Emil: Finn fyrir nærveru pabba í hjarta mínu eftir hvern leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2014 21:34 Emil tekur skot á markið. Vísir/andri marinó „Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann að loknum fræknum sigri á Hollandi. Emil, sem missti föður sinn á dögunum, fór á kostum með íslenska liðinu líkt og í 3-0 sigrinum á Lettum. Hann virtist á köflum svífa á grænu grasinu og fór oft illa með Hollendinga. Undir það tók landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi í leikslok. „Hann hefur verið frábær í öllum þremur leikjunum,“ sagði Lars Lagerback á blaðamannafundi um frammistöðu Hafnfirðingsins sem er fastamaður hjá Hellas Verona í Serie A. „Ég er líka í góðu standi, spila með mínu félagsliði og finn fyrir trausti hjá Lars og Heimi. Þetta virkar allt saman. Það er bara gaman að ná að sýna góða leiki,“ sagði Emil aðspurður um frammistöðu sína undanfarið sem hefur vakið mikla athygli. Emil lét vaða ótt og títt í sigrinum á Lettum og hlóð aftur í skot af löngu færi í kvöld. Svo virðist sem hann langi mikið að skora: „Það passar alveg. Það er langt síðan ég skoraði síðast. Maður verður bara að reyna meira. Ég reyndi bara einu sinni í dag en þannig séð er mér nokkuð sama á meðan við vinnum.“ Emil segir að félagar sínir hjá ítalska liðinu sé líklega farnir að taka aðeins mark á íslenska liðinu núna í ljósi árangursins í kjölfar síðustu undankeppni. „Þeir eiga samt örugglega erfitt með að trúa markatölunni 8-0 og níu stig eftir þrjá leiki. Þetta er ótrúlegt, öllum finnst það en þetta er raunveruleikinn og við förum ótrúlega sáttir heim.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi Þór skoraði 23. markið sem Cillessen fær á sig úr víti Hollenski landsliðsmarkvörðurinn ekki öflugur að verja vítaspyrnur. 13. október 2014 19:12 Gylfi markahæstur í undankeppninni Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum. 13. október 2014 21:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Sjá meira
„Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann að loknum fræknum sigri á Hollandi. Emil, sem missti föður sinn á dögunum, fór á kostum með íslenska liðinu líkt og í 3-0 sigrinum á Lettum. Hann virtist á köflum svífa á grænu grasinu og fór oft illa með Hollendinga. Undir það tók landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi í leikslok. „Hann hefur verið frábær í öllum þremur leikjunum,“ sagði Lars Lagerback á blaðamannafundi um frammistöðu Hafnfirðingsins sem er fastamaður hjá Hellas Verona í Serie A. „Ég er líka í góðu standi, spila með mínu félagsliði og finn fyrir trausti hjá Lars og Heimi. Þetta virkar allt saman. Það er bara gaman að ná að sýna góða leiki,“ sagði Emil aðspurður um frammistöðu sína undanfarið sem hefur vakið mikla athygli. Emil lét vaða ótt og títt í sigrinum á Lettum og hlóð aftur í skot af löngu færi í kvöld. Svo virðist sem hann langi mikið að skora: „Það passar alveg. Það er langt síðan ég skoraði síðast. Maður verður bara að reyna meira. Ég reyndi bara einu sinni í dag en þannig séð er mér nokkuð sama á meðan við vinnum.“ Emil segir að félagar sínir hjá ítalska liðinu sé líklega farnir að taka aðeins mark á íslenska liðinu núna í ljósi árangursins í kjölfar síðustu undankeppni. „Þeir eiga samt örugglega erfitt með að trúa markatölunni 8-0 og níu stig eftir þrjá leiki. Þetta er ótrúlegt, öllum finnst það en þetta er raunveruleikinn og við förum ótrúlega sáttir heim.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi Þór skoraði 23. markið sem Cillessen fær á sig úr víti Hollenski landsliðsmarkvörðurinn ekki öflugur að verja vítaspyrnur. 13. október 2014 19:12 Gylfi markahæstur í undankeppninni Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum. 13. október 2014 21:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Sjá meira
Gylfi Þór skoraði 23. markið sem Cillessen fær á sig úr víti Hollenski landsliðsmarkvörðurinn ekki öflugur að verja vítaspyrnur. 13. október 2014 19:12
Gylfi markahæstur í undankeppninni Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum. 13. október 2014 21:30