„Skítt með það - förum á pöbbinn“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. október 2014 14:14 Vísir Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson, leikmenn sænska úrvalsdeildarfélagsins Helsingborg, segja að umhverfi íslenska landsliðsins hafi gerbreyst með ráðningu Lars Lagerbäck fyrir þremur árum. „Áður fyrr snerist þetta allt um að fara út á lífið með landsliðsfélögunum. En svo kom Lagerbäck,“ segja þeir í viðtalinu sem birtist í Helsingborgs Dagblad og má lesa í heild sinni hér. Árangur Lagerbäck með íslenska landsliðinu talar sínu máli. Liðið komst í umspilið fyrir HM 2014 og er nú ósigrað eftir fyrstu þrjá leikina í undankeppni EM 2016 með markatöluna 8-0. Sigur liðsins á Hollandi á mánudag er einn allra merkasti sigur Íslands frá upphafi. Þegar nýr styrkleikalisti FIFA verður gefinn út í næstu viku verður Ísland væntanlega á meðal efstu 30 þjóða heimsins í fyrsta sinn og hæst skrifaða Norðurlandaþjóðin. Sá árangur hefur ekki farið framhjá Svíum enda var Lagerbäck þjálfari sænska landsliðsins í á annan áratug. Arnór og Guðlaugur ræða um ráðningu hans og hvernig íslenskir knattspyrnumenn hafa dafnað undanfarin ár. En einnig hvernig stemningin var í landsliðinu áður en að Lagerbäck tók við. „Það breyttist allt með Lars Lagerbäck. Þá varð þetta fagmannlegt. Ég hef ekki verið lengi í landsliðinu en vinir mínir hafa sagt mér sögur um hvernig þetta var áður en að Lars kom til sögunnar.“ „Litið var á landsleikjatarnir sem frí. Þetta snerist um að fara heim, hitta fjölskylduna og fara á pöbbinn með strákunum. Það smitaði sig inn í frammistöðuna í leikjunum. Liðið fékk kannski mark á sig en þá hugsuðu þeir bara með sér: „Skítt með það - förum á pöbbinn“,“ er haft eftir Guðlaugi. Arnór var fyrst valinn í landsliðið af Ólafi Jóhannssyni árið 2008 og hann tekur undir orð Gauðlaugs. „Áður fyrr voru landsliðsferðir eins og skemmtileg samkvæmi þar sem ekkert skipulag var á leik okkar. Allar þrjár æfingar liðsins fyrir leiki voru eins - ungir gegn gömlum. Það var ekkert rætt um taktík.“ „En nú sýna leikmenn þjálfaranum virðingu,“ bætir Guðlaugur við. „Það er „no bullshit“ hjá Lagerbäck.“ EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira
Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson, leikmenn sænska úrvalsdeildarfélagsins Helsingborg, segja að umhverfi íslenska landsliðsins hafi gerbreyst með ráðningu Lars Lagerbäck fyrir þremur árum. „Áður fyrr snerist þetta allt um að fara út á lífið með landsliðsfélögunum. En svo kom Lagerbäck,“ segja þeir í viðtalinu sem birtist í Helsingborgs Dagblad og má lesa í heild sinni hér. Árangur Lagerbäck með íslenska landsliðinu talar sínu máli. Liðið komst í umspilið fyrir HM 2014 og er nú ósigrað eftir fyrstu þrjá leikina í undankeppni EM 2016 með markatöluna 8-0. Sigur liðsins á Hollandi á mánudag er einn allra merkasti sigur Íslands frá upphafi. Þegar nýr styrkleikalisti FIFA verður gefinn út í næstu viku verður Ísland væntanlega á meðal efstu 30 þjóða heimsins í fyrsta sinn og hæst skrifaða Norðurlandaþjóðin. Sá árangur hefur ekki farið framhjá Svíum enda var Lagerbäck þjálfari sænska landsliðsins í á annan áratug. Arnór og Guðlaugur ræða um ráðningu hans og hvernig íslenskir knattspyrnumenn hafa dafnað undanfarin ár. En einnig hvernig stemningin var í landsliðinu áður en að Lagerbäck tók við. „Það breyttist allt með Lars Lagerbäck. Þá varð þetta fagmannlegt. Ég hef ekki verið lengi í landsliðinu en vinir mínir hafa sagt mér sögur um hvernig þetta var áður en að Lars kom til sögunnar.“ „Litið var á landsleikjatarnir sem frí. Þetta snerist um að fara heim, hitta fjölskylduna og fara á pöbbinn með strákunum. Það smitaði sig inn í frammistöðuna í leikjunum. Liðið fékk kannski mark á sig en þá hugsuðu þeir bara með sér: „Skítt með það - förum á pöbbinn“,“ er haft eftir Guðlaugi. Arnór var fyrst valinn í landsliðið af Ólafi Jóhannssyni árið 2008 og hann tekur undir orð Gauðlaugs. „Áður fyrr voru landsliðsferðir eins og skemmtileg samkvæmi þar sem ekkert skipulag var á leik okkar. Allar þrjár æfingar liðsins fyrir leiki voru eins - ungir gegn gömlum. Það var ekkert rætt um taktík.“ „En nú sýna leikmenn þjálfaranum virðingu,“ bætir Guðlaugur við. „Það er „no bullshit“ hjá Lagerbäck.“
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira
Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36