Hollar nestishugmyndir Rikka skrifar 12. september 2014 14:00 mynd/ljúfmeti.com Malín Örlygsdóttirmynd/ljúfmeti Á bloggsíðu matgæðingsins Svövu Gunnarsdóttir, Ljúfmeti, er að finna ógrynni af girnilegum og hollum uppskriftum. Bloggið hefur verið eitt af vinsælustu matarbloggum á landinu undanfarin ár og skal engan undra það. Malín Örlygsdóttir, dóttir Svövu, tók sig til og tók saman nestishugmyndir fyrir fólk sem er sífellt á hlaupum. Sjálf er hún nýbyrjuð í menntaskóla þar sem að auðveldasta leiðin virðist stundum vera að næra sig á sjoppufæði. Malín tók málin í sínar hendur og fann það hjá sér að hún vildi ekki venja sig á óhollustufæði, fyrir utan það hvað það væri dýrt. Hún brá þá á það ráð að útbúa nesti á hverjum degi á heimasíðu Ljúfmetis má finna árangurinn. Þær mæðgur gáfu okkur á Heilsuvísi uppskrift af dásamlegum hafrabitum sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og tilvalið sem millibiti eða í nestistöskuna. Hafrastykki230 g haframjöl (2½ bolli)10 g rice krispies (½ bolli)20 g kókosmjöl (¼ bolli)90 g súkkulaðibitar (½ bolli ) -mér þykir suðusúkkulaði best100 g púðursykur (½ bolli)1/2 tsk salt50 g smjör (¼ bolli)60 g hnetusmjör (¼ bolli)3 msk hunang2 msk sýróp (má sleppa)1/2 tsk vanilludropar Setjið smjör, hnetusmjör, hunang og sýróp í pott og bræðið saman við lágan hita. Þegar blandan hefur bráðnað er vanilludropum bætt út í. Setjið haframjöl, rice krispies, kókosmjöl, súkkulaðibita, púðursykur og salt í skál og blandið vel. Hellið smjörblöndunni saman við og hrærið öllu vel saman. Þrýstið blöndunni í bökunarform sem er 20×20 cm og bakið við 175° í 20 mínútur. Kælið og skerið síðan í stykki. Dögurður Heilsa Uppskriftir Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning
Malín Örlygsdóttirmynd/ljúfmeti Á bloggsíðu matgæðingsins Svövu Gunnarsdóttir, Ljúfmeti, er að finna ógrynni af girnilegum og hollum uppskriftum. Bloggið hefur verið eitt af vinsælustu matarbloggum á landinu undanfarin ár og skal engan undra það. Malín Örlygsdóttir, dóttir Svövu, tók sig til og tók saman nestishugmyndir fyrir fólk sem er sífellt á hlaupum. Sjálf er hún nýbyrjuð í menntaskóla þar sem að auðveldasta leiðin virðist stundum vera að næra sig á sjoppufæði. Malín tók málin í sínar hendur og fann það hjá sér að hún vildi ekki venja sig á óhollustufæði, fyrir utan það hvað það væri dýrt. Hún brá þá á það ráð að útbúa nesti á hverjum degi á heimasíðu Ljúfmetis má finna árangurinn. Þær mæðgur gáfu okkur á Heilsuvísi uppskrift af dásamlegum hafrabitum sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og tilvalið sem millibiti eða í nestistöskuna. Hafrastykki230 g haframjöl (2½ bolli)10 g rice krispies (½ bolli)20 g kókosmjöl (¼ bolli)90 g súkkulaðibitar (½ bolli ) -mér þykir suðusúkkulaði best100 g púðursykur (½ bolli)1/2 tsk salt50 g smjör (¼ bolli)60 g hnetusmjör (¼ bolli)3 msk hunang2 msk sýróp (má sleppa)1/2 tsk vanilludropar Setjið smjör, hnetusmjör, hunang og sýróp í pott og bræðið saman við lágan hita. Þegar blandan hefur bráðnað er vanilludropum bætt út í. Setjið haframjöl, rice krispies, kókosmjöl, súkkulaðibita, púðursykur og salt í skál og blandið vel. Hellið smjörblöndunni saman við og hrærið öllu vel saman. Þrýstið blöndunni í bökunarform sem er 20×20 cm og bakið við 175° í 20 mínútur. Kælið og skerið síðan í stykki.
Dögurður Heilsa Uppskriftir Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning