UFC 177: Nýliði berst um titilinn í kvöld með sólarhrings fyrirvara Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. ágúst 2014 17:00 TJ Dillashaw og Joe Soto í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Í kvöld fer UFC 177 fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaganum munu mætast þeir TJ Dillashaw og UFC nýliðinn Joe Soto, en Soto kemur inn í titilbardagann með aðeins sólarhrings fyrirvara. Seint í gær bárust þær fregnir að Renan Barao gæti ekki keppt um titilinn gegn TJ Dillashaw eins og til stóð. Ástæðan ku vera sú að niðurskurður Barao hafi verið honum um of, en Barao féll í yfirlið við að reyna að ná 135 punda takmarkinu. UFC nýliðinn Joe Soto tekur því hans stað. Það var í maí á þessu ári sem TJ Dillashaw og Renan Barao mættust fyrst um bantamvigtartitil UFC. Renan Barao var ríkjandi meistari og hafði farið taplaus í gegnum 33 bardaga í röð yfir níu ára tímabil. Andstæðingur hans, TJ Dillashaw, var upprennandi bardagamaður sem margir töldu að gæti orðið meistari einn daginn, þó þessi bardagi væri almennt álitinn sem of snemmbær fyrir hann. Samkvæmt veðbönkunum átti hann ekki séns í meistarann. Flestir töldu því að bardaginn yrði leikur einn fyrir Renan Barao, en annað kom á daginn. Dillashaw var nálægt því að rota Barao í fyrstu lotu og náði Barao aldrei að jafna sig eftir það. Eftir mikinn yfirburðabardaga kórónaði Dillashaw svo eigin frammistöðu með því að rota Barao í fimmtu og síðustu lotunni. Einn óvæntasti (en jafnframt mest sannfærandi) sigur í sögu UFC varð að veruleika. Til stóð að Renan Barao fengi að hefna ófaranna frá því í maí og endurheimta titilinn sinn. Því miður fyrir hann var niðurskurðurinn of erfiður og því fær UFC nýliðinn Joe Soto tækifæri lífs síns í kvöld þegar hann tekst á við sjálfan bantamvigtarmeistarann. Upphaflega átti Soto að berjast í einum af upphitunarbardögum kvöldsins gegn Anthony Birchak en fær nú titilbardaga. Soto var eini bantamvigtarmaðurinn sem UFC gat fengið með sólarhrings fyrirvara þar sem hann var nú þegar tilbúinn til að berjast annað kvöld. UFC hefði aldrei getað fengið þekktari bantamvigtarkappa til að berjast með aðeins sólarhrings fyrirvara þar sem enginn hefði getað náð 135 punda takmarkinu á svo skömmum tíma, hvað þá komið sér á staðinn. Því var eina lausn UFC að fá annan bantamvigtarkappa af sama bardagakvöldi. Fyrsti bardagi Soto verður risastór – mun stærri en hann átti upphaflega að vera. Hann hefur þó engu að tapa og má vel við una ef hann lifir af fyrstu lotuna. Sigri hann á morgun væru það óvæntustu úrslit í sögu UFC, svo einfalt er það. Nánar má lesa um Joe Soto á vef MMA Frétta hér. Ákveðin bölvun hefur hvílt á UFC 177 bardagakvöldinu enda hafa margir bardagamenn meiðst sem áttu að berjast á þessu kvöldi. Tíðindin í gær voru stærsta áfallið, en UFC gerðu þó það besta sem hægt var að gera úr stöðunni. Bardaginn í kvöld verður því áhugaverður fyrir margar sakir. Útsendingin hefst kl 2 á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Tryggvi reif til sín flest fráköst Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Sjá meira
Í kvöld fer UFC 177 fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaganum munu mætast þeir TJ Dillashaw og UFC nýliðinn Joe Soto, en Soto kemur inn í titilbardagann með aðeins sólarhrings fyrirvara. Seint í gær bárust þær fregnir að Renan Barao gæti ekki keppt um titilinn gegn TJ Dillashaw eins og til stóð. Ástæðan ku vera sú að niðurskurður Barao hafi verið honum um of, en Barao féll í yfirlið við að reyna að ná 135 punda takmarkinu. UFC nýliðinn Joe Soto tekur því hans stað. Það var í maí á þessu ári sem TJ Dillashaw og Renan Barao mættust fyrst um bantamvigtartitil UFC. Renan Barao var ríkjandi meistari og hafði farið taplaus í gegnum 33 bardaga í röð yfir níu ára tímabil. Andstæðingur hans, TJ Dillashaw, var upprennandi bardagamaður sem margir töldu að gæti orðið meistari einn daginn, þó þessi bardagi væri almennt álitinn sem of snemmbær fyrir hann. Samkvæmt veðbönkunum átti hann ekki séns í meistarann. Flestir töldu því að bardaginn yrði leikur einn fyrir Renan Barao, en annað kom á daginn. Dillashaw var nálægt því að rota Barao í fyrstu lotu og náði Barao aldrei að jafna sig eftir það. Eftir mikinn yfirburðabardaga kórónaði Dillashaw svo eigin frammistöðu með því að rota Barao í fimmtu og síðustu lotunni. Einn óvæntasti (en jafnframt mest sannfærandi) sigur í sögu UFC varð að veruleika. Til stóð að Renan Barao fengi að hefna ófaranna frá því í maí og endurheimta titilinn sinn. Því miður fyrir hann var niðurskurðurinn of erfiður og því fær UFC nýliðinn Joe Soto tækifæri lífs síns í kvöld þegar hann tekst á við sjálfan bantamvigtarmeistarann. Upphaflega átti Soto að berjast í einum af upphitunarbardögum kvöldsins gegn Anthony Birchak en fær nú titilbardaga. Soto var eini bantamvigtarmaðurinn sem UFC gat fengið með sólarhrings fyrirvara þar sem hann var nú þegar tilbúinn til að berjast annað kvöld. UFC hefði aldrei getað fengið þekktari bantamvigtarkappa til að berjast með aðeins sólarhrings fyrirvara þar sem enginn hefði getað náð 135 punda takmarkinu á svo skömmum tíma, hvað þá komið sér á staðinn. Því var eina lausn UFC að fá annan bantamvigtarkappa af sama bardagakvöldi. Fyrsti bardagi Soto verður risastór – mun stærri en hann átti upphaflega að vera. Hann hefur þó engu að tapa og má vel við una ef hann lifir af fyrstu lotuna. Sigri hann á morgun væru það óvæntustu úrslit í sögu UFC, svo einfalt er það. Nánar má lesa um Joe Soto á vef MMA Frétta hér. Ákveðin bölvun hefur hvílt á UFC 177 bardagakvöldinu enda hafa margir bardagamenn meiðst sem áttu að berjast á þessu kvöldi. Tíðindin í gær voru stærsta áfallið, en UFC gerðu þó það besta sem hægt var að gera úr stöðunni. Bardaginn í kvöld verður því áhugaverður fyrir margar sakir. Útsendingin hefst kl 2 á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Tryggvi reif til sín flest fráköst Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Sjá meira