Hlutir sem gengu ekki upp sem komu okkur svolítið á óvart Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2014 15:07 Íslensku stelpurnar höfnuðu í 2. sæti í gær. Vísir/Valli Björn Björnsson, einn af þjálfurum íslenska kvennalandsliðsins í fimleikum, segir mikinn spenning fyrir morgundeginum þegar úrslitin ráðast á EM í hópfimleikum sem fer fram hér á landi. „Nú er bara stóri dagurinn þar sem við þurfum að framkvæma það sem við erum búin að undirbúa sem lið síðustu fjóra mánuði, og þessar stelpur miklu lengur sem einstaklingar. Við erum mjög spennt og hlakkar mikið til morgundagsins,“ sagði Björn í samtali við Vísi í dag. Ísland, sem á titil að verja í kvennaflokki, hafnaði í öðru sæti í forkeppninni í gær, en íslenska liðið fékk 56,450 stig í heildina. Sænska liðið varð hlutskarpast, en það fékk 56,733. Björn er nokkuð sáttur með hvernig til tókst í gær. „Já, þetta var fínt. Við hefðum sannarlega getað gert betur á nokkrum stöðum, en við vitum að við eigum það inni. Það voru hlutir sem gengu ekki upp sem komu okkur svolítið á óvart. Við bjuggumst ekki við að þeir færu úrskeiðis,“ sagði Björn, en hvað var það sem betur mátti fara í gær. „Fyrsta umferðin okkar á dýnu. Hún hefur verið mjög stöðug, en við misstum í raun það sem kallast liðsumferð. Tvær stelpur fengu æfinguna ekki gilda, en við vonumst til að það verði í lagi á morgun. Það skiptir gríðarlega miklu máli upp á einkunnina. „Við áttum góðan fund í gær og ræddum hvað við hefðum getað gert betur. Hópurinn er gríðarlega vel stemmdur og ákveðinn í að klára dæmið á morgun.“ Íslenska liðið varð fyrir áfalli þegar Valgerður Sigurfinnsdóttir, Gerplu, meiddist í lokastökkinu, en liðið þarf að fylla skarð hennar á morgun. „Líklegast er hún ekki alvarlega slösuð. Það kemur betur í ljós síðar í dag þegar hún fer í myndatöku og frekari skoðun. Hún tognaði aðeins á liðböndunum í hnénu, en við fáum Glódísi (Guðgeirsdóttur) inn í staðinn. Við hvíldum hana í gær, en hún er gríðarlega öflug og ætlar að fylla skarð Völu að einhverju leyti,“ sagði Björn, en þjálfararnir voru að æfa stökk með Glódísi þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli. Björn gerir ráð fyrir því að Svíar verði helsti andstæðingur Íslands á morgun. „Við sáum sænska liðið í gær og það var gríðarlega flott. Það verður ekkert tekið af þeim að þeir áttu dýnuna og trampólínið í gær, en við áttum dansgólfið og ætlum að eiga það á morgun,“ sagði Björn að lokum. Fimleikar Tengdar fréttir Sif: Við látum ekkert koma okkur úr jafnvægi Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum tryggði sér örugglega sæti í úrslitum EM í hópfimleikum í gær en liðið endaði í 2. sæti í undankeppninni. 17. október 2014 12:00 Stelpurnar í öðru sæti eftir forkeppnina | Sjáðu myndirnar Evrópumeistarar Íslands fengu hæstu einkunn fyrir gólfæfingar í forkeppni EM 2014 í Laugardalnum í kvöld. 16. október 2014 22:12 Sólveig: Höllin trylltist við hverja lendingu Sólveig Bergsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu í hópfimleikum fengu góðan stuðning þegar undankeppni Evrópumótsins fór fram í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Íslenska liðið náði 2. sæti og tryggði sig örugglega inn í úrslitin. 17. október 2014 14:30 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Sjá meira
Björn Björnsson, einn af þjálfurum íslenska kvennalandsliðsins í fimleikum, segir mikinn spenning fyrir morgundeginum þegar úrslitin ráðast á EM í hópfimleikum sem fer fram hér á landi. „Nú er bara stóri dagurinn þar sem við þurfum að framkvæma það sem við erum búin að undirbúa sem lið síðustu fjóra mánuði, og þessar stelpur miklu lengur sem einstaklingar. Við erum mjög spennt og hlakkar mikið til morgundagsins,“ sagði Björn í samtali við Vísi í dag. Ísland, sem á titil að verja í kvennaflokki, hafnaði í öðru sæti í forkeppninni í gær, en íslenska liðið fékk 56,450 stig í heildina. Sænska liðið varð hlutskarpast, en það fékk 56,733. Björn er nokkuð sáttur með hvernig til tókst í gær. „Já, þetta var fínt. Við hefðum sannarlega getað gert betur á nokkrum stöðum, en við vitum að við eigum það inni. Það voru hlutir sem gengu ekki upp sem komu okkur svolítið á óvart. Við bjuggumst ekki við að þeir færu úrskeiðis,“ sagði Björn, en hvað var það sem betur mátti fara í gær. „Fyrsta umferðin okkar á dýnu. Hún hefur verið mjög stöðug, en við misstum í raun það sem kallast liðsumferð. Tvær stelpur fengu æfinguna ekki gilda, en við vonumst til að það verði í lagi á morgun. Það skiptir gríðarlega miklu máli upp á einkunnina. „Við áttum góðan fund í gær og ræddum hvað við hefðum getað gert betur. Hópurinn er gríðarlega vel stemmdur og ákveðinn í að klára dæmið á morgun.“ Íslenska liðið varð fyrir áfalli þegar Valgerður Sigurfinnsdóttir, Gerplu, meiddist í lokastökkinu, en liðið þarf að fylla skarð hennar á morgun. „Líklegast er hún ekki alvarlega slösuð. Það kemur betur í ljós síðar í dag þegar hún fer í myndatöku og frekari skoðun. Hún tognaði aðeins á liðböndunum í hnénu, en við fáum Glódísi (Guðgeirsdóttur) inn í staðinn. Við hvíldum hana í gær, en hún er gríðarlega öflug og ætlar að fylla skarð Völu að einhverju leyti,“ sagði Björn, en þjálfararnir voru að æfa stökk með Glódísi þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli. Björn gerir ráð fyrir því að Svíar verði helsti andstæðingur Íslands á morgun. „Við sáum sænska liðið í gær og það var gríðarlega flott. Það verður ekkert tekið af þeim að þeir áttu dýnuna og trampólínið í gær, en við áttum dansgólfið og ætlum að eiga það á morgun,“ sagði Björn að lokum.
Fimleikar Tengdar fréttir Sif: Við látum ekkert koma okkur úr jafnvægi Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum tryggði sér örugglega sæti í úrslitum EM í hópfimleikum í gær en liðið endaði í 2. sæti í undankeppninni. 17. október 2014 12:00 Stelpurnar í öðru sæti eftir forkeppnina | Sjáðu myndirnar Evrópumeistarar Íslands fengu hæstu einkunn fyrir gólfæfingar í forkeppni EM 2014 í Laugardalnum í kvöld. 16. október 2014 22:12 Sólveig: Höllin trylltist við hverja lendingu Sólveig Bergsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu í hópfimleikum fengu góðan stuðning þegar undankeppni Evrópumótsins fór fram í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Íslenska liðið náði 2. sæti og tryggði sig örugglega inn í úrslitin. 17. október 2014 14:30 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Sjá meira
Sif: Við látum ekkert koma okkur úr jafnvægi Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum tryggði sér örugglega sæti í úrslitum EM í hópfimleikum í gær en liðið endaði í 2. sæti í undankeppninni. 17. október 2014 12:00
Stelpurnar í öðru sæti eftir forkeppnina | Sjáðu myndirnar Evrópumeistarar Íslands fengu hæstu einkunn fyrir gólfæfingar í forkeppni EM 2014 í Laugardalnum í kvöld. 16. október 2014 22:12
Sólveig: Höllin trylltist við hverja lendingu Sólveig Bergsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu í hópfimleikum fengu góðan stuðning þegar undankeppni Evrópumótsins fór fram í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Íslenska liðið náði 2. sæti og tryggði sig örugglega inn í úrslitin. 17. október 2014 14:30