiks og skoraði svo bagalegt sjálfsmark. Þetta var erfiður dagur fyrir sóknarmanninn unga. Kolbeinn Sigþórsson 6 Styrkleiki Kolbeins í loftinu nýttist liðinu vel í fyrri hálfleik. Átti stóran þátt í marki Ragnars og var vinnusamur þess fyrir utan. Varamenn: Rúrik Gíslason (62. fyrir Emil) 5 Náði því miður að bæta litlu við sóknarleik Íslands eftir að hafa komið inn á. Birkir Már Sævarsson (62. fyrir Theodór Elmar) 5 Gerði sitt vel eftir að hann kom inn á, tók engar áhættur og lokaði svæðinu ágætlega. Jóhann Berg Guðmundsson (77. fyrir Birki Bjarnason) Var afar nálægt því að skora eftir hornspyrnu seint í leiknum en Petr Cech varði frá honum af stuttu færi. Spilaði of stutt til að fá einkunn. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjóðin svekkt en stolt af strákunum Sparkspekingar eru sársvekktir með 2-1 tap karlalandsliðs Íslands í Tékklandi í kvöld. EM-draumurinn lifir þó enn góðu lífi. 16. nóvember 2014 21:49 Íslendingar síðastir til að fá á sig mark í undankeppni EM Íslenska landsliðið hélt hreinu fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks í fjórða leik sínum í undankeppni EM og sló þar með við öllum liðunum í undankeppninni. 16. nóvember 2014 20:52 Gummi Ben missti sig yfir marki Ragnars Okkar maður lýsir leiknum beint á Bylgjunni. 16. nóvember 2014 20:19 Sjáðu mörkin úr tapinu í Plzen | Myndbönd Jón Daði Böðvarsson skoraði slysalegt sjálfsmark sem tryggði Tékkum sigur gegn Ísland. 16. nóvember 2014 21:41 Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir drauma byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld. 16. nóvember 2014 14:12 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var besti leikmaður karlalandsliðs Íslands í 2-1 tapinu gegn Tékkum í undankeppni Evrópumótsins 2016 ytra í kvöld. Einkunnir leikmannanna má sjá hér að neðan. Ragnar Sigurðsson kom Íslandi yfir á 9. mínútu en Tékkarnir sneru við blaðinu með marki hvoru megin við hálfleikinn. Síðara markið var sjálfsmark Jóns Daða Böðvarssonar sem var sérstaklega slysalegt. Mörkin úr leiknum má sjá hér.Hannes Þór Halldórsson 4Gat lítið gert í marki Tékka í síðari hálfleik sem braut loksins ísinn í íslenska markinu. Hannes fékk svo afar klaufalegt sjálfsmark á sig í þeim síðari. Átti svo slæmt úthlaup er Kári bjargaði á línu.Theodór Elmar Bjarnason 2Tékkar herjuðu á hægri bakvarðastöðuna hjá Íslandi og Elmar var oft í miklum vandræðum. Gleymdi sér í marki Tékkanna og kom íslenska liðinu oft í stórhættu. Rétt áður en það átti að taka hann af velli bjuggu Tékkar til mark á vinstri vængnum.Kári Árnason 5 Fékk dæmda á sig aukaspyrnuna sem bjó til mark Tékka, þó það hafi verið fyrir afar litlar sakir. Byrjaði ágætlega en varð mistækur eftir því sem leið á leikinn. Bjargaði þó á línu skömmu eftir sjálfsmarkið.Ragnar Sigurðsson 6Skoraði frábært mark sem kom Íslandi yfir. Reyndu eins og aðrir í íslensku vörninni að halda skipulagi en það gekk oft illa gegn spræku tékknesku liði. Ari Freyr Skúlason 6 Ari komst ágætlega frá sínu í þessum leik. Lokaði sínu svæði vel og átti stóran þátt í að búa til dauðafærið fyrir Kolbein sem var næstum búið að koma Íslandi í 2-0 forystu. Birkir Bjarnason 5 Gerði vel í að skapa færið fyrir Kolbein en það kom annars lítið úr Birki, enda var miðjuspili Íslands oft haldið niðri. Gylfi Þór Sigurðsson 5 Erfiður fyrri hálfleikur þar sem Gylfi var í mikilli varnarvinnu og náði sjaldan að skapa usla á vallarhelmingi heimamanna. Negldi boltanum í stöng um miðjan síðari hálfleik en hafði þess fyrir utan því miður hægt um sig. Aron Einar Gunnarsson 7 Loksins sáum við Aron Einar taka langt innkast í landsleik á ný og það skilaði marki í fyrstu tilraun og stangarskoti Gylfa í því síðara. Fyrirliðinn var gríðarlega duglegur eins og ávallt og komst ágætlega frá gífurlega krefjandi hlutverki á miðjunni. Emil Hallfreðsson 4 Það lá mikið á hægri varnarvæng íslenska liðsins og Emil hafði nóg að gera. Kom því lítið sem ekkert úr sóknarleiknum hægra megin. Jón Daði Böðvarsson 4 Virtist gleyma sér í marki Tékkanna undir lok fyrri hálfleiks og skoraði svo bagalegt sjálfsmark. Þetta var erfiður dagur fyrir sóknarmanninn unga. Kolbeinn Sigþórsson 6 Styrkleiki Kolbeins í loftinu nýttist liðinu vel í fyrri hálfleik. Átti stóran þátt í marki Ragnars og var vinnusamur þess fyrir utan. Varamenn: Rúrik Gíslason (62. fyrir Emil) 5 Náði því miður að bæta litlu við sóknarleik Íslands eftir að hafa komið inn á. Birkir Már Sævarsson (62. fyrir Theodór Elmar) 5 Gerði sitt vel eftir að hann kom inn á, tók engar áhættur og lokaði svæðinu ágætlega. Jóhann Berg Guðmundsson (77. fyrir Birki Bjarnason) Var afar nálægt því að skora eftir hornspyrnu seint í leiknum en Petr Cech varði frá honum af stuttu færi. Spilaði of stutt til að fá einkunn.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjóðin svekkt en stolt af strákunum Sparkspekingar eru sársvekktir með 2-1 tap karlalandsliðs Íslands í Tékklandi í kvöld. EM-draumurinn lifir þó enn góðu lífi. 16. nóvember 2014 21:49 Íslendingar síðastir til að fá á sig mark í undankeppni EM Íslenska landsliðið hélt hreinu fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks í fjórða leik sínum í undankeppni EM og sló þar með við öllum liðunum í undankeppninni. 16. nóvember 2014 20:52 Gummi Ben missti sig yfir marki Ragnars Okkar maður lýsir leiknum beint á Bylgjunni. 16. nóvember 2014 20:19 Sjáðu mörkin úr tapinu í Plzen | Myndbönd Jón Daði Böðvarsson skoraði slysalegt sjálfsmark sem tryggði Tékkum sigur gegn Ísland. 16. nóvember 2014 21:41 Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir drauma byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld. 16. nóvember 2014 14:12 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Þjóðin svekkt en stolt af strákunum Sparkspekingar eru sársvekktir með 2-1 tap karlalandsliðs Íslands í Tékklandi í kvöld. EM-draumurinn lifir þó enn góðu lífi. 16. nóvember 2014 21:49
Íslendingar síðastir til að fá á sig mark í undankeppni EM Íslenska landsliðið hélt hreinu fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks í fjórða leik sínum í undankeppni EM og sló þar með við öllum liðunum í undankeppninni. 16. nóvember 2014 20:52
Gummi Ben missti sig yfir marki Ragnars Okkar maður lýsir leiknum beint á Bylgjunni. 16. nóvember 2014 20:19
Sjáðu mörkin úr tapinu í Plzen | Myndbönd Jón Daði Böðvarsson skoraði slysalegt sjálfsmark sem tryggði Tékkum sigur gegn Ísland. 16. nóvember 2014 21:41
Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir drauma byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld. 16. nóvember 2014 14:12