Engin ríkisábyrgð á innistæðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. ágúst 2014 11:14 Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, setti fram athyglisverða hugmynd í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku um að hafna frumvarpi um innistæðutryggingar sem er í smíðum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og grundvallast á nýrri tilskipun Evrópusambandsins um sama efni nr. 2014/49. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur fundað með embættismönnum ráðuneytisins vegna umræddrar tilskipunar og þar hafa verið settar fram efasemdir um að rétt sé að innleiða hana í íslenska löggjöf þótt íslenska ríkið sé skuldbundið til að gera slíkt á grundvelli EES-samningsins. Þá liggja fyrir drög að frumvarpi á grundvelli tilskipunarinnar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Samkvæmt þessari tilskipun skulu aðildarríkin sjá til þess að tryggingavernd samanlagðra innstæðna hvers innistæðueiganda sé að lágmarki 100.000 evrur, jafnvirði 16 milljóna króna, ef innistæðurnar verða ótiltækar, t.d. við fall banka. „Þarna er verið að tala um að setja 0,8 prósent af innistæðum í sjóð en hérna er mikil samþjöppun í bankakerfinu ólíkt því sem er víða erlendis. Fáir stórir bankar, þrír stærstu bankarnir með 90 prósent af markaðnum. Það leiðir af eðli máls að það er ekki hægt að búa til tryggingakerfi á svo fábreyttum markaði,“ sagði Frosti í fréttum Stöðvar 2. Í þessu sambandi má rifja upp að í gildi er „ráðherrayfirlýsing“ um ótakmarkaða ríkisábyrgð á öllum innistæðum á Íslandi. Vandamálið við þessa yfirlýsingu er sú að hún styðst ekki við neina lagaheimild og réttarheimildarleg staða hennar er því afar veik eða engin. Yfirlýsingin hefur hins vegar aldrei verið afturkölluð og málefni fjármálafyrirtækja á fallanda fæti eins og Sparisjóðsins í Keflavík hafa verið leyst á grundvelli hennar eftir hrunið. Velta má fyrir sér hvort stjórnmálamenn eins og Frosti Sigurjónsson, sem eru mótfallnir lögbundinni 16 milljóna króna tryggingu á innistæður samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins, telji að ráðherrayfirlýsingin sé í raun að vettugi virðandi því hún feli í sér allsherjar ábyrgð á innistæðum óháð fjárhæð. Það hefur enginn stjórnmálamaður til þessa stigið fram og lýst því yfir með afdráttarlausum hætti að ráðherrayfirlýsingin hafi ekkert vægi lengur. Ganga má út frá því sem vísu að ný löggjöf um innistæðutryggingar leysi ekki aðeins af hólmi eldri löggjöf heldur einnig yfirlýsingu stjórnmálamanna sem ekki styðst við lagaheimild. Þannig þyrfti í raun ekki að taka það fram ef slíkt frumvarp yrði að lögum vegna þess að um sett lög væri að ræða en ekki yfirlýsingu stjórnmálamanna, sem gefin var út í þeim tilgangi að róa almenning. Hins vegar má segja að athugasemdir Frosta Sigurjónssonar komi allt of seint fram enda er tilskipunin orðin að lögum á innri markaðnum. Hefði Ísland viljað semja sig frá umræddri tilskipun á fyrri stigum máls eða koma athugasemdum á framfæri hefði það þurft að gerast fyrir 1-2 árum á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar en þá var Frosti ekki kominn á þing. Alþingi getur auðvitað alltaf hafnað löggjöf á grundvelli slíkrar tilskipunar en þá væri íslenska ríkið að öllum líkindum að vanrækja skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins og þyrfti að taka afleiðingum þess í samskipti við eftirlitsstofnun EFTA, ESA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, setti fram athyglisverða hugmynd í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku um að hafna frumvarpi um innistæðutryggingar sem er í smíðum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og grundvallast á nýrri tilskipun Evrópusambandsins um sama efni nr. 2014/49. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur fundað með embættismönnum ráðuneytisins vegna umræddrar tilskipunar og þar hafa verið settar fram efasemdir um að rétt sé að innleiða hana í íslenska löggjöf þótt íslenska ríkið sé skuldbundið til að gera slíkt á grundvelli EES-samningsins. Þá liggja fyrir drög að frumvarpi á grundvelli tilskipunarinnar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Samkvæmt þessari tilskipun skulu aðildarríkin sjá til þess að tryggingavernd samanlagðra innstæðna hvers innistæðueiganda sé að lágmarki 100.000 evrur, jafnvirði 16 milljóna króna, ef innistæðurnar verða ótiltækar, t.d. við fall banka. „Þarna er verið að tala um að setja 0,8 prósent af innistæðum í sjóð en hérna er mikil samþjöppun í bankakerfinu ólíkt því sem er víða erlendis. Fáir stórir bankar, þrír stærstu bankarnir með 90 prósent af markaðnum. Það leiðir af eðli máls að það er ekki hægt að búa til tryggingakerfi á svo fábreyttum markaði,“ sagði Frosti í fréttum Stöðvar 2. Í þessu sambandi má rifja upp að í gildi er „ráðherrayfirlýsing“ um ótakmarkaða ríkisábyrgð á öllum innistæðum á Íslandi. Vandamálið við þessa yfirlýsingu er sú að hún styðst ekki við neina lagaheimild og réttarheimildarleg staða hennar er því afar veik eða engin. Yfirlýsingin hefur hins vegar aldrei verið afturkölluð og málefni fjármálafyrirtækja á fallanda fæti eins og Sparisjóðsins í Keflavík hafa verið leyst á grundvelli hennar eftir hrunið. Velta má fyrir sér hvort stjórnmálamenn eins og Frosti Sigurjónsson, sem eru mótfallnir lögbundinni 16 milljóna króna tryggingu á innistæður samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins, telji að ráðherrayfirlýsingin sé í raun að vettugi virðandi því hún feli í sér allsherjar ábyrgð á innistæðum óháð fjárhæð. Það hefur enginn stjórnmálamaður til þessa stigið fram og lýst því yfir með afdráttarlausum hætti að ráðherrayfirlýsingin hafi ekkert vægi lengur. Ganga má út frá því sem vísu að ný löggjöf um innistæðutryggingar leysi ekki aðeins af hólmi eldri löggjöf heldur einnig yfirlýsingu stjórnmálamanna sem ekki styðst við lagaheimild. Þannig þyrfti í raun ekki að taka það fram ef slíkt frumvarp yrði að lögum vegna þess að um sett lög væri að ræða en ekki yfirlýsingu stjórnmálamanna, sem gefin var út í þeim tilgangi að róa almenning. Hins vegar má segja að athugasemdir Frosta Sigurjónssonar komi allt of seint fram enda er tilskipunin orðin að lögum á innri markaðnum. Hefði Ísland viljað semja sig frá umræddri tilskipun á fyrri stigum máls eða koma athugasemdum á framfæri hefði það þurft að gerast fyrir 1-2 árum á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar en þá var Frosti ekki kominn á þing. Alþingi getur auðvitað alltaf hafnað löggjöf á grundvelli slíkrar tilskipunar en þá væri íslenska ríkið að öllum líkindum að vanrækja skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins og þyrfti að taka afleiðingum þess í samskipti við eftirlitsstofnun EFTA, ESA.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun