Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist Stefán Árni Pálsson skrifar 20. október 2014 22:00 Sjónvarpsþátturinn Brestir hóf göngu sína á Stöð 2 í kvöld en landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. Í fyrsta þætti Bresta segir Þórhildur Þorkelsdóttir sögu Evu Maríu Þorvarðardóttur, en hún fannst látin í eftirpartýi í vesturbæ Reykjavíkur þann 16. nóvember síðastliðinn. Banamein Evu var margfaldur dauðaskammtur af eiturlyfinu Mollý, eða MDMA, sem fjölmörg ungmenni telja skaðlaust og þykir lítið tiltökumál að taka inn á djamminu. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan.Valþór Ásgrímsson, verkefnastóri hjá rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði.Vísir„Styrkur töflunnar sem þú ert að taka út á götunni er óþekktur og við erum að sjá töflur sem innihalda tífaldan mun á styrk,“ segir Valþór Ásgrímsson, verkefnastóri hjá rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði. „Það er enginn trygging fyrir því að í töflunni sé sannarlega MDMA og það sem er oft selt sem MDMA töflur getur verið eitthvað allt annað og getur innihaldið efni sem er mun sterkara og hættulegra.“ „Það sem er hættulegast við MDMA er að það er stutt á milli skammta sem menn taka svona í venjulegu partíi,“ segir Jakob Kristinsson, prófessor í eiturefnafræði við læknadeild HÍ.Jakob Kristinsson, Prófessor í eiturefnafræði við læknadeild HÍ.Vísir„Menn eru misjafnlega viðkvæmir fyrir þessum efnum. Þetta getur haft áhrif á hjartað og gerir það. Þetta getur einnig valdið hættulegum hjartsláttatruflunum sem geta leitt til dauða. Það er kannski ekki algengasta orsökin fyrir þessum dauðsföllum heldur frekar hækkandi líkamshiti og því fylgir bilun í líffærum, í vöðvum sem fara brotna niður, í nýrum og lifrum og það verður einskonar fjölkerfa bilun.“ Jakob segir að sjúklingurinn geti því dáið ef hann fái ekki viðeigandi aðstoð. Eva María var hraust ung kona sem stundaði hestamennsku af kappi. Samkvæmt rannsókn lögreglu átti hún enga tengingu inn í eiturlyfjaheiminn, og kom dauðsfallið fjölskyldu hennar og vinum í opna skjöldu. Aðdragandinn var enginn. „Ég sé tvo menn og konu labba inn í íbúðina og hélt fyrst að þetta væri eitthvað trúarfólk eða einhver að villast,“ segir móðir Evu Maríu.Foreldrar Evu Maríu.Vísir„Þegar ég sé konuna nálgast sé ég að hún er með kraga um hálsinn og þá fattaði ég strax að eitthvað hefði gerst. Ég hélt fyrst að þetta væri sonur minn sem hafði farið upp í skóla á mótorhjólinu sínu og ég hélt að eitthvað hefði komið fyrir hann. Þá segir hún mér að Eva María sé dáin.“ Foreldrar Evu Maríu benda á að þrátt fyrir að fjölmenni hafi verið í partýinu afdrifaríka hafi enginn haft samband við þau og útskýrt hvað hafi gerst. „Maður á ekki að þurfa að jarðsetja börnin sín,“ segir faðir Evu Maríu. „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað.“ Brestir Tengdar fréttir Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08 Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00 Brestir fara í loftið 20. október Forvitnir umsjónarmenn rýna í bresti samfélagsins 8. október 2014 18:58 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Sjónvarpsþátturinn Brestir hóf göngu sína á Stöð 2 í kvöld en landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. Í fyrsta þætti Bresta segir Þórhildur Þorkelsdóttir sögu Evu Maríu Þorvarðardóttur, en hún fannst látin í eftirpartýi í vesturbæ Reykjavíkur þann 16. nóvember síðastliðinn. Banamein Evu var margfaldur dauðaskammtur af eiturlyfinu Mollý, eða MDMA, sem fjölmörg ungmenni telja skaðlaust og þykir lítið tiltökumál að taka inn á djamminu. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan.Valþór Ásgrímsson, verkefnastóri hjá rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði.Vísir„Styrkur töflunnar sem þú ert að taka út á götunni er óþekktur og við erum að sjá töflur sem innihalda tífaldan mun á styrk,“ segir Valþór Ásgrímsson, verkefnastóri hjá rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði. „Það er enginn trygging fyrir því að í töflunni sé sannarlega MDMA og það sem er oft selt sem MDMA töflur getur verið eitthvað allt annað og getur innihaldið efni sem er mun sterkara og hættulegra.“ „Það sem er hættulegast við MDMA er að það er stutt á milli skammta sem menn taka svona í venjulegu partíi,“ segir Jakob Kristinsson, prófessor í eiturefnafræði við læknadeild HÍ.Jakob Kristinsson, Prófessor í eiturefnafræði við læknadeild HÍ.Vísir„Menn eru misjafnlega viðkvæmir fyrir þessum efnum. Þetta getur haft áhrif á hjartað og gerir það. Þetta getur einnig valdið hættulegum hjartsláttatruflunum sem geta leitt til dauða. Það er kannski ekki algengasta orsökin fyrir þessum dauðsföllum heldur frekar hækkandi líkamshiti og því fylgir bilun í líffærum, í vöðvum sem fara brotna niður, í nýrum og lifrum og það verður einskonar fjölkerfa bilun.“ Jakob segir að sjúklingurinn geti því dáið ef hann fái ekki viðeigandi aðstoð. Eva María var hraust ung kona sem stundaði hestamennsku af kappi. Samkvæmt rannsókn lögreglu átti hún enga tengingu inn í eiturlyfjaheiminn, og kom dauðsfallið fjölskyldu hennar og vinum í opna skjöldu. Aðdragandinn var enginn. „Ég sé tvo menn og konu labba inn í íbúðina og hélt fyrst að þetta væri eitthvað trúarfólk eða einhver að villast,“ segir móðir Evu Maríu.Foreldrar Evu Maríu.Vísir„Þegar ég sé konuna nálgast sé ég að hún er með kraga um hálsinn og þá fattaði ég strax að eitthvað hefði gerst. Ég hélt fyrst að þetta væri sonur minn sem hafði farið upp í skóla á mótorhjólinu sínu og ég hélt að eitthvað hefði komið fyrir hann. Þá segir hún mér að Eva María sé dáin.“ Foreldrar Evu Maríu benda á að þrátt fyrir að fjölmenni hafi verið í partýinu afdrifaríka hafi enginn haft samband við þau og útskýrt hvað hafi gerst. „Maður á ekki að þurfa að jarðsetja börnin sín,“ segir faðir Evu Maríu. „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað.“
Brestir Tengdar fréttir Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08 Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00 Brestir fara í loftið 20. október Forvitnir umsjónarmenn rýna í bresti samfélagsins 8. október 2014 18:58 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08
Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00
Brestir fara í loftið 20. október Forvitnir umsjónarmenn rýna í bresti samfélagsins 8. október 2014 18:58
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels