Skógræktarmenn rífast um vernd Teigsskógar Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2014 12:30 Vegamálastjóri sýnir ráðherra vegamála Teigsskóg á leið þeirra til fundar um samgöngumál á Vestfjörðum í fyrrasumar. Fréttablaðið/Daníel. Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún tekur fram að hún styðji ekki yfirlýsingu stjórnar Skógræktarfélags Íslands um vegagerð um Teigsskóg. Þar lýsti stjórn Skógræktarfélags Íslands því sem haldlausum rökum og yfirvarpi gegn nauðsynlegum vegabótum að vernda þyrfti Teigsskóg enda yrði skaðinn óverulegur, innan við 1% af heildarflatarmáli skógarins. „Óhóflegar og illa rökstuddar verndarkröfur mega ekki hindra að lagðir verði nútímalegir vegir um sýsluna,“ sagði stjórn Skógæktarfélags Íslands. Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur segir í samþykkt sinni að ályktun stjórnar Skógræktarfélags Íslands hafi á aðalfundi í ágúst hlotið dræmar undirtektir og verið vísað til stjórnar. „Ályktun stjórnar félagsins er ekki í samræmi við vilja kjörinna fulltrúa skógræktarfélaga í landinu eins og hann birtist á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands,“ segir í samþykkt stjórnar Skógæktarfélags Reykjavíkur, sem Þröstur Ólafsson formaður ritar undir. „Rökin voru meðal annars þau að hlutverk S.Í. væri að stuðla að skógrækt og verndun skóga og skógaleifa og vinna gegn eyðingu skóga og síst af öllu að taka afstöðu í þjóðfélagsdeilu með þeim hætti að styðja þann málstað að skógur skyldi ruddur á stóru svæði.“ Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur segir ennfremur: „Vegarlagning um Teigsskóg hefur um langa hríð valdið deilum í samfélaginu, þar sem fjölmargir náttúruverndarmenn, þ.á m. skógræktarmenn, hafa lýst sig andvíga þeirri skógareyðingu sem óhjákvæmilega hlytist af. Bent hefur verið á að aðrir kostir á vegtengingum séu fyrir hendi. Teigsskógur myndar samfellt kjarr og er einn heillegasti og um leið fallegasti villti birkiskógurinn á Vestfjörðum. Með uppbyggðum vegi yrði eyðilagður skógur á um sex hektara svæði auk þess sem gamalgróið vistkerfi skógarins yrði rofið. Þeir eru ófáir sem líta svo á að þessi skógur sé gersemi sem beri að vernda.“ Teigsskógur Tengdar fréttir Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30 Þingmaður Vinstri grænna fellst á veg um Teigsskóg Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir nýja tillögu Vegagerðarinnar um að Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg vera ásættanlega. 26. september 2014 14:00 Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún tekur fram að hún styðji ekki yfirlýsingu stjórnar Skógræktarfélags Íslands um vegagerð um Teigsskóg. Þar lýsti stjórn Skógræktarfélags Íslands því sem haldlausum rökum og yfirvarpi gegn nauðsynlegum vegabótum að vernda þyrfti Teigsskóg enda yrði skaðinn óverulegur, innan við 1% af heildarflatarmáli skógarins. „Óhóflegar og illa rökstuddar verndarkröfur mega ekki hindra að lagðir verði nútímalegir vegir um sýsluna,“ sagði stjórn Skógæktarfélags Íslands. Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur segir í samþykkt sinni að ályktun stjórnar Skógræktarfélags Íslands hafi á aðalfundi í ágúst hlotið dræmar undirtektir og verið vísað til stjórnar. „Ályktun stjórnar félagsins er ekki í samræmi við vilja kjörinna fulltrúa skógræktarfélaga í landinu eins og hann birtist á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands,“ segir í samþykkt stjórnar Skógæktarfélags Reykjavíkur, sem Þröstur Ólafsson formaður ritar undir. „Rökin voru meðal annars þau að hlutverk S.Í. væri að stuðla að skógrækt og verndun skóga og skógaleifa og vinna gegn eyðingu skóga og síst af öllu að taka afstöðu í þjóðfélagsdeilu með þeim hætti að styðja þann málstað að skógur skyldi ruddur á stóru svæði.“ Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur segir ennfremur: „Vegarlagning um Teigsskóg hefur um langa hríð valdið deilum í samfélaginu, þar sem fjölmargir náttúruverndarmenn, þ.á m. skógræktarmenn, hafa lýst sig andvíga þeirri skógareyðingu sem óhjákvæmilega hlytist af. Bent hefur verið á að aðrir kostir á vegtengingum séu fyrir hendi. Teigsskógur myndar samfellt kjarr og er einn heillegasti og um leið fallegasti villti birkiskógurinn á Vestfjörðum. Með uppbyggðum vegi yrði eyðilagður skógur á um sex hektara svæði auk þess sem gamalgróið vistkerfi skógarins yrði rofið. Þeir eru ófáir sem líta svo á að þessi skógur sé gersemi sem beri að vernda.“
Teigsskógur Tengdar fréttir Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30 Þingmaður Vinstri grænna fellst á veg um Teigsskóg Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir nýja tillögu Vegagerðarinnar um að Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg vera ásættanlega. 26. september 2014 14:00 Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30
Þingmaður Vinstri grænna fellst á veg um Teigsskóg Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir nýja tillögu Vegagerðarinnar um að Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg vera ásættanlega. 26. september 2014 14:00
Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45