Heimir: Förum rólegir í Hollandsleikinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 10. október 2014 21:53 Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, sagði eftir 3-0 sigurinn á Lettlandi í kvöld að heimamenn hafi verið grimmari en hann bjóst við fyrirfram. Hann segir að þeir hafi verið heppnir að hafa sloppið við frekari meiðsli leikmanna en raunin varð. „Þeir spiluðu fastar en við bjuggumst við og við teljum okkur heppna að komast óskaddaðir frá þessum leik, þó svo að einhverjir séu eitthvað lemstraðir. Margar af þessum tæklingum hefðu vel getað orðið til þess að við hefðum þurft að kalla inn nýja leikmenn fyrir næsta leik.“ „Við erum í fyrsta lagi afar ánægðir með að hafa skorað þrjú mörk á móti þeim. Það var smá heppni að þeir misstu mann út af en við erum ákaflega ánægðir með að haldið hreinu í tveimur leikjum.“ Hann segir að leikmennirnir hafi ekki verið að gera það sem þjálfararnir báðu þá um að gera í fyrri hálfleik. „Þeir voru mikið að spila stutt og þá gerist lítið þegar verið að spila gegn varnarmúr. Það verður að brjóta leikinn betur upp en svo. Það sást svo mikill munur á sóknarleiknum okkar í seinni hálfleik og enn betur eftir að þeir urðu manni færri.“ „Ef við hefðum spilað eins í síðari hálfleik og við gerðum í þeim fyrri. Þetta hefði getað farið mun verra enda fengu þeir færi sem þeir hefðu getað nýtt sér. Þetta lið á eftir að taka stig í þessum riðli, sérstaklega á þessum velli.“ „Nú fáum við Hollendinga næst og það er virkilega þægilegt að vera komnir með sex stig og þurfa ekki að vinna þann leik. Við getum farið rólegir í þann leik. Við verðum með 0-0 stöðu í upphafi og við viljum halda henni sem lengst. Þá er alltaf möguleiki á að stela sigri í þeim leik.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Pahars: Ekkert gekk hjá Íslandi fyrir rauða spjaldið Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, vildi ekki afsaka slaka frammistöðu síns liðs en sagði ákvarðanir dómarans afdrifaríkar. 10. október 2014 21:29 Íslenska landsliðið á toppi riðilsins eftir 3-0 sigur í Lettlandi Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið annan leik í undankeppni stórmóts eftir sigur í þeim fyrsta. 10. október 2014 17:30 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, sagði eftir 3-0 sigurinn á Lettlandi í kvöld að heimamenn hafi verið grimmari en hann bjóst við fyrirfram. Hann segir að þeir hafi verið heppnir að hafa sloppið við frekari meiðsli leikmanna en raunin varð. „Þeir spiluðu fastar en við bjuggumst við og við teljum okkur heppna að komast óskaddaðir frá þessum leik, þó svo að einhverjir séu eitthvað lemstraðir. Margar af þessum tæklingum hefðu vel getað orðið til þess að við hefðum þurft að kalla inn nýja leikmenn fyrir næsta leik.“ „Við erum í fyrsta lagi afar ánægðir með að hafa skorað þrjú mörk á móti þeim. Það var smá heppni að þeir misstu mann út af en við erum ákaflega ánægðir með að haldið hreinu í tveimur leikjum.“ Hann segir að leikmennirnir hafi ekki verið að gera það sem þjálfararnir báðu þá um að gera í fyrri hálfleik. „Þeir voru mikið að spila stutt og þá gerist lítið þegar verið að spila gegn varnarmúr. Það verður að brjóta leikinn betur upp en svo. Það sást svo mikill munur á sóknarleiknum okkar í seinni hálfleik og enn betur eftir að þeir urðu manni færri.“ „Ef við hefðum spilað eins í síðari hálfleik og við gerðum í þeim fyrri. Þetta hefði getað farið mun verra enda fengu þeir færi sem þeir hefðu getað nýtt sér. Þetta lið á eftir að taka stig í þessum riðli, sérstaklega á þessum velli.“ „Nú fáum við Hollendinga næst og það er virkilega þægilegt að vera komnir með sex stig og þurfa ekki að vinna þann leik. Við getum farið rólegir í þann leik. Við verðum með 0-0 stöðu í upphafi og við viljum halda henni sem lengst. Þá er alltaf möguleiki á að stela sigri í þeim leik.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Pahars: Ekkert gekk hjá Íslandi fyrir rauða spjaldið Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, vildi ekki afsaka slaka frammistöðu síns liðs en sagði ákvarðanir dómarans afdrifaríkar. 10. október 2014 21:29 Íslenska landsliðið á toppi riðilsins eftir 3-0 sigur í Lettlandi Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið annan leik í undankeppni stórmóts eftir sigur í þeim fyrsta. 10. október 2014 17:30 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Pahars: Ekkert gekk hjá Íslandi fyrir rauða spjaldið Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, vildi ekki afsaka slaka frammistöðu síns liðs en sagði ákvarðanir dómarans afdrifaríkar. 10. október 2014 21:29
Íslenska landsliðið á toppi riðilsins eftir 3-0 sigur í Lettlandi Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið annan leik í undankeppni stórmóts eftir sigur í þeim fyrsta. 10. október 2014 17:30