Alltaf haft það á tilfinningunni að þeir séu ánægðir með mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ríga skrifar 10. október 2014 06:00 Jón Daði á æfingu með landsliðinu. Vísir/Valli Jón Daði Böðvarsson gerði sér manna best grein fyrir því, þegar byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Tyrklandi í síðasta mánuði var kynnt, að flestir myndu staldra við nafn hans. Þessi 22 ára Selfyssingur á ekki langan landsliðsferil að baki og hafði aðeins komið við sögu í þremur vináttulandsleikjum áður en stóra tækifærið kom gegn Tyrkjum. Jón Daði nýtti tækifærið til hins ýtrasta, átti stórleik og skoraði fyrsta markið í mögnuðum 3-0 sigri Íslands. „Þetta hefur verið litríkt og skemmtilegt,“ sagði Jón Daði við Fréttablaðið á hóteli landsliðsins í Ríga í gær. Jón Daði og félagar hans verða í eldlínunni í kvöld þegar þeir mæta Lettlandi á Skonto-leikvanginum. Miðað við frammistöðu Jóns Daða er erfitt að taka hann út úr byrjunarliðinu, þó svo að Alfreð Finnbogason sé nú kominn til baka eftir sín meiðsli. „Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að Lars [Lagerbäck] og Heimir [Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar] séu ánægðir með mig. Þeir sýndu mér mikið traust með því að gefa mér tækifæri gegn Tyrkjum og það var frábært að finna fyrir því.“Enginn í fýlu í landsliðinu Jón Daði var einnig ánægður með að fá tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir stuðningsmönnum íslenska landsliðsins. „Ég skynjaði það alveg að ég væri ekki þekktasti maðurinn í liðinu og bjóst við að einhverjir myndu ekki þekkja nafnið mitt. Það var því frábært að ná að sýna þeim að maður er góður í fótbolta og ekki langt frá hinum í liðinu. Það verður ekki stærra hjá manni en að spila með A-landsliðinu og það var skemmtilegt að koma inn í það umhverfi sem óþekkt andlit.“ Hann sagðist ekki vita hvort hann væri í byrjunarliðinu í kvöld en að hann myndi taka við því hlutverki sem honum yrði úthlutað. „Það fer enginn í fýlu í þessum hópi. Þetta er það flott teymi og við gerum okkur fulla grein fyrir því að við erum hér sem fulltrúar okkar þjóðar. Hver og einn gerir það sem ætlast er til af honum.“Lengi að finna rétta stöðu Jón Daði spilaði með uppeldisfélaginu á Selfossi alla tíð, þar til hann gekk í raðir norska úrvalsdeildarfélagsins Viking í ársbyrjun 2013. Hann segir að þar hafi hann loksins fundið sína rétta stöðu á knattspyrnuvellinum. „Það hefur gengið illa að finna hvaða staða hentar mér best. Ég hef gegnt ýmsum hlutverkum; spilað úti á kanti, á miðjunni og sem sóknartengiliður. En ég lít á mig sem hreinræktaða „níu“, að spila sem fremsti sóknarmaður,“ segir hann. „Ég hef hraða og er góður í að koma mér á bak við varnarlínuna og ná þannig að ógna markinu. Ég tel mig þó geta bætt mig enn meira sem framherji og unnið í ýmsum þáttum sem gerir mig að enn betri leikmanni.“ Jón Daði og Kolbeinn Sigþórsson náðu mjög vel saman í áðurnefndum leik gegn Tyrkjum og sá fyrrnefndi segir það frábært að spila með sóknarmann eins og Kolbein sér við hlið. „Við erum ólíkir leikmenn. Hann er virkilega góður í að halda boltanum og er sterkur í teignum. Ég er aðeins meira léttleikandi og er úti um allt. Fyrir leikinn fórum við mjög vel yfir hvað við ætluðum að gera og náðum að fylgja því eftir. Vonandi verður framhald á því.“Leikur Lettlands og Íslands hefst á Skonto-leikvanginum klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson gerði sér manna best grein fyrir því, þegar byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Tyrklandi í síðasta mánuði var kynnt, að flestir myndu staldra við nafn hans. Þessi 22 ára Selfyssingur á ekki langan landsliðsferil að baki og hafði aðeins komið við sögu í þremur vináttulandsleikjum áður en stóra tækifærið kom gegn Tyrkjum. Jón Daði nýtti tækifærið til hins ýtrasta, átti stórleik og skoraði fyrsta markið í mögnuðum 3-0 sigri Íslands. „Þetta hefur verið litríkt og skemmtilegt,“ sagði Jón Daði við Fréttablaðið á hóteli landsliðsins í Ríga í gær. Jón Daði og félagar hans verða í eldlínunni í kvöld þegar þeir mæta Lettlandi á Skonto-leikvanginum. Miðað við frammistöðu Jóns Daða er erfitt að taka hann út úr byrjunarliðinu, þó svo að Alfreð Finnbogason sé nú kominn til baka eftir sín meiðsli. „Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að Lars [Lagerbäck] og Heimir [Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar] séu ánægðir með mig. Þeir sýndu mér mikið traust með því að gefa mér tækifæri gegn Tyrkjum og það var frábært að finna fyrir því.“Enginn í fýlu í landsliðinu Jón Daði var einnig ánægður með að fá tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir stuðningsmönnum íslenska landsliðsins. „Ég skynjaði það alveg að ég væri ekki þekktasti maðurinn í liðinu og bjóst við að einhverjir myndu ekki þekkja nafnið mitt. Það var því frábært að ná að sýna þeim að maður er góður í fótbolta og ekki langt frá hinum í liðinu. Það verður ekki stærra hjá manni en að spila með A-landsliðinu og það var skemmtilegt að koma inn í það umhverfi sem óþekkt andlit.“ Hann sagðist ekki vita hvort hann væri í byrjunarliðinu í kvöld en að hann myndi taka við því hlutverki sem honum yrði úthlutað. „Það fer enginn í fýlu í þessum hópi. Þetta er það flott teymi og við gerum okkur fulla grein fyrir því að við erum hér sem fulltrúar okkar þjóðar. Hver og einn gerir það sem ætlast er til af honum.“Lengi að finna rétta stöðu Jón Daði spilaði með uppeldisfélaginu á Selfossi alla tíð, þar til hann gekk í raðir norska úrvalsdeildarfélagsins Viking í ársbyrjun 2013. Hann segir að þar hafi hann loksins fundið sína rétta stöðu á knattspyrnuvellinum. „Það hefur gengið illa að finna hvaða staða hentar mér best. Ég hef gegnt ýmsum hlutverkum; spilað úti á kanti, á miðjunni og sem sóknartengiliður. En ég lít á mig sem hreinræktaða „níu“, að spila sem fremsti sóknarmaður,“ segir hann. „Ég hef hraða og er góður í að koma mér á bak við varnarlínuna og ná þannig að ógna markinu. Ég tel mig þó geta bætt mig enn meira sem framherji og unnið í ýmsum þáttum sem gerir mig að enn betri leikmanni.“ Jón Daði og Kolbeinn Sigþórsson náðu mjög vel saman í áðurnefndum leik gegn Tyrkjum og sá fyrrnefndi segir það frábært að spila með sóknarmann eins og Kolbein sér við hlið. „Við erum ólíkir leikmenn. Hann er virkilega góður í að halda boltanum og er sterkur í teignum. Ég er aðeins meira léttleikandi og er úti um allt. Fyrir leikinn fórum við mjög vel yfir hvað við ætluðum að gera og náðum að fylgja því eftir. Vonandi verður framhald á því.“Leikur Lettlands og Íslands hefst á Skonto-leikvanginum klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Sjá meira