Owen: Ekkert til sem heitir að brenna út í boltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2014 22:00 Michael Owen. Vísir/Getty Michael Owen hefur blandað sér aðeins inn í umræðuna um fræga þreytu Liverpool-mannsins Raheem Sterling. Enskir fjölmiðlar hafa verið mjög uppteknir af málinu síðan að Sterling byrjað á bekknum hjá enska landsliðinu fyrr í þessari viku eftir að hafa kvartað undan þreytu. Michael Owen lék á sínum tíma með liðum eins og Liverpool, Real Madrid, Newcastle og Manchester United en líkt og Raheem Sterling var hann kominn í mjög stórt og mikilvægt hlutverk í félags- og landsliði þegar hann var mjög ungur. Owen er 34 ára í dag en hann var mjög óheppinn með meiðsli og glímdi lengst af við ítrekaðar tognanir aftan í læri sem þvinguðu hann á endanum til að skella skónum sínum snemma upp á hillu. „Getur þú nefnt einn leikmann sem hefur orðið fyrir því að brenna út í boltanum? Ég veit ekki um neinn og það er ekkert til sem heitir að brenna út í boltanum," sagði Michael Owen við BBC. „Ég sagði aldrei stjóranum að ég væri þreyttur því mér fannst ég aldrei þurfa á hvíld að halda," sagði Owen sem spilaði algjört lykilhlutverk hjá Liverpool og enska landsliðinu á sínum tíma. „Fólk mun benda á mig sem dæmi um mann sem fékk ekki næga hvíld en mitt innlegg í þá umræðu er að ég vil skrifa mínar vöðvatognanir á slæmar erfðir," sagði Owen. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Giggs finnur til með Raheem Sterling Ryan Giggs segist auðveldlega geta sett sig í spor Liverpool-mannsins Raheem Sterling sem hefur kvartað yfir þreytu vegna mikils álags. Sterling byrjaði á bekknum hjá enska landsliðinu á móti Eistlandi í vikunni. 15. október 2014 18:15 Hodgson: Liverpool þarf ekki að hafa áhyggjur Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, segir að Liverpool þurfi ekkert að óttast um að Raheem Sterling muni meiðast í komandi leikjum með enska landsliðinu. 11. október 2014 12:45 Langþráður sigur hjá Liverpool Liverpool lagði WBA 2-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á heimavelli í dag. Liverpool var 1-0 yfir í hálfleik. 4. október 2014 00:01 Lineker vill sjá ungu stjörnurnar á EM 2015 Gary Lineker, stjórnandi Match of the Day á BBC og fyrrverandi landsliðsframherji Englands, vill sjá England tefla fram eins sterku liði og mögulegt er á EM U-21 árs landsliða sem fer fram í Tékklandi á næsta ári. 17. október 2014 08:06 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Michael Owen hefur blandað sér aðeins inn í umræðuna um fræga þreytu Liverpool-mannsins Raheem Sterling. Enskir fjölmiðlar hafa verið mjög uppteknir af málinu síðan að Sterling byrjað á bekknum hjá enska landsliðinu fyrr í þessari viku eftir að hafa kvartað undan þreytu. Michael Owen lék á sínum tíma með liðum eins og Liverpool, Real Madrid, Newcastle og Manchester United en líkt og Raheem Sterling var hann kominn í mjög stórt og mikilvægt hlutverk í félags- og landsliði þegar hann var mjög ungur. Owen er 34 ára í dag en hann var mjög óheppinn með meiðsli og glímdi lengst af við ítrekaðar tognanir aftan í læri sem þvinguðu hann á endanum til að skella skónum sínum snemma upp á hillu. „Getur þú nefnt einn leikmann sem hefur orðið fyrir því að brenna út í boltanum? Ég veit ekki um neinn og það er ekkert til sem heitir að brenna út í boltanum," sagði Michael Owen við BBC. „Ég sagði aldrei stjóranum að ég væri þreyttur því mér fannst ég aldrei þurfa á hvíld að halda," sagði Owen sem spilaði algjört lykilhlutverk hjá Liverpool og enska landsliðinu á sínum tíma. „Fólk mun benda á mig sem dæmi um mann sem fékk ekki næga hvíld en mitt innlegg í þá umræðu er að ég vil skrifa mínar vöðvatognanir á slæmar erfðir," sagði Owen.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Giggs finnur til með Raheem Sterling Ryan Giggs segist auðveldlega geta sett sig í spor Liverpool-mannsins Raheem Sterling sem hefur kvartað yfir þreytu vegna mikils álags. Sterling byrjaði á bekknum hjá enska landsliðinu á móti Eistlandi í vikunni. 15. október 2014 18:15 Hodgson: Liverpool þarf ekki að hafa áhyggjur Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, segir að Liverpool þurfi ekkert að óttast um að Raheem Sterling muni meiðast í komandi leikjum með enska landsliðinu. 11. október 2014 12:45 Langþráður sigur hjá Liverpool Liverpool lagði WBA 2-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á heimavelli í dag. Liverpool var 1-0 yfir í hálfleik. 4. október 2014 00:01 Lineker vill sjá ungu stjörnurnar á EM 2015 Gary Lineker, stjórnandi Match of the Day á BBC og fyrrverandi landsliðsframherji Englands, vill sjá England tefla fram eins sterku liði og mögulegt er á EM U-21 árs landsliða sem fer fram í Tékklandi á næsta ári. 17. október 2014 08:06 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Giggs finnur til með Raheem Sterling Ryan Giggs segist auðveldlega geta sett sig í spor Liverpool-mannsins Raheem Sterling sem hefur kvartað yfir þreytu vegna mikils álags. Sterling byrjaði á bekknum hjá enska landsliðinu á móti Eistlandi í vikunni. 15. október 2014 18:15
Hodgson: Liverpool þarf ekki að hafa áhyggjur Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, segir að Liverpool þurfi ekkert að óttast um að Raheem Sterling muni meiðast í komandi leikjum með enska landsliðinu. 11. október 2014 12:45
Langþráður sigur hjá Liverpool Liverpool lagði WBA 2-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á heimavelli í dag. Liverpool var 1-0 yfir í hálfleik. 4. október 2014 00:01
Lineker vill sjá ungu stjörnurnar á EM 2015 Gary Lineker, stjórnandi Match of the Day á BBC og fyrrverandi landsliðsframherji Englands, vill sjá England tefla fram eins sterku liði og mögulegt er á EM U-21 árs landsliða sem fer fram í Tékklandi á næsta ári. 17. október 2014 08:06