Lekamálið tekið til efnislegrar meðferðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. október 2014 12:49 Gísli Freyr Valdórsson er fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra. Vísir/GVA Frávísunarkröfu Gísla Freys Valdórssonar í lekamálinu var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið verður því tekið til efnislegrar meðferðar en ekki liggur fyrir hvenær það verður. Gísli Freyr er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í opinberu starfi en hann á að hafa „látið óviðkomandi í té efni samantektar er bar yfirskriftina „Minnisblað varðandi Tony Omos,““ eins og segir í ákæru. Búist er við því að aðalmeðferð málsins fari fram á einum degi en ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð mun fara fram vegna mikils álags á héraðsdóm.Deilt um læk saksóknara Þegar frávísunarkrafa Gísla Freys var tekin til meðferðar þann 9. september síðastliðinn spannst umræðan aðallega að hlutlægnisskyldu ákæruvaldsins. Fannst verjanda Gísla Freys að rannsóknaraðili hefði einblínt á það sem gæti bent til sektar umbjóðanda síns en leitt hjá sér öll atriði sem ýtt gætu undir sakleysi hans. Þannig hafi hlutlægnisskyldu ekki verið gætt. Þá sagði verjandi saksóknara jafnframt vanhæfan í málinu vegna þess að hann hafði „lækað“ við færslu á Facebook. Saksóknari mótmælti þessu og sagði að engin þátttaka fælist í umræðunni með „lækinu“ á Facebook. Það væri ekki verið að taka afstöðu til sakarefnisins og því fráleitt að víkja frá málinu vegna þessa. Það lægi ekki einu sinni ljóst fyrir hvað það var sem saksóknari hafi fundist fyndið; skopskyn manna sé misjafnt og kannski hafi honum fundist eitthvað allt annað fyndið við málið en þeim sem deildi færslunni frægu.Fannst ákæran óskýr Saksóknari sagði það svo liggja í hlutarins eðli að ákæruvaldið teldi Gísla Frey sekan. Afstaða hefði verið tekin til þess þegar gefin var út ákæra. Ákæruvaldið telji að gögn málsins sýni fram á sekt hans og í því fælist ekki hlutlægni. Verjandi Gísla fór þar að auki fram á að málinu yrði vísað frá vegna þriggja annarra atriða. Í fyrsta lagi var farið fram á frávísun vegna þess hve ákæran er óskýr, í öðru lagi fyrir brot gegn meðalhófsreglu og í þriðja lagi fyrir brot gegn jafnræðisreglu. Saksóknari hafnaði þessu öllu og fór fram á að málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar. Dómari féllst ekki á rök verjanda Gísla Freys og því aðalmeðferð handan við hornið. Lekamálið Tengdar fréttir Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22 Vill bíða með allar yfirlýsingar varðandi ákæruna "Ég lýsti yfir sakleysi mínu hér í dag,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, í samtali við Vísi í morgun. 16. september 2014 10:39 Segir upplýsingar um Omos hafa verið skoðaðar um miðja nótt Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður hefur verið í lekamálinu, segir að samantekt sú er upplýsingarnar byggði á hafi verið skoðuð á innra drifi innanríkisráðuneytisins aðfararnótt 20. nóvember síðastliðinn. 16. september 2014 11:36 Deilt um Facebook-hegðun saksóknara Verjandi Gísla Freys Valdórssonar, sakbornings í lekamálinu, segir saksóknara vanhæfan í málinu vegna þess að hann „lækaði“ við færslu á Facebook. 1. október 2014 12:23 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Frávísunarkröfu Gísla Freys Valdórssonar í lekamálinu var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið verður því tekið til efnislegrar meðferðar en ekki liggur fyrir hvenær það verður. Gísli Freyr er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í opinberu starfi en hann á að hafa „látið óviðkomandi í té efni samantektar er bar yfirskriftina „Minnisblað varðandi Tony Omos,““ eins og segir í ákæru. Búist er við því að aðalmeðferð málsins fari fram á einum degi en ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð mun fara fram vegna mikils álags á héraðsdóm.Deilt um læk saksóknara Þegar frávísunarkrafa Gísla Freys var tekin til meðferðar þann 9. september síðastliðinn spannst umræðan aðallega að hlutlægnisskyldu ákæruvaldsins. Fannst verjanda Gísla Freys að rannsóknaraðili hefði einblínt á það sem gæti bent til sektar umbjóðanda síns en leitt hjá sér öll atriði sem ýtt gætu undir sakleysi hans. Þannig hafi hlutlægnisskyldu ekki verið gætt. Þá sagði verjandi saksóknara jafnframt vanhæfan í málinu vegna þess að hann hafði „lækað“ við færslu á Facebook. Saksóknari mótmælti þessu og sagði að engin þátttaka fælist í umræðunni með „lækinu“ á Facebook. Það væri ekki verið að taka afstöðu til sakarefnisins og því fráleitt að víkja frá málinu vegna þessa. Það lægi ekki einu sinni ljóst fyrir hvað það var sem saksóknari hafi fundist fyndið; skopskyn manna sé misjafnt og kannski hafi honum fundist eitthvað allt annað fyndið við málið en þeim sem deildi færslunni frægu.Fannst ákæran óskýr Saksóknari sagði það svo liggja í hlutarins eðli að ákæruvaldið teldi Gísla Frey sekan. Afstaða hefði verið tekin til þess þegar gefin var út ákæra. Ákæruvaldið telji að gögn málsins sýni fram á sekt hans og í því fælist ekki hlutlægni. Verjandi Gísla fór þar að auki fram á að málinu yrði vísað frá vegna þriggja annarra atriða. Í fyrsta lagi var farið fram á frávísun vegna þess hve ákæran er óskýr, í öðru lagi fyrir brot gegn meðalhófsreglu og í þriðja lagi fyrir brot gegn jafnræðisreglu. Saksóknari hafnaði þessu öllu og fór fram á að málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar. Dómari féllst ekki á rök verjanda Gísla Freys og því aðalmeðferð handan við hornið.
Lekamálið Tengdar fréttir Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22 Vill bíða með allar yfirlýsingar varðandi ákæruna "Ég lýsti yfir sakleysi mínu hér í dag,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, í samtali við Vísi í morgun. 16. september 2014 10:39 Segir upplýsingar um Omos hafa verið skoðaðar um miðja nótt Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður hefur verið í lekamálinu, segir að samantekt sú er upplýsingarnar byggði á hafi verið skoðuð á innra drifi innanríkisráðuneytisins aðfararnótt 20. nóvember síðastliðinn. 16. september 2014 11:36 Deilt um Facebook-hegðun saksóknara Verjandi Gísla Freys Valdórssonar, sakbornings í lekamálinu, segir saksóknara vanhæfan í málinu vegna þess að hann „lækaði“ við færslu á Facebook. 1. október 2014 12:23 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04
Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22
Vill bíða með allar yfirlýsingar varðandi ákæruna "Ég lýsti yfir sakleysi mínu hér í dag,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, í samtali við Vísi í morgun. 16. september 2014 10:39
Segir upplýsingar um Omos hafa verið skoðaðar um miðja nótt Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður hefur verið í lekamálinu, segir að samantekt sú er upplýsingarnar byggði á hafi verið skoðuð á innra drifi innanríkisráðuneytisins aðfararnótt 20. nóvember síðastliðinn. 16. september 2014 11:36
Deilt um Facebook-hegðun saksóknara Verjandi Gísla Freys Valdórssonar, sakbornings í lekamálinu, segir saksóknara vanhæfan í málinu vegna þess að hann „lækaði“ við færslu á Facebook. 1. október 2014 12:23