Hamilton og Rosberg fljótastir á föstudagsæfingum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. september 2014 23:00 Ætli það verði Mercedes í fyrsta og öðru á ráslínu á morgun? Vísir/Getty Mercedes liðið eignaði sér æfingar dagsins fyrir ítalska kappaksturinn. Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri fyrri en Nico Rosberg á þeirri seinni. Á fyrri æfingunni varð strax ljóst að Mercedes vélin kann vel við sig á Monza brautinni. Brautin einkennist af löngum beinum köflum og miklum hraða. Hamilton var hraðastur, annar varð Jenson Button á McLaren og Rosberg varð þriðji. Fjórði varð Fernando Alonso á Ferrari, hann var fljótastur allra sem ekki nota Mercedes vél rétt innan við sekúndu á eftir Hamilton. Kevin Magnussen á McLaren varð fimmti. Þó nokkuð margir þróunarökumenn fengu tækifæri til að spreyta sig á æfingunni. Giedo van der Garde ók fyrir Sauber í stað Adrian Sutil. Daniel Juncadella ók fyrir Force India. Charles Pic tók sæti Romain Grosjean hjá Lotus í morgun. Roberto Mehri ók fyrir Caterham á meðan Kamui Kobayashi sat og horfði á. Seinni æfingin var frekar jöfn. Ellefu hröðustu ökumennirnir voru allir á sömu sekúndunni. Gefur það vísbendingar um spennandi tímatöku á morgun. Rosberg var hraðastur og Hamilton annar. Þar á eftir komu Kimi Raikkonen og Alonso á Ferrari. Valtteri Bottas á Williams varð fimmti og Button á McLaren sjötti. Grosjean hefði haft gott af fyrri æfingunni því hann átti í talsverðu basli á seinni æfingu dagsins. Hann var iðinn við utanvegaakstur. Tímatakan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 11:50 á morgun. Útsending frá keppninni á sunnudag hefst svo klukkan 11:30. Formúla Tengdar fréttir Mercedesmenn fljótastir á föstudegi og Chilton mun keppa Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingunni á Spa brautinni. Max Chilton hefur endurheimt sæti sitt hjá Marussia. 22. ágúst 2014 17:15 Ætlar McLaren að yngja upp? McLaren liðið vinnur nú að þriggja til fimm ára ökumanna áætlun. Hvorugur ökumaður liðsins hefur heyrt hvort hann er inni í þeirri áætlun. 27. ágúst 2014 23:30 Ricciardo vann í Belgíu Daniel Ricciardo á Red Bull kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum rétt í þessu. Annar var Nico Rosberg á Mercedes og þriðji Valtteri Bottas á Williams. 24. ágúst 2014 13:32 Alonso verður áfram hjá Ferrari Þrátt fyrir mikinn áhuga frá McLaren þá hefur Fernando Alonso ákveðið að keyra áfram fyrir Ferrari. 2. september 2014 09:49 Nico Rosberg á ráspól í Belgíu Nico Rosberg á Mercedes plantaði sér á ráspól fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Lewis Hamilton var annar og Sebastian Vettel þriðji. 23. ágúst 2014 13:06 Bílskúrinn: Hverjum var um að kenna í Belgíu? Belgíski kappaksturinn sem fram fór í gær var fyrir margt athyglisverður. Daniel Ricciardo vann sína þriðju keppni og Kimi Raikkonen náði sínum besta árangri á tímabilinu. Allra augu beinast þó að Mercedes þessa stundina. Hvað er að gerast þar? Verður liðið starfhæft á næstunni? 25. ágúst 2014 22:45 Rosberg: Þetta var dómgreindarleysi Nico Rosberg lenti aftan á liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton í belgískakappakstrinum síðustu helgi með afdrifaríkum afleiðingum fyrir Hamilton. 31. ágúst 2014 19:30 Renault og Ferrari vilja aflétta breytingabanni Líkt og Ferrari gaf út fyrir skömmu, vill Renault nú einnig aflétta svokölluðu vélafrosti. Breytingabann er á keppnisvélum Formúlu 1 liða yfir tímabilið, nema að allir vélaframleiðendur samþykki að aflétta því. 4. september 2014 07:00 Ferrari efast um að hægt verði að ná Mercedes 2015 Ferrari liðið hyggst mæta með fullkomlega endurhannaðan bíl til leiks 2015 en efast um að það dugi til að ná Mercedes. Gæði Mercedes vélarinnar séu of mikil til að hægt sé að snúa taflinu við í einu stökki. 4. september 2014 19:15 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Mercedes liðið eignaði sér æfingar dagsins fyrir ítalska kappaksturinn. Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri fyrri en Nico Rosberg á þeirri seinni. Á fyrri æfingunni varð strax ljóst að Mercedes vélin kann vel við sig á Monza brautinni. Brautin einkennist af löngum beinum köflum og miklum hraða. Hamilton var hraðastur, annar varð Jenson Button á McLaren og Rosberg varð þriðji. Fjórði varð Fernando Alonso á Ferrari, hann var fljótastur allra sem ekki nota Mercedes vél rétt innan við sekúndu á eftir Hamilton. Kevin Magnussen á McLaren varð fimmti. Þó nokkuð margir þróunarökumenn fengu tækifæri til að spreyta sig á æfingunni. Giedo van der Garde ók fyrir Sauber í stað Adrian Sutil. Daniel Juncadella ók fyrir Force India. Charles Pic tók sæti Romain Grosjean hjá Lotus í morgun. Roberto Mehri ók fyrir Caterham á meðan Kamui Kobayashi sat og horfði á. Seinni æfingin var frekar jöfn. Ellefu hröðustu ökumennirnir voru allir á sömu sekúndunni. Gefur það vísbendingar um spennandi tímatöku á morgun. Rosberg var hraðastur og Hamilton annar. Þar á eftir komu Kimi Raikkonen og Alonso á Ferrari. Valtteri Bottas á Williams varð fimmti og Button á McLaren sjötti. Grosjean hefði haft gott af fyrri æfingunni því hann átti í talsverðu basli á seinni æfingu dagsins. Hann var iðinn við utanvegaakstur. Tímatakan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 11:50 á morgun. Útsending frá keppninni á sunnudag hefst svo klukkan 11:30.
Formúla Tengdar fréttir Mercedesmenn fljótastir á föstudegi og Chilton mun keppa Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingunni á Spa brautinni. Max Chilton hefur endurheimt sæti sitt hjá Marussia. 22. ágúst 2014 17:15 Ætlar McLaren að yngja upp? McLaren liðið vinnur nú að þriggja til fimm ára ökumanna áætlun. Hvorugur ökumaður liðsins hefur heyrt hvort hann er inni í þeirri áætlun. 27. ágúst 2014 23:30 Ricciardo vann í Belgíu Daniel Ricciardo á Red Bull kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum rétt í þessu. Annar var Nico Rosberg á Mercedes og þriðji Valtteri Bottas á Williams. 24. ágúst 2014 13:32 Alonso verður áfram hjá Ferrari Þrátt fyrir mikinn áhuga frá McLaren þá hefur Fernando Alonso ákveðið að keyra áfram fyrir Ferrari. 2. september 2014 09:49 Nico Rosberg á ráspól í Belgíu Nico Rosberg á Mercedes plantaði sér á ráspól fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Lewis Hamilton var annar og Sebastian Vettel þriðji. 23. ágúst 2014 13:06 Bílskúrinn: Hverjum var um að kenna í Belgíu? Belgíski kappaksturinn sem fram fór í gær var fyrir margt athyglisverður. Daniel Ricciardo vann sína þriðju keppni og Kimi Raikkonen náði sínum besta árangri á tímabilinu. Allra augu beinast þó að Mercedes þessa stundina. Hvað er að gerast þar? Verður liðið starfhæft á næstunni? 25. ágúst 2014 22:45 Rosberg: Þetta var dómgreindarleysi Nico Rosberg lenti aftan á liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton í belgískakappakstrinum síðustu helgi með afdrifaríkum afleiðingum fyrir Hamilton. 31. ágúst 2014 19:30 Renault og Ferrari vilja aflétta breytingabanni Líkt og Ferrari gaf út fyrir skömmu, vill Renault nú einnig aflétta svokölluðu vélafrosti. Breytingabann er á keppnisvélum Formúlu 1 liða yfir tímabilið, nema að allir vélaframleiðendur samþykki að aflétta því. 4. september 2014 07:00 Ferrari efast um að hægt verði að ná Mercedes 2015 Ferrari liðið hyggst mæta með fullkomlega endurhannaðan bíl til leiks 2015 en efast um að það dugi til að ná Mercedes. Gæði Mercedes vélarinnar séu of mikil til að hægt sé að snúa taflinu við í einu stökki. 4. september 2014 19:15 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Mercedesmenn fljótastir á föstudegi og Chilton mun keppa Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingunni á Spa brautinni. Max Chilton hefur endurheimt sæti sitt hjá Marussia. 22. ágúst 2014 17:15
Ætlar McLaren að yngja upp? McLaren liðið vinnur nú að þriggja til fimm ára ökumanna áætlun. Hvorugur ökumaður liðsins hefur heyrt hvort hann er inni í þeirri áætlun. 27. ágúst 2014 23:30
Ricciardo vann í Belgíu Daniel Ricciardo á Red Bull kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum rétt í þessu. Annar var Nico Rosberg á Mercedes og þriðji Valtteri Bottas á Williams. 24. ágúst 2014 13:32
Alonso verður áfram hjá Ferrari Þrátt fyrir mikinn áhuga frá McLaren þá hefur Fernando Alonso ákveðið að keyra áfram fyrir Ferrari. 2. september 2014 09:49
Nico Rosberg á ráspól í Belgíu Nico Rosberg á Mercedes plantaði sér á ráspól fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Lewis Hamilton var annar og Sebastian Vettel þriðji. 23. ágúst 2014 13:06
Bílskúrinn: Hverjum var um að kenna í Belgíu? Belgíski kappaksturinn sem fram fór í gær var fyrir margt athyglisverður. Daniel Ricciardo vann sína þriðju keppni og Kimi Raikkonen náði sínum besta árangri á tímabilinu. Allra augu beinast þó að Mercedes þessa stundina. Hvað er að gerast þar? Verður liðið starfhæft á næstunni? 25. ágúst 2014 22:45
Rosberg: Þetta var dómgreindarleysi Nico Rosberg lenti aftan á liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton í belgískakappakstrinum síðustu helgi með afdrifaríkum afleiðingum fyrir Hamilton. 31. ágúst 2014 19:30
Renault og Ferrari vilja aflétta breytingabanni Líkt og Ferrari gaf út fyrir skömmu, vill Renault nú einnig aflétta svokölluðu vélafrosti. Breytingabann er á keppnisvélum Formúlu 1 liða yfir tímabilið, nema að allir vélaframleiðendur samþykki að aflétta því. 4. september 2014 07:00
Ferrari efast um að hægt verði að ná Mercedes 2015 Ferrari liðið hyggst mæta með fullkomlega endurhannaðan bíl til leiks 2015 en efast um að það dugi til að ná Mercedes. Gæði Mercedes vélarinnar séu of mikil til að hægt sé að snúa taflinu við í einu stökki. 4. september 2014 19:15
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti