Er nóg að vera best í heimi? Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 24. október 2014 10:07 Þrátt fyrir mælingar um að hérlendis séu kynin jöfnust í heiminum þá er það því miður svo að frá fæðingu til dánardags er munur á tækifærum kvenna og karla. Hamlandi staðalmyndir um karlmennsku og kvennmennsku hafa þar mikil áhrif. Stúlkum líður verr í skóla en drengjum og hafa minna sjálfstraust við útskrift úr grunnskóla þó þær séu duglegri að lesa. Oft er talað um að konur séu að taka yfir háskólana en þá er ekki horft til þess að vinnumarkaðurinn er enn mjög kynskiptur sem er slæmt fyrir bæði kynin. Stærri hluti kvenna en karla er einungis með grunnmenntun og virðist sem starfs og verkmenntun sé aðgengilegri körlum en konum. Árið 2013 var óleiðréttur launamunur kynjanna 19,9 % fyrir fullt starf og jókst um 1 % milli ára. Regluleg laun karla árið 2013 voru samkvæmt Hagstofu Íslands 475 þúsund krónur að meðaltali á mánuði meðan sambærileg laun kvenna voru 393 þúsund krónur. Konur eru sem sagt með um 1 milljón króna minna í laun á ári sem jafngildir um 45 milljónum á starfsæfi ef kona vinnur fullan vinnudag. Munurinn er þó enn meiri þar sem konur eru frekar í hlutastörfum. Nær er því að segja að launamunur á starfsæfi sé um 60 milljónir króna, sem er andvirði dágóðs einbýlishúss, til dæmis. Atvinnuþátttaka kvenna á öðrum ársfjórðungi 2014 var 79,4% en karla 86,9% og hefur hlutfall kvenna á vinnurmakaði lækkað hraðar en karla. Þá er langtímaatvinnuleysi meðal kvenna hærra en á meðal karla og hefur farið stigvaxandi. Konur vinna hins vegar mun stærri hluta heimilisverka og ólaunaðra umönnunarstarfa í samfélaginu þó karlar hafi komið meira inn í umönnun barna síðustu ár. Konur í áhrifastöðum eru mun færri en karlar og þær sem ná áhrifastöðum hafa oft lægri laun en karlar. Það að hefðbundin kvennastörf eru lægra metin í samfélaginu hefur síðan bein áhrif á lífeyri og stöðu kynjanna eftir að þáttöku á vinnumarkaði lýkur. Vegna þessa eru konur á hjúkrunarheimilum fjárhagslega lakar settar en karlar þrátt fyrir að þær hafi unnið mun stærri hluta af mikilvægum en ólaunuðum störfum samélagsins. Árið 2008 var samþykkt tillaga Jónönnu Sigurðardóttur þess efnis að allir fái grunnlífeyri óháð tekjum maka sem var afar mikilvægt skref fyrir eldri konur sem höfðu unnið launalaust eða með lág laun alla sína æfi og sáu fram á að fá engan lífeyri. Við þurfum að halda áfram á sömu braut og afmá þá ósanngjörnu kynjamismunum sem nú er rótgróin í samfélaginu frá vöggu til grafar. Umfang kynbundins ofbeldis gegn konum, ekki síst kynferðisofbeldis er einnig svo gríðarlegt að það er eiginlega óskiljanlegt að við sem berjumst fyrir jafnrétti kynjanna séum ekki brjáluð. Ein af hverjum þremur konum hafa samkvæmt rannsóknum orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, 1 af hverjum 5 hefur orðið fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi eins og nauðgun. Ein af hverjum 10 konum verður fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi áður en hún nær 18 aldursári. Nýjar tegundir af kynferðisofbeldi tengdar internetinu eru æ algengari og krefst annarskonar laga, reglna og viðbragða samfélagsins en áður. Stór hluti þeirra úrræða sem býðst brotaþolum er borinn uppi af konum sem vinna í sjálfboðavinnu, sem sagt enn eitt starfið sem konur vinna án launa og ríkið virðist hafa litla yfrsýn yfir. Þrátt fyrir öll hugsanleg heimsmet okkar Íslendinga í jafnréttismálum er enn mikil þörf fyrir kröftuga femínista og alla baráttu fyrir jöfnum rétti og tækifærum fyrir karla og konur á Íslandi, samfélaginu öllu til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir mælingar um að hérlendis séu kynin jöfnust í heiminum þá er það því miður svo að frá fæðingu til dánardags er munur á tækifærum kvenna og karla. Hamlandi staðalmyndir um karlmennsku og kvennmennsku hafa þar mikil áhrif. Stúlkum líður verr í skóla en drengjum og hafa minna sjálfstraust við útskrift úr grunnskóla þó þær séu duglegri að lesa. Oft er talað um að konur séu að taka yfir háskólana en þá er ekki horft til þess að vinnumarkaðurinn er enn mjög kynskiptur sem er slæmt fyrir bæði kynin. Stærri hluti kvenna en karla er einungis með grunnmenntun og virðist sem starfs og verkmenntun sé aðgengilegri körlum en konum. Árið 2013 var óleiðréttur launamunur kynjanna 19,9 % fyrir fullt starf og jókst um 1 % milli ára. Regluleg laun karla árið 2013 voru samkvæmt Hagstofu Íslands 475 þúsund krónur að meðaltali á mánuði meðan sambærileg laun kvenna voru 393 þúsund krónur. Konur eru sem sagt með um 1 milljón króna minna í laun á ári sem jafngildir um 45 milljónum á starfsæfi ef kona vinnur fullan vinnudag. Munurinn er þó enn meiri þar sem konur eru frekar í hlutastörfum. Nær er því að segja að launamunur á starfsæfi sé um 60 milljónir króna, sem er andvirði dágóðs einbýlishúss, til dæmis. Atvinnuþátttaka kvenna á öðrum ársfjórðungi 2014 var 79,4% en karla 86,9% og hefur hlutfall kvenna á vinnurmakaði lækkað hraðar en karla. Þá er langtímaatvinnuleysi meðal kvenna hærra en á meðal karla og hefur farið stigvaxandi. Konur vinna hins vegar mun stærri hluta heimilisverka og ólaunaðra umönnunarstarfa í samfélaginu þó karlar hafi komið meira inn í umönnun barna síðustu ár. Konur í áhrifastöðum eru mun færri en karlar og þær sem ná áhrifastöðum hafa oft lægri laun en karlar. Það að hefðbundin kvennastörf eru lægra metin í samfélaginu hefur síðan bein áhrif á lífeyri og stöðu kynjanna eftir að þáttöku á vinnumarkaði lýkur. Vegna þessa eru konur á hjúkrunarheimilum fjárhagslega lakar settar en karlar þrátt fyrir að þær hafi unnið mun stærri hluta af mikilvægum en ólaunuðum störfum samélagsins. Árið 2008 var samþykkt tillaga Jónönnu Sigurðardóttur þess efnis að allir fái grunnlífeyri óháð tekjum maka sem var afar mikilvægt skref fyrir eldri konur sem höfðu unnið launalaust eða með lág laun alla sína æfi og sáu fram á að fá engan lífeyri. Við þurfum að halda áfram á sömu braut og afmá þá ósanngjörnu kynjamismunum sem nú er rótgróin í samfélaginu frá vöggu til grafar. Umfang kynbundins ofbeldis gegn konum, ekki síst kynferðisofbeldis er einnig svo gríðarlegt að það er eiginlega óskiljanlegt að við sem berjumst fyrir jafnrétti kynjanna séum ekki brjáluð. Ein af hverjum þremur konum hafa samkvæmt rannsóknum orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, 1 af hverjum 5 hefur orðið fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi eins og nauðgun. Ein af hverjum 10 konum verður fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi áður en hún nær 18 aldursári. Nýjar tegundir af kynferðisofbeldi tengdar internetinu eru æ algengari og krefst annarskonar laga, reglna og viðbragða samfélagsins en áður. Stór hluti þeirra úrræða sem býðst brotaþolum er borinn uppi af konum sem vinna í sjálfboðavinnu, sem sagt enn eitt starfið sem konur vinna án launa og ríkið virðist hafa litla yfrsýn yfir. Þrátt fyrir öll hugsanleg heimsmet okkar Íslendinga í jafnréttismálum er enn mikil þörf fyrir kröftuga femínista og alla baráttu fyrir jöfnum rétti og tækifærum fyrir karla og konur á Íslandi, samfélaginu öllu til hagsbóta.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun