Bráðhollar uppskriftir mæðgnanna Rikka skrifar 8. september 2014 15:47 Solla og Hildur Mynd/maedgurnar.is Mæðgurnar Solla Eiríks og Hildur dóttir hennar hafa nýverið sett á laggirnar dásamlegt matarblogg þar sem að þær sameina krafta sína og ástríðu fyrir matargerð. Síðan er alveg einstaklega falleg enda sérstaklega lagt upp úr fallegum myndum auk hollra og bragðgóðra uppskrifta. Sollu þarf vart að kynna enda hefur hún verið brautryðjandi á sviði holls mataræðis undanfarin tuttugu ár. Hildur deilir áhuga móður sinnar á hollustu og er nýlega útskrifuð úr næringarfræði frá Háskóla Íslands. Það verður því fróðlegt að fylgjast með hvað kemur úr úr þessari fallegu samvinnu í framtíðinni. Mæðgurnar gáfu Heilsuvísi dásamlega uppskrift af Bláberjasultu sem þær nýverið settu á bloggið sitt. BláberjasultaMynd/maedgurnar.is Bláberjasulta Mæðgnanna 10 dl bláber safinn úr 1 sítrónu eða 2 msk hreinn sítrónusafi úr flösku 1 vanillustöng 1 kanilstöng nokkur korn sjávarsalt væn msk chiafræ, möluð í krydd- eða kaffikvörn 2-4 msk kókospálmasykur eða sæta að eigin vali Aðferð Setjið bláberin í pott ásamt sítrónusafanum, sætunni, vanillustönginni, kanilstönginni og nokkrum saltkornum. Látið suðuna koma upp og bullsjóða og hrærið í 1-2 mín, lækkið undir pottinum og hrærið möluðu chiafræjunum útí og látið malla þar til sultan byrjar að þykkna. Takið af hellunni og látið standa í smá stund. Setjið í hreinar krukkur, t.d. gamaldags sultukrukkur sem eru alveg þéttar með gúmíteygju. Þessa sultu er líka hægt að gera hráa. Þá er allt sett í matvinnsluvél í staðinn fyrir pott og maukað. Heilsa Uppskriftir Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið
Mæðgurnar Solla Eiríks og Hildur dóttir hennar hafa nýverið sett á laggirnar dásamlegt matarblogg þar sem að þær sameina krafta sína og ástríðu fyrir matargerð. Síðan er alveg einstaklega falleg enda sérstaklega lagt upp úr fallegum myndum auk hollra og bragðgóðra uppskrifta. Sollu þarf vart að kynna enda hefur hún verið brautryðjandi á sviði holls mataræðis undanfarin tuttugu ár. Hildur deilir áhuga móður sinnar á hollustu og er nýlega útskrifuð úr næringarfræði frá Háskóla Íslands. Það verður því fróðlegt að fylgjast með hvað kemur úr úr þessari fallegu samvinnu í framtíðinni. Mæðgurnar gáfu Heilsuvísi dásamlega uppskrift af Bláberjasultu sem þær nýverið settu á bloggið sitt. BláberjasultaMynd/maedgurnar.is Bláberjasulta Mæðgnanna 10 dl bláber safinn úr 1 sítrónu eða 2 msk hreinn sítrónusafi úr flösku 1 vanillustöng 1 kanilstöng nokkur korn sjávarsalt væn msk chiafræ, möluð í krydd- eða kaffikvörn 2-4 msk kókospálmasykur eða sæta að eigin vali Aðferð Setjið bláberin í pott ásamt sítrónusafanum, sætunni, vanillustönginni, kanilstönginni og nokkrum saltkornum. Látið suðuna koma upp og bullsjóða og hrærið í 1-2 mín, lækkið undir pottinum og hrærið möluðu chiafræjunum útí og látið malla þar til sultan byrjar að þykkna. Takið af hellunni og látið standa í smá stund. Setjið í hreinar krukkur, t.d. gamaldags sultukrukkur sem eru alveg þéttar með gúmíteygju. Þessa sultu er líka hægt að gera hráa. Þá er allt sett í matvinnsluvél í staðinn fyrir pott og maukað.
Heilsa Uppskriftir Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið