Pínlegt og til skammar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. október 2014 11:00 Stuðningsmenn Hollands á leiknum í gær. Vísir/Vilhelm Vonbrigðin leyndu sér ekki í umfjöllun hollenskra fjölmiðla um 2-0 sigur Íslands á Hollandi í undankeppni EM 2016 í gær. „Köllum þetta skömm,“ stóð í umfjöllun De Volkskrant en Hollendingar eru góðu vanir eftir velgengni síðustu ára. Ekki nóg með að Holland hefur rúllað hverri undankeppninni upp á fætur annarri vann liðið brons á HM í sumar. „Köllum þetta eitt mesta flopp í sögu hollenskrar knattspyrnu. Eða segjum bara að þetta sé nýr veruleiki breytts heims,“ sagði enn fremur. „Pínlegt kraftlaust hollenskt tap á Íslandi,“ sagði í fyrirsögn Spitsneuws og aðrar fyrirsögnir voru í svipuðum dúr. „Sögulegt tap,“ sagði De Telegraaf. Blaðamaður De Volkskrant var með óbragð í munni og talaði um hrun hollenska liðsins undir stjórn Guus Hiddink gegn liði frá landi sem væri með innan við tvö prósent af íbúafjölda Hollands. „Hollendingar spiluðu eins og heiglar, voru algjörlega hugmyndasnauðir og gerðu ekkert sannfærandi með boltann,“ sagði pistlahöfundurinn Chris van Nijnatten hjá AD-dagblaðinu. „Enginn hefur neitt nýtt fram að færa - hvorki inn á vellinum eða í varamannaskýlinu. Hvar var [Jordy] Clasie? Hvað hefur [Nigel] de Jong fram að færa á miðjunni? Hver er metnaður [Robin] van Persie? Af hverju stóð [Jermain] Lens eins og þvara? Hvað er Martins Indi að gera í landsliðinu?,“ skrifaði hann enn fremur. Þá segir í umfjöllun AD um leikinn að taka þurfi hollenska landsliðið til rækilegar endurskoðunar. „Leikfræðin, leikmennirnir, þjálfarinn. Allt þarf að skoða upp á nýtt.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. 13. október 2014 16:46 De Boer: Hiddink er búinn á því Ronald de Boer, fyrrverandi leikmaður Ajax, Barcelona og hollenska landsliðsins, er lítt hrifinn af Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Hollands. 14. október 2014 08:59 Einkunnir Hollands: Rignir fjörkum í Reykjavík Leikmenn hollenska liðsins skora ekki hátt í fjölmiðlum ytra. 14. október 2014 09:51 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Vonbrigðin leyndu sér ekki í umfjöllun hollenskra fjölmiðla um 2-0 sigur Íslands á Hollandi í undankeppni EM 2016 í gær. „Köllum þetta skömm,“ stóð í umfjöllun De Volkskrant en Hollendingar eru góðu vanir eftir velgengni síðustu ára. Ekki nóg með að Holland hefur rúllað hverri undankeppninni upp á fætur annarri vann liðið brons á HM í sumar. „Köllum þetta eitt mesta flopp í sögu hollenskrar knattspyrnu. Eða segjum bara að þetta sé nýr veruleiki breytts heims,“ sagði enn fremur. „Pínlegt kraftlaust hollenskt tap á Íslandi,“ sagði í fyrirsögn Spitsneuws og aðrar fyrirsögnir voru í svipuðum dúr. „Sögulegt tap,“ sagði De Telegraaf. Blaðamaður De Volkskrant var með óbragð í munni og talaði um hrun hollenska liðsins undir stjórn Guus Hiddink gegn liði frá landi sem væri með innan við tvö prósent af íbúafjölda Hollands. „Hollendingar spiluðu eins og heiglar, voru algjörlega hugmyndasnauðir og gerðu ekkert sannfærandi með boltann,“ sagði pistlahöfundurinn Chris van Nijnatten hjá AD-dagblaðinu. „Enginn hefur neitt nýtt fram að færa - hvorki inn á vellinum eða í varamannaskýlinu. Hvar var [Jordy] Clasie? Hvað hefur [Nigel] de Jong fram að færa á miðjunni? Hver er metnaður [Robin] van Persie? Af hverju stóð [Jermain] Lens eins og þvara? Hvað er Martins Indi að gera í landsliðinu?,“ skrifaði hann enn fremur. Þá segir í umfjöllun AD um leikinn að taka þurfi hollenska landsliðið til rækilegar endurskoðunar. „Leikfræðin, leikmennirnir, þjálfarinn. Allt þarf að skoða upp á nýtt.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. 13. október 2014 16:46 De Boer: Hiddink er búinn á því Ronald de Boer, fyrrverandi leikmaður Ajax, Barcelona og hollenska landsliðsins, er lítt hrifinn af Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Hollands. 14. október 2014 08:59 Einkunnir Hollands: Rignir fjörkum í Reykjavík Leikmenn hollenska liðsins skora ekki hátt í fjölmiðlum ytra. 14. október 2014 09:51 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. 13. október 2014 16:46
De Boer: Hiddink er búinn á því Ronald de Boer, fyrrverandi leikmaður Ajax, Barcelona og hollenska landsliðsins, er lítt hrifinn af Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Hollands. 14. október 2014 08:59
Einkunnir Hollands: Rignir fjörkum í Reykjavík Leikmenn hollenska liðsins skora ekki hátt í fjölmiðlum ytra. 14. október 2014 09:51