Pahars: Engir brandarar á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 9. október 2014 17:01 Pahars á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Valli Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, hrósaði landsliði Íslands á blaðamannafundi sínum á Skonto-leikvanginum nú síðdegis. Hann segist einnig afar hrifinn af þjálfaranum Lars Lagerbäck. „Ísland er með gott lið fyrst og fremst. Það eru góðir leikmenn í liðinu og það er afar vel þjálfað. Við höfum ekki áhyggjur af einstökum leikmönnum heldur af því hvernig liðið spilar sem heild,“ sagði Pahars í dag. „Lars er frábær þjálfari og verður gott að fá að mæta honum. Ég hitti hann nýlega á ráðstefnu í St. Pétursborg. Við áttum þar gott spjall og hann sagði nokkra brandara. Það verða þó engir brandarar sagðir á morgun - þá tekur alvaran við.“ Pahars sagði að það væri margir góðir leikmenn í íslenska liðinu og nefndi sérstaklega þá Gylfa Þór Sigurðsson, Kolbein Sigþórsson og Alfreð Finnbogason. En hann gerði lítið úr þeirri staðreynd að Lettland hafi gengið vel að verjast í síðustu leikjum sínum og haldið hreinu í nokkrum í röð. „Það er ekki tölfræði sem ég skoða sérstaklega fyrir þennan leik. Eina tölfræðin sem ég hef áhuga á er að við skorum fleiri mörk en andstæðingurinn. Við viljum fyrst og fremst fá góð úrslit.“ Hann sagði erfitt að meta möguleika Íslands á að komast upp úr riðlinum. „Það kemur betur í ljós eftir næstu tvo leiki. Sigurinn á Tyrklandi var mikilvægur en þessi leikur og sá næsti mun hafa mikið að segja um framhaldið.“ Pahars sagðist enn fremur ekki hafa áhyggjur af liðinu vegna fjarveru lykilmanna sem margir eiga við meiðsli að stríða. „Ég er einfaldlega ekki að hugsa um þá leikmenn. Svo einfalt er það.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands. 9. október 2014 06:00 Landsliðshópur Letta lemstraður Margir frá vegna meiðsla og lykilmenn fá lítið að spila með sínum liðum. 8. október 2014 13:45 Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37 „Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, hrósaði landsliði Íslands á blaðamannafundi sínum á Skonto-leikvanginum nú síðdegis. Hann segist einnig afar hrifinn af þjálfaranum Lars Lagerbäck. „Ísland er með gott lið fyrst og fremst. Það eru góðir leikmenn í liðinu og það er afar vel þjálfað. Við höfum ekki áhyggjur af einstökum leikmönnum heldur af því hvernig liðið spilar sem heild,“ sagði Pahars í dag. „Lars er frábær þjálfari og verður gott að fá að mæta honum. Ég hitti hann nýlega á ráðstefnu í St. Pétursborg. Við áttum þar gott spjall og hann sagði nokkra brandara. Það verða þó engir brandarar sagðir á morgun - þá tekur alvaran við.“ Pahars sagði að það væri margir góðir leikmenn í íslenska liðinu og nefndi sérstaklega þá Gylfa Þór Sigurðsson, Kolbein Sigþórsson og Alfreð Finnbogason. En hann gerði lítið úr þeirri staðreynd að Lettland hafi gengið vel að verjast í síðustu leikjum sínum og haldið hreinu í nokkrum í röð. „Það er ekki tölfræði sem ég skoða sérstaklega fyrir þennan leik. Eina tölfræðin sem ég hef áhuga á er að við skorum fleiri mörk en andstæðingurinn. Við viljum fyrst og fremst fá góð úrslit.“ Hann sagði erfitt að meta möguleika Íslands á að komast upp úr riðlinum. „Það kemur betur í ljós eftir næstu tvo leiki. Sigurinn á Tyrklandi var mikilvægur en þessi leikur og sá næsti mun hafa mikið að segja um framhaldið.“ Pahars sagðist enn fremur ekki hafa áhyggjur af liðinu vegna fjarveru lykilmanna sem margir eiga við meiðsli að stríða. „Ég er einfaldlega ekki að hugsa um þá leikmenn. Svo einfalt er það.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands. 9. október 2014 06:00 Landsliðshópur Letta lemstraður Margir frá vegna meiðsla og lykilmenn fá lítið að spila með sínum liðum. 8. október 2014 13:45 Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37 „Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands. 9. október 2014 06:00
Landsliðshópur Letta lemstraður Margir frá vegna meiðsla og lykilmenn fá lítið að spila með sínum liðum. 8. október 2014 13:45
Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37
„Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43